Er skólinn úreldur? Spyr úreldur ríkisfjölmiðillinn RÚV. Þetta er góð spurning í ljósi tækniframfara og gervigreindar. Kveikur talaði við "framúrstefnufólk" um stöðu menntunar í dag. Athygli vakti að fulltrúar kennarastéttarinnar voru fjarverandi þessa umræðu sem er ansi skrýtið.
Þar var haldið fram að menntun hafi lítið breytst í 2300 ár. Það er athyglisvert en er það ekki til marks um að menntunin sé það góð að lítil ástæða er til að breyta grunn hennar? Hver er tilgangur náms? Að fræðast eða menntast? Eða hvorutveggjast? Hið fyrra byggist á að öðlast meiri þekkingar og það getur byggst á utanbókarlærdómi. Hann aftur á móti er ekki slæmur í sjálfu sér, því að hann þjálfar minni.
Hið síðara er menntun. En hvað er menntun? Jú, að þroska einstaklinginn og gera hann að ábyrgum borgara og virkum. Þetta er líka í gangi í nútíma skólakerfi og þessi menntunar krafa er mætt á margvíslegum hætti. Fjölgreind kallast það þegar allir hæfileikar nemandans eru þjálfaðir, allar greindir hans. Sjá t.d. Howard Gardner og fjölgreindarkenningu hans sem skiptir greinina í marga hluta.
Sjálfsþekkingargreind; umhverfisgreind; líkams- og hreyfigreind; rýmisgreind; málgreind; samskiptagreind; rök- og stærðfræðigreind og tónlistargreind.
Ekki er hér farið nánar í kenningar hans en íslenski grunnskólinn þjálfar allar þessar greindir í dag og notar alla nútímatækni sem býðst til þess. Tölvur, spjaldtölvur, þrívíddaprentarar o.s.frv., og þau forrit sem til eru til kennslu.
Kennd eru svo mörg kennslufög, að erfitt er að telja þau öll upp, en tek sem dæmi, eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði, heimspeki, tungumál eins og íslensku, dönsku, ensku (og önnur í vali), samfélagsfræði (landafræði, saga, félagsfræði), smíði, myndmennt, handyrðar, tónmennt (hljóðfæri og söngur), heimilisfræði, upplýsingartækni (tölvur og þeim tengdar), íþróttir, náttúrufræði, útikennsla og eflaust margt annað, eins til dæmis skákkennsla. Svo mörg eru kennslufögin að þau eru sum hver kennd í valkennslu, allt eftir áhugasviði og getu nemenda.
Nemendur fara út í samfélagið í vettvangsferðir og kynnast atvinnu- og menningarlífinu. Þau verkfæri sem eru fyrir hendi eru notuð.
Kennarinn í dag er sannkallaður fjölfræðingur og hann þarf að kunna nýjustu tækni og vísindi til að valda starfi sínu. Hann er því í standslausri starfsþjálfun viðkomandi sveitarfélags og menntunferill hans líkur aldrei, því að framfarirnar virðast endalausar. Starf kennarans í dag er flókið og erfitt. Hann þarf að eiga í samstarfi við yfirmenn sína, samkennara, börnin og foreldra. Hann þarf að vera ein allsherjar upplýsingaveita og miðla málum milli nemenda og jafnvel við foreldra.
Það þýðir ekkert að gefast upp og segja að gervigreindin taki bara við og krakkarnir þurfi enga fræðslu, það sé hvort sem er bara hægt að goggla þetta á nokkrum sekúndum.
En skólakerfið snýst ekkert um að ná í upplýsingar sem skemmtum tíma, heldur að koma börnunum til manna; til þroska sem borgarar. Ekki að gervigreindin taki við sem kennari sem hún getur aldrei, þ.e. tekið við kennslu ungdómsins. Gervimennið getur aldrei verið mannlegt en börn þurfa alúð og umhyggju, ekki síður en fræðslu og menntun. Að læra mannleg samskipti er mikilvægur þáttur í námi barna og geta hreinlega starfað í hópi og verið í hópi sem getur verið ansi krefjandi fyrir suma nemendur. Þetta læra þau í hópastarfi barna í skólum landsins og íþróttafélögum.
En kíkjum aðeins á þessa "slæmu" menntun forfeðrarnna og þá sérstaklega á Rómverja en kennsla miðalda byggðist að miklu leyti á þeirra menntakerfi og þar með á okkar menntakerfi.
Menntunarheimspeki Rómverja var athyglisverð en hún byggðist á kenningum grískra heimspekinga. Rómversk menntun var nytsamlegri og einbeitti sér að því að búa til góða borgara og stjórnendur fyrir heimsveldið. Litið var á menntun sem leið til að styrkja rómverska ríkið.
Í Róm var menntun formlegri og skipulagðari en áður þekktist í fornöld. Grunnmenntunin, þekkt sem lúdus, hófst um 7 ára aldurinn og var lögð áhersla á lestur, ritun og reikning. Framhaldsnám innihélt málfræði, orðræðu og bókmenntir og var venjulega boðið upp á einkakennara eða skóla. Sum sé að þroska einstaklinginn.
Rómversk menntun lagði ríka áherslu á hagnýt efni, svo sem orðræðu og lögfræði, þar sem þessi færni var nauðsynleg fyrir einstaklinga sem stunduðu stjórnmála- eða stjórnunarstörf. Námsefnið innihélt einnig bókmenntir, sagnfræði og einhverja heimspeki.
Kennarar í Róm gegndu virtri stöðu í samfélaginu og var ætlast til að nemendur sýndu þeim mikla virðingu. Áberandi heimspekingar og ræðumenn störfuðu oft sem kennarar enda virðingastaða.
En menntunin var ekki fyrir alla. Bæði í Grikklandi og Róm var menntun fyrst og fremst frátekin fyrir frjálsfædda karlmenn. Konur og þrælar höfðu takmarkaðan aðgang að formlegri menntun, ef þá nokkra. Hins vegar gætu stúlkur úr efnuðum fjölskyldum í Róm fengið einhverja menntun í lestri, ritun og heimilishaldi.
Í Grikklandi sem er móðir allrar kennslu var þetta jafnvel þróaðra.
Menntun í Grikklandi hinu forna var mikils metin og talin nauðsynleg til að þróa vel borgaranna í samfélaginu og dyggðir. Grikkir töldu að menntun ætti að beinast að vitsmunalegum og siðferðislegum þroska einstaklings enda byggðist lýðræðið á slíkum vel upplýstum borgurum.
Í Grikklandi til forna hófst formleg menntun við sjö ára aldur og hélt áfram til 18 ára aldurs. Menntun var að miklu leyti einkamál þar sem foreldrar eða forráðamenn sáu um að fá kennara (oft þræll kallaður uppeldisfræðingur) fyrir börn sín. Skólar voru ekki eins algengir og í Róm.
Námsefnið í Grikklandi til forna innihélt fög eins og stærðfræði, tónlist, ljóð, heimspeki og líkamsrækt. Frægasti menntaheimspekingur þess tíma var Platon sem lagði áherslu á víðtæka menntun með áherslu á heimspeki, fimleika og tónlist. Nemandi hans, Aristóteles, talaði fyrir meiri hagnýtri þekkingu.
Áberandi heimspekingar og fræðimenn störfuðu oft sem kennarar. Samband kennara og nemanda var mikils metið og nemendur fylgdu oft ákveðnum heimspekingi eða kennara til að afla sér þekkingar.
Íþróttamenntun. Grikkir lögðu mikla áherslu á líkamsrækt og töldu að heilbrigður líkami væri nauðsynlegur fyrir heilbrigðan huga. Starfsemi eins og fimleikar, glíma og Ólympíuleikar voru hluti af fræðsluupplifuninni.
Er eitthvað að kennslu fornaldar? Nei, en kennslan tók að sjálfsögðu mið af því sem var við hendi. En svo hafa nútíma uppeldisfræðingar bætt við það sem síðan hefur bæst við og byggist fyrst og fremst á innleiðingu nýrra tækni og þekkingu.
Íslenski grunnskólinn er vel í stakk búinn að takast á við áskoranir nútímast (og leikskólinn sem er mjög nútímalegur og öflugur) og aldrei áður hefur hann reynt að mæta nemandanum á hans eigin grundvelli og í dag. Það er gert með einstaklingsmiðuðu námi, fyrir þá sem þess þurfa og stoðkerfi skólanna aldrei verið eins öflugt og það er í dag. En auðvitað má gera betur, hafa fleiri sérkennara o.s.frv. en það eru bara áskoranir dagsins í dag og vilja stjórnmálamanna til að veita fé í verkefnið, ekki menntakerfisins sem kerfis.
Að lokum. Uppeldið sjálft sem er ákveðin kennsla hefst á heimilinu og hjá foreldrum. Frá því að barnið fæðist er það þjálfað í að verða samfélagsþegn og helst það til fullorðins ára. Barnið lærir það hjá foreldrum sem ber að halda utan um menntun barna sinna til fullorðins ára. Að gera börnin að manneskjum er í höndum foreldra, ekki skólakerfisins. Ríkið kemur aldrei í stað foreldris, við þekkjum dæmin úr sögunni sem eru víti til varnaðar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menntun og skóli | 23.10.2023 | 08:43 (breytt kl. 09:12) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Einfaldara væri að spyrja; hver er skilgreining á menntun, og hverjir hluta hennar eru nauðsynlegri fólki sem elst upp í nútímaþjóðfélagi og hver eru réttindi og skyldur ríkis - eða samfélaga - okkar í því samhengi.
Ég hef aldrei séð neina orðræðu hérlendis sem tekur á þessu viðfangsefni, hvað þá greiningar og almennan skilning á menntunaraðferðum eða hvað þá skólastefnum, svo hér á Íslandi er engin menntun, aðeins innprentun og á þessari innprentun er engin greining til.
Bestu kveðjur
Guðjón E. Hreinberg, 24.10.2023 kl. 13:33
... afsakið ritvillur. Það vantar edit hnappinn.
Guðjón E. Hreinberg, 24.10.2023 kl. 13:33
Amen Guðjón en margir kennarar vita þó hvar skórinn kreppir að, þótt stjórnvöld gera það ekki.
Birgir Loftsson, 24.10.2023 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.