Misvísindi skilaboð eða fréttir berast frá Miðausturlöndum.
Nokkuð ljóst er að það ríkir kalt stríð á landsvæðinu og skiptast andstæðar fylkingar annars vegar í bandalag undir forystu Sádi-Arabíu en hins vegar bandalag undir foryrstu Írans og er þessi skipting að mestu byggð á trúarörmunum, Sjía og súnní. Sjía-menn eru í meirihluta í Íran, Írak, Aserbaídsjan og Barein og fjölmennir í Líbanon, en súnnítar eru í meirihluta meira en fjörutíu ríkja frá Marokkó til Indónesíu.
Annars staðar er skiptingin í trúar og pólitískar fylkingar óljósari. Eins og til dæmis í Jemen. Jemenar skiptast í tvo helstu íslamska trúarhópa: 65% súnníta og 35% sjía. Aðrir telja fjölda sjíta vera 30%. Svo er staðan flókinn í Sýrlandi en Íran hefur studd bakið við núverandi stjórn í borgarastyrjöldinni. Stærsti trúarhópurinn í Sýrlandi eru súnní-múslimar, sem eru um 74% íbúanna, þar af eru arabískumælandi súnnítar í meirihluta. Íranir hafa mikil áhrif á bæði löndin pólitískt.
En auðljóst er að Íranir og Sádar eru að keppast innbyrgðis um hvort ríkið er öflugast í Miðausturlöndum. Ísrael er þarna flækt í þessari valdabaráttu. Engar pólitískar breytingar hafa í raun átt sér stað síðan landið gerði friðarsamninga við Egyptaland og Jórdaníu. Svo kom Donald Trump til sögunnar og frægt friðarsamkomulag var undirritað af hálfu Ísrael við Barein, Morrókkó, Súdan og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Sádar skrifuðu ekki undir en þeir voru baksviðs. Þeir t.d. leyfðu flug Ísraela yfir Sádi-Arabíu sem er beinlínis viðurkenning á tilverurétt Ísraels. Abraham samkomulagið var og er þyrnir í augum Írana.
Nýverið hafa borist fréttir af að Ísrael og Sádi-Arabía væri hugsanlega að fara að skrifa undir friðarsamning. Í því ljósi er ekki skrýtið að Íran hugsi sér til hreyfings og beiti fyrir sig fylgjara sína í Hamas samtökunum og Hezbollah í Líbanon til árása á Ísrael. Ástæðan er auðljós. Sú fylking sem hefur Ísrael með sér í liði, hefur yfirhöndina enda Ísrael kjarnorku- og herveldi. En svo hittust samninganefndir Sáda og Írana og ræddu saman með milligöngu Kína. Hvað er í gangi? Hvað er að gerast á bakvið tjöldin?
Þótt þessi árás Hamas á Ísrael hafi komið á óvart líkt og gerðist í Yom Kippur stríðinu 1973, sem var talið vera álitshnekkir fyrir Ísrael stjórn, náðu Ísraelsmenn fljótt vopnum sínum og sigruðu með afgerandi hætti.
Lærdómurinn var sá að ákveðið var að koma á fót hóp sérfræðinga sem ætti að sjá fyrir sér alla möguleikar og ómögulegar hættur sem steðji að Ísraelsríki. Svona árás hefur örugglega verið sett fram sem sviðsmynd. En tímasetningin og raun upplýsingar í tíma hefur kannski vantað hjá Ísraelmönnum, en það á eftir að koma í ljós. Ísraelmenn höfðu t.d. veður af væntanlegu stríði 1973, voru að byrja að kalla saman varalið en of seint.
Nú er spurning hvort Íran takist að reka fleyg í bandalag Arabaþjóða við Ísrael. Hvort sem verður, þá munu Ísraelmenn ekki hætta fyrr en Hamas-samtökin eru úr sögunni og það er bara gert með innrás í Gaza. Afleiðingin verður hernám þessa 400 ferkílómetra svæðis, sett verður á fót ný stjórn á svæðinu sem er Ísraelmönnum þóknanlegri. En svo er það spurning hvort Ísraelmenn fari lengra og geri árás á Íran eða Líbanon. Það er því mjög ófriðvænlegt í þessum heimshluta og ekkert nema stríð framundan. Uppgjör verður á einn veg eða annan.
Að lokum, það er bara ein leið fyrir Hamas-liða að fá eldflaugar, vopn og skotfæri og það er í gegnum Sínaískagann. Talað er um að einstaka hershöfðingjar í Egyptalandi séu hliðhollir Hamas og hjálpað eða leyfi hergagnaflutninga til Gaza. Eldflaugarnar sem rigndi yfir Ísrael voru flestar heimagerðar. En það þarf líka fjármagn til að gera slíkar eldflaugar og vopna, þjálfa og reka herliða Hamas en talið er að minnsta kosti 1000 Hamas-liðar hafi farið yfir landamæri Ísraels.
Fjarvera Bandaríkjanna í pólitík Miðausturlanda er eins og hróp í eyðimörk. Galin ríkisstjórn Joe Bidens, sem nýtur enga virðingar á alþjóðavettvangi, hefur hleypt Kínverjum inn í geópólitík svæðisins og aðkoma slíkt stórveldis gerir ekkert annað en að flækja stöðuna enn frekar. Reyndar hafa Bandaríkjamenn ekkert gert annað en að skilja eftir sviðna jörð í Miðausturlöndum og oft hafa afskipti þeirra verið til hiðs verra. Í valdatíð Donalds Trumps, þegar Bandaríkjamenn voru óháðir um olíu frá þessum heimshluta, var mjög friðvænlegt umhorfs og samskiptin frábær.
En nú, vegna galina græna stefnu Biden stjórnarinnar, er orkuskortur og hátt eldsneytisverð í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn munu því hugsanlega fara að skipta sér aftur af pólitík svæðisins.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stríð, Utanríkismál/alþjóðamál | 9.10.2023 | 11:06 (breytt kl. 11:10) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Erlent
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.