Íslendingar læra aldrei af reynslunni - Samfylkingin boðar endurkomu með skattahækkunum

Óhætt er að segja að Íslendingar sumir hverjir eru með gullfiska minni. Nú þegar Samfylkingin hefur verið fjarri valdakötlunum um tíma, hafa kjósendur gleymt hörmungarsögu hennar. 

Samfylkingin skipti um andlit, fékk nýjan formann sem virkar sjarmerandi en það eru ekki umbúðirnar sem skipta máli, heldur innihaldið. 

Innihaldið er það sama og þegar Samfylkingin kom okkur í kreppu og viðhélt henni eftir hrunið 2008. Nýjasta afrek Samfylkingarinnar er í Reykjavík, þar sem borgin er með skuldarviðmiðið 199% en við 200% markið tekur nefnd á vegum Samband íslenskra sveitarfélaganna við stjórnartaumanna, enda telst hún þar með tæknilega gjaldþrota og nefndin stjórnar þrotabúinu.

Núverandi oddviti Samfylkingarinnar fer hrósi sigrandi frá Reykjavíkurborg, á síðustu stundu í björgunarbátinn og lætur einfelding frá Framsókn fara niður með skipinu. Nú hefur hann boðað komu sína í landsmálin, guð blessi Ísland þá!

Þegar litið er á stefnuskrá flokksins, er hún full af loforðum, fallegum orðum en lítið um innihald. Tökum dæmi. Við ætlum að viðhalda góðu heilbrigðiskerfi. Auðvitað! Allir flokkar vilja það, en hvernig? Ætlar flokkurinn að leyfa í meira mæli einkarekstur? Og hvernig ætlar flokkurinn að tryggja heimilislækni á hvern íbúa þegar heimilislæknar eru ekki til í raunveruleikanum. Hókus pókus, hér kemur nýr heimilislæknir handa þér, veskú!

Hér er stefnulýsing Samfylkingarinnar, lesendur geta sleppt því að lesa hana, hún segir ekkert af viti eða eitthvað nýtt.

Stefnulýsing Samfylkingarinnar - Manifesto

En fyrir öll kosningaloforðin sem þýðir aukin útgjöld, er ekki minnst á hvernig eigi að fjármagna öll gæðin sem flokkurinn boðar.  Það er ekki gert öðruvísi en með hærri skatta. Sum sé, það á ekki að hagræða og spara, það á ekki að minnka útgjöld ríkisins og þar með er er Samfylkingin í raun skattaflokkur.

Borgum við ekki nógu mikið í skatta? Og hvar stendur flokkurinn í stóru málunum, innflytjendamálunum og stríðinu í Úkraníu? Styður flokkurinn við stefnuna um opin landamæri og áframhaldandi stríð í Úkraníu? Hvernig ætlar flokkurinn að kveða niður verðbólgudrauginn?

Samfylkingin er sósíalistaflokkur og slíkir flokkar eru alltaf fjandsamlegir atvinnulífinu og frjálsu framtaki (segjast styðja frelsi en hefta það með skattaálögum og afskiptum).

Vill Samfylkingin að við förum inn í ESB? Hér er Victor Davis Hanson að tala um að alþjóðavald hafi aldrei gengið upp í mannkynssögunni: No One Can Rule The World

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband