Í framhaldi af grein minni Getur Bandaríkjaher varið Ísland?, var komið með þau mótrök að best sé að Íslands sé hlutlaust, að "Íslandi farnast best herlausu og alþjóðlega hlutlausu" (þýðist: Án Bandaríkjahers og úr NATÓ).
Eru þetta virkilega raunhæft? Hvað segir sagan okkur? Fyrsta alvöru árásin á Ísland var 1627 í Tyrkjaráninu svo kallaða. Þá voru skipasamgöngur orðnar það þróaðar að hægt var að stefna hingað ræningjaflota úr Barbaríinu. Og nóta bene, við vorum undir hervernd Dana. Dönsk stjórnvöld voru gripin í rúminu en þau lærðu af reynslunni. Hingað voru stefnd herskip árlega eftir það og enski flotinn eyddi tugir ræningjaskipa sem stefndu til Írlands, Færeyja og Íslands næstu misseri. Úlfarnir höfðu runnið á blóðlyktina en þeim var slátrað á leið sinni á norðurslóðir. En þetta er önnur saga.
Hvað færði hlutleysis stefna Íslands okkur? Hernám Íslands 1940. Við vorum ljón heppin að Hitler gat ekki hrint í framkvæmd Ikarus áætluna. Þá hefði verið barist á landinu. Við verðum ekki svona heppin næst. Ekki að ástæðulausu að við gegnum í NATÓ.
Meiri líkur en minni eru á að ráðist sé á bandaríska NATÓ herstöð en íslenskt varnarlið. En spurningin stendur, hvað gerum við ef Bandaríkin geta ekki varið Ísland?
BNA verða ekki til að eilífu. Öll heimsveldi eiga sinn líftíma. Frægasta dæmið er þegar rómverski herinn yfirgaf Bretlandseyjar án þess að segja orð, hann bara fór, líkt og Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006, þrátt fyrir að íslenskir ráðamenn væru á hnjánum. Vopnlausir íbúarnir skildir eftir en við þekkjum eftirmálann. Í nútímanum gerast hlutirnir hraðar. Það tók Ottómanaveldið aldir að hnigna og falla en breska heimsveldið einungis nokkra áratugi á 20 öld.
Bandaríkin eru í miklum vandræðum, meiri en almenningur á Íslandi hefur vitneskju um. Meira segja vafi er um tilveru NATÓs ef Úkraníu stríðið endar á annan hátt en við höldum.
Ef við Íslendingar kjósum að leita aftur í hlutleysið, þá verður það einungis gert á forsendum vopnaðrar varna. Svisslendingar hafa verið hlutlausir í aldir en bara á forsendum sterkra varna og landshátta. Sama gildir um Svía.
Svissneski herinn er afar öflugur og landið er eitt rammgert víghreiður, eins og svissneskur ostur, sundurskorið af byrgjum. Hitler var með áætlun um innrás en honum var ráðið frá að reyna það, til þess voru varnirnar of öflugar. Ef einhverjir komast af ef til kjarnorkustyrjaldar kemur, þá eru það Svisslendingar.
Það er hægt að verja Ísland með íslensku varnarliði, tímabundið a.m.k. Það er ekki spurning. Það vantar bara pólitískan vilja.
Ein leiðin sem við getum farið, ef við viljum vera í skjóli hernaðarbandalags, en vera ekki útstöð hernaðarveldis, er að segja upp tvíhliða varnarsamninginum við Bandaríkin en vera áfram í NATÓ. Hvað þýðir þetta? Í næstu stórstyrjöld verður Ísland ekki fyrsta skotmarkið sem ráðist verður á, hugsanlega fáum við að vera í friði ef hér er bara íslenskt varnarlið, lítið en öflugt og í skjóli NATÓ. En er þetta raunhæft? Veit það ekki.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stríð, Utanríkismál/alþjóðamál | 25.10.2023 | 11:46 (breytt kl. 13:57) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Þau ríki sem hafa í gegnum aldirnar valið hlutleysi og varnarleysi, eru einu þjóðirnar sem varðveitt hafa menningu sína í gegnum mörghundruð ára stórsjói átaka; og minnstu mannfalli orðið fyrir.
Kæri vinur, hernaðarblæti er varasöm morðfýsn sem ber að leita sér úrræða við.
Guðjón E. Hreinberg, 25.10.2023 kl. 13:59
Takk fyrir innlegg þitt Guðjón og rökræðurnar. Veit ekki hvað hugtakið hernaðarblæti þýðir, held að ég sé hinn mesti friðarsinni sem hægt er að finna á Íslandi. Ég hélt að í öllum mínum málflutningi mínum, í mörgum greinum mínum, sé ég að verja Ísland frá því að dragast í hernaðarbrölt útlendinganna. Ef það er hernaðarblæti, þá það.
En ég hef virkilegar áhyggjur af stöðu Íslands í dag. Þar sem ég er sagnfræðingur hef ég yfirgripsmikla þekkingu á sögu Íslands. Það eru nokkur víti sem ber að varast, jafnvel hin tiltölulega friðsæla saga Íslands kennir okkur það (þökk sé að hafið var skjöldur og verja landsins í gegnum aldir og við losnuðum við meiriháttar stríð Evrópuþjóða sem eru stanslaust í stríði eða innrásir).
En umheimurinn er kominn til okkar. Og við þurfum að bregðast vð því. Meginhlutverk ríkisins er að tryggja innra öryggi ríkissins (gerum það með lögreglu sem enginn mótmælir að sé til?) en hins vegar með tryggingu ytri öryggi ríkisins, venjulega í formi hers. Íslendingar ákváðu að úthýsa varnir landsins til annarra þjóða við lýðveldisstofnun. Gott og vel, en hvað ef þær geta ekki komið okkur til hjálpar?
Bestu kveðjur til þín Guðjón.
Birgir Loftsson, 25.10.2023 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.