Herlausa Ísland í vondum félagsskap?

Staða Íslands á sér ekki hliðstæðu í nútímasögunni.  Ákvarðanir Íslendinga síðan þeir mynduðu lýðveldi hafa verið skynsamar en á sama tíma ekki rökréttar.  Íslendingar völdu að leita skjóls hjá stærsta hernaðarveldi heims, Bandaríkin. Það er að mörg leiti skiljanlegt og jafnvel misgáfaðir íslenskir stjórnmálamenn skildu að heimurinn væri breyttur og friðurinn og hlutleysið væri úti eftir seinni heimsstyrjöldina.  Við yrðum að fara í hernaðarbandalag til að tryggja hagsmuni Íslendinga.

NATÓ hefur reynst okkur traustur bakjarl og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin frábær á tímum kalda stríðsins.  En nú eru aðrir tímar. Aldrei síðan við gengum í NATÓ hafa Íslendingar reynt að treysta á eigin varnir og komið sér upp eigin her.  Við höfum elt Bandaríkjamenn eins og kjölturakkar og þar sem Bandaríkin eru stríðsveldi, eru þeir líkt og Rómverjarnir forðum stöðugt í stríðum eða átökum víðsvegar um heiminn. Óvinir Bandaríkjamanna eru þar með óvinir Íslendinga. Það kom berlega í ljós þegar Úkraníu stríðið hófst.

Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra Íslands yppar gogg við annað mesta hernaðarveldi heims, Rússland, líkt og kjölturakki sem geltir á bakvið eiganda sinn.  Það má alveg sýna Úkraníu mönnum stuðning á margvíslegan hátt en fyrr má nú vera að slíta nánast diplómatísk bönd við Rússland. Það gerðum við ekki þegar Sovétríkin fóru inn í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu en gerum það nú eitt NATÓ-ríkja. Hvers vegna, það er óskiljanlegt.  Það er einmitt sú leið sem farin verður til að binda átökin, með diplómatískum samræðum þegar friður verður ræddur.

Svíar og Finnar fannst að sér vegið og brutu blað í sögunni með því að sækja um inngöngu í NATÓ, sem er ef til vill ekki skynsamlegt skref og jafnvel mistök af þeirra hálfu.  Við ættum að reyna að fjarlægast hernaðarbrölt Bandaríkjamanna eins og hægt er, vera áfram í NATÓ en sjá sjálf um landvarnirnar með eigin her. Hvað fáum við út úr því? Jú, Ísland verður ekki fyrsta skotmarkið í næstu heimsstyrjöld eins og það er núna.

Veit ekki hvort við getum lýst yfir hlutleysi með stofnun íslensks hers, en nokkuð ljóst er að við erum í hættulegum félagsskap í dag sem getur dregið okkur í alls kyns ófærur.

Þórdís Kolbrún tók þátt í utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér sýnist einhver múgsefjun í gangi meðal leiðtoga vesturlanda.

Mikið af þessu er líka leit að peningum, Úkranía er jú góð peningaþvottavél, sem margir vilja nýta til þess að þurrausa eigin sjóði inná sína persónulegu bankareikninga.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.10.2023 kl. 14:46

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Ásgrímur. Málið er að þegar til alvöru styrjaldar kemur, og hún kemur, sér hver um sjálfan sig og við verðum út undan.  Menn sætta sig við að útvörður Evrópu verði hersetið af erlendum her.

Það þarf ekki endilega að vera Rússar sem taki landið, Bretinn/Kaninn getur farið af stað aftur með "fyrirbyggjandi" hernám, eða Kínverjar ákveði að varpa kjarnorkusprengju á landið ef þeir fari í stríð við Bandaríkin. Og svo er það X þátturinn, óvæntr óvinur birtist.

Við beinlínis sáum það í verki að Íslendingar eiga enga vini þegar ICESAVE málið kom upp. Við vorum "búllí-uð" af "vinaþjóðum" okkar.

Ísraelmenn, með besta njósnanetið í dag, létu taka sig í rúminu í vikunni.  Svo gerðist líka með Tyrkjaránið, árásina á New York o.s.frv. óvæntir gerast einmitt vegna þess að þeir eiga að vera óvæntir.

Birgir Loftsson, 8.10.2023 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband