Enn um Skúla Magnússon landfógeta

Langar aðeins að minnast á Skúla Magnússonar landfótgeta en ævisaga hans ætti að vera skyldulesning. Hef skrifað blogg grein um hann hérna sem heitir: Skúli Magnússon landfógeti.

Saga hans sýnir að einstaklingur getur breytt heilu samfélagi og mér finnst baráttan hans ekki nógu vel sómi sýndur.

Afrek Skúla: dreif Íslendinga úr eymd og volæði 1750 yfir í trú á að Íslendingar gætu séð um sín innri mál (í fyrsta sinn síðan 1550).

Skúli stofnaði fyrsta íslenska stórfyrirtæki (ekki bara fyrirtæki) Íslands sem keppti við danska einokunarverslunina.

Skúli stuðlaði að því að Reykjavík varð fyrsta sjávarþorp Íslands (sveitarþorp á Íslandi höfðu verið til áður og voru til) og höfuðstaður Íslands. Tel ekki með sjávarþorpin á Snæfellsnesi sem voru verstöðvar.

Skúli varð fyrsti Íslendingurinn til að gegna embætti landfótgeta og í öllum sínum gerðum varði hann lítilsmagnann gegn embættismönnum (félögum sínum) sem var geysilegt erfitt verk. Hann þurfti þess ekki. Það var auðveldara að gera ekki neitt eins og sumir gera og hreykja sér af. Hann fór í stríð við kerfið í raun og vann! En Skúli var breiskur maður og skapstór. Hann gekk í ábyrgð fyrir tvær jarðir og varð eiginlega gjaldþrota.

Skúli er eitt af mikilmennum Íslands og ætti að gera bíómynd um hann...hún væri bæði spennandi og sorgleg í senn. Maðurinn var eftir allt beyskur á margan hátt.

Þótt eg Hafnar fái ei fund
framar en gæfan léði
ljúft sé hrós fyrir liðna stund
lifði eg í Höfn með gleði.

Höfundur: Skúli Magnússon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband