Fyrir einum áratug væri þetta álitin fáranleg spurning. En skjótt skipast veður í lofti. Eftir að arfaslök ríkisstjórn Bidens tók við völdum fyrir tveimur og hálfu ári, hefur hættuástandið í heiminum aldrei verið eins mikið og er í dag.
Veikleiki í framgöngu og í raunveruleikanum, sbr. hörmulegt undanhaldið í Afganistan, sem er ekkert annað en ósigur, og staðgengisstríðið í Úkraníu hafa sýnt það. Það er eins og spurningin hvað á að gera eftir stríðið sé ekki spurð? Eftir undanhaldið? Ef Trump hefði gert þetta, hefðu allir fjölmiðlar rifið hann í sig, nógur er hamagangurinn þegar hann hefur ekkert gert af sér.
Nú er enn einn vettvangur fyrir Biden stjórnina að klúðra en í þetta sinn getur klúðrið leitt til heimsstyrjaldar. Það eru afskipti þeirra í Miðausturlöndum og núverandi stríð í Ísrael. Fátt og fum er sýnt opinberlega og Biden áfram í fríi eða fjarverandi.
Við sjóndeildarhringinn ber í annað mögulegt stríð, en það er stríð um Taívan. Þessar veikleikar eru öllum sýnilegir, og þegar forsetinn muldrar í ræðum og villist á sviði, eru það skýr skilaboð til andstæðinga Bandaríkjanna um að fara af stað.
Þótt Bandaríkin séu öflugt herveldi, líkt og Rómaveldi á sínum tíma, eru auðlindirnar, heraflinn, hergögnin og möguleikarnir ekki endalausir. Talað er um að Bandaríkin ættu að geta háð eitt stórt stríð og annað minniháttar. En það átti við um níunda áratug 20. aldar, ekki í dag. Svo var þegar Bandaríkin börðust í Írak og Afganistan á þeirri 21., að þeir rétt réðu við verkefnið. Þeir meira segja dróu herlið frá Ísland 2006 vegna þess að þeim skorti mannskap. Fyrr hafði þyrlusveit þeirra farið úr landi í skjóli nætur. Þeir voru heppnir að andstæðingar þeirra í þetta sinn voru illa vopnum búnir og engir nútímaherir að eiga við.
Stríðið í Úkraníu, sem er bara staðgengisstríð, hefur sýnt hversu erfitt það mun reynast Bandaríkjunum að eiga við öflugt herveldi. Hætta er á að margir aðilar láti til skara skríða samtímis ef Bandríkin verða upptekin í einu stríði. Ríkið er stórskuldugt og í raun gjaldþrota. Af hverju að troða illsakir við tvö herveldi í einu, Rússland og Kína? Sjálfsmorðsleiðangur? Rómverjar hefðu hrist höfuðið yfir slíkri "stjórnkænsku". Rómverjar voru hrokafullir en séðir um leið. Þeir deildu og drottnuðu, á réttum tíma og réttum stað.
Hættur steðja að sjálfu heimalandinu. Bara á þessu ári hafa stjórnvöld handtekið á galopnum landamærum sínum hátt í 200 manns af hryðjuverkamannalista. Milljónir manna hafa streymt yfir landamærin án þess að stoppa og enginn veit hvaða fólk þetta er. Þessir 200 manns eru þeir sem þeir náu í, hvað um hina sem sem ekki náðust? Hvað vilja þessir einstaklingar til Bandaríkjanna annað en að fremja hryðjuverk? Þetta eru vandamál Bandaríkjamanna en líka okkar.
Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að tryggja öryggi Íslands ef Bandaríkin lenda í meiriháttar átökum? Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera til að tryggja að hér verði ekki framin hryðjuverk? Íslensk landamæri eru einnig galopin og hingað hefur leitað fólk sem er ekki endilega hliðhollt vestrænni menningu. Eru íslensk stjórnvöld að flytja inn glæpahópa og hugsanlega hryðjuverkamenn með því að gæta ekki landamæra okkar?
Við höfum engan raunverulegan viðbúnað til að bregðast við ef til stríðs kemur. Og heldur ekki Bandaríkjamenn. Eru þeir að tryggja loftvarnir þéttbýliskjarna með loftvarnarkerfum? Ekki nægir að senda hingað flugsveit á nokkurra mánaða fresti, það er sýndarmennska. Við höfum bara fámennt lögreglulið sem hefur ekkert í fámennan og samstiltan hryðjuverkahóp að gera.
Væri ekki betra að Íslendingar hafi eigið herlið til að tryggja eigin varnir? Í alvöru talað! Munum að stríð gærdagsins er öðruvísi en stríð morgundagsins. Við vitum ekkert hvað bíður okkar...ekkert okkar. Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að vakna af þyrnirósasvefninum?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stríð, Utanríkismál/alþjóðamál | 24.10.2023 | 17:46 (breytt 3.11.2023 kl. 18:25) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
... sem er einmitt ástæðan fyrir að við eigum að vera herlaus og varðveita hlutleysið. Þó fyrr hefði verið.
Guðjón E. Hreinberg, 24.10.2023 kl. 19:35
Segðu það við Vestmannaeyinganna í Tyrkjaráninu....tilvalin fórnarlömb, vopnlaus og varnarlaus. Eina sem stöðvaði þá í frekari myrkraverk var að þeir fréttum af enskum herskipum við Vestfirði og þeir forðuðu sér í burt hið snarasta suður á bóginn.
Vondi heimurinn er kominn til Íslands, það er bara þannig. Man hvað 5 manna hryðjuverkahópur gat gert í París, var það ekki 2015? Hvað átti að gera þá? Segja: "Vinsamlegast drepið ekki saklaust fólk!" Enginn að stöðva morðóða menn? Nei Guðjón, þú verður að vera jarðtengdur heimspekingur!
Birgir Loftsson, 24.10.2023 kl. 19:54
Það var varnarlið í landinu á þeim tíma og þessi rök eru haldlaus, nema ritarinn sé haldinn hernaðarblæti. Hef margritað gild mótrök, en þetta snýst ekki um það. Þeir sem eru haldnir blætum finna hvaða huglægu rök sem þeim hugnast.
Engin óvirðing meint; en Íslandi farnast best herlausu og alþjóðlega hlutlausu, og það er augljóst ef menn nálgast málefnið með hlutbundnum (Objective) hætti.
Bestu kveðjur
Guðjón E. Hreinberg, 24.10.2023 kl. 22:50
Guðjón, takk fyrir athugasemdir þínar, held þú hafir greinilega ekki skilið texta minn. Og það vantar röksemdarfærsluna hjá þér. Hvað færði hlutleysið Íslendinga? Hernám Íslands 1940 og við vorum ljón heppin að Hitler gat ekki hrint í framkvæmd Ikarus áætluna. Þá hefði verið barist á landinu. Við verðum ekki svona heppin næst. Ekki að ástæðulausu að við erum í NATÓ.
Meiri líkur að ráðist sé á bandaríska NATÓ herstöð en íslenskt varnarlið. En spurningin stendur, hvað gerum við ef Bandaríkin geta ekki varið Ísland? BNA verða ekki til að eilífu. Öll heimsveldi eiga sinn líftíma. Frægasta dæmið er þegar rómverski herinn yfirgaf Bretlandseyjar án þess að segja orð, hann bara fór. Vopnlausir íbúarnir skildir eftir en við þekkjum þá sögu.
Grundvallar reglan í náttúrunni, líka hjá manninum, er að sá sterkari ræðst á hinn veikari og yfirbugar hann. Sá veikari hefur aldrei fengið að vera í friði nema það henti hinum sterkari.
Birgir Loftsson, 25.10.2023 kl. 07:32
Hér er frétt um liðna atburði, en ekki svo langt aftur í tímann, að margt fólk er enn lifandi sem upplifði þá en það er seinni heimsstyrjöldin.
Vísir er með frétt um gömul áform nasista um að hernema Ísland. Þá var landið hlutlaust og vopnlaust.
Íslendingar voru svo áhyggjufullir í ársbyrjun 1940 að Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri í Reykjavík var byrjaður að vopna og þjálfa lögregluna í vopnaburði.
https://www.visir.is/g/20232479533d/telja-liklegt-ad-nasistar-hafi-haft-eitthvad-staerra-i-bigerd
Aðferð strútsins að stinga höfuðinu í sandinn hefur aldrei virkað.
Birgir Loftsson, 25.10.2023 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.