Eins og flestir vita, er nauðsynlegt að valdið sé ekki langt frá "héraðinu". Hér er átt við að því fjarri sem valdið er frá framkvæmdum og stjórnun stjórnsýslueiningar, því verr er það höndlað. Þetta gildir um sveitarstjórnir, bæjarstjórnir og borgarstjórn. Hinu kjörnu fulltrúar þekkja þarfir samfélagsins enda nátengdir sínu umhverfi og því kjósum við nærstjórn.
Það er því engin furða að íslenskir forystumenn 19. aldar og 20. aldar, vildu og börðust hart fyrir að fá löggjafarvaldið og sérstaklega framkvæmdarvaldið til Íslands. Um það snérust stjórnmálin á Íslandi frá því að fyrsta stjórnarskráin tók gildi 1874 og til enda heimstjórnartímabilsins, til ársins 1918. Það tók svo önnur 26 ár að losna endanlega við erlend vald en það gerðist þegar Ísland varð lýðveldi 1944.
En hvað kennir sagan okkur? Jú, þegar framkvæmdarvaldið var veikt, og það var mjög veikt frá 1262 til 1550, og innlendir valdhafar, höfðingjar/sýslumenn og klerkastéttin, réðu málum, var Ísland ekki fjarri öðrum löndum í kjörum og lifnaðarháttum. Landið var að vísu afskekkt og erfitt að koma vörum til landsins en auðurinn varð eftir í landinu og sjávarútvegurinn skapaði auðstétt á Íslandi á síðmiðöldum.
Mesta rán Íslands sögunnar hófst með siðbreytingu þegar auðugast afl Íslands, kaþólska kirkja var keigbeygð. Danastjórn náði líka stjórnsýsluleg áhrif, verslunaráhrif og valdið lak úr landi ásamt miklum auðæfum næstu þrjár aldir. Ekkert var skilið eftir, fjármagnið rann í stríðum straumum í hirslur Danakonungs og danskra kaupmanna. Nánast ekkert varð eftir, bara fjármagn til að tryggja yfirráð Dana (höfuðsmaður/hirðstjóri og sýslumenn). Hin glæsilega Kaupmannahöfn sem við sjáum í dag, var að hluta til sköpum með íslensku fjármagni. En hvar vorum við Íslendingar þá staddir?
Jú, rannsóknir sýna að kjör Íslendinga síversnuðu, fornleifarannsóknir sýna að hýbýli manna minnkuðu og versnuðu, fólkið lagði undir sig baðstofuna af illri nauðsyn. Á sama tíma risu borgir og bæir hvaðanæva um Evrópu, glæstar hallir, kirkjur og húsakynni borgara bera því vitni. En ekki á Íslandi. Hér hýrðust Íslendignar við illan kost í niðurgröfnum kofum, engir bæir og Íslendingurinn mátti þakka fyrir að deyja ekki úr hungri. Meira segja höfðingjar Íslands, bjuggu í húsakynnum sem efri millistéttin í Evrópu hefði fúlsað við. Sannarlega myrkrar "miðaldir" tóku við á Íslandi og segja megi að hafa staðið frá 1550 -1850.
En sem betur fer taka slæm tímabil á enda, oftast nær. Það sama átti við um Ísland. Ljós upplýsingaaldar skein loks niður á hjara veraldar undir lok 18. aldar, og á Ísland og í hjörtu danskra valdhafa. En fyrst þurfti íslenska samfélagið bókstaflega að hrynja með móðuharðunum.
Umbótaáætlanir í landbúnaði og vinnsla ullavara, tækniþróun í þilskipaútgerð varð til þess að hér mynduðust sjávarþorp á seinni helmingi 19. aldar sem enn eru flest til. Landhöfðingjatímabilið varð, þrátt fyrir að náttúran hrakti margan Íslending vestur um haf, framfaratímabil enda við komin með fjárveitingavaldið í höndum Alþingis.
En það vantaði "framkvæmdastjóra heima í héraði". Gríðarlegt framfaraskref var stigið með fyrsta íslenska ráðherrann með búsetu í Reykjavík. Valdið var komið heim. Framkvæmdirnar öskruðu á Íslendinga til verka. Hér voru bókstaflega engir innviðir. Fáar brýr og vegir bara slóðar. Enn eru við að vinna upp margra alda aðgerðaleysi og enn erum við að leggja nýja vegi og brýr alls staðar um landið á 21. öld. Margt er eftir að gera. En það kemur.
En nú er öldin önnur. Ráðamenn íslensku þjóðarinnar eru ráðalausir í bókstaflegri merkingu. Þeir leyfa erlendu yfirþjóðlegu valdi á meginlandi Evrópu ráða för Íslendinga. ESB fjarstýrir Íslandi með EES-samninginum og Íslendingar eru svo miklar gungur, að þeir þora ekki einu sinni, ekki eitt einasta skipti að segja nei við samþykktir (jafnvel bara ályktanir) sem berast í tölvupósti frá Brussel síðastliðin 31 ár.
Ímyndaðir skattar, gripnir úr lausu lofti, eru lagðir á samgöngur við Íslandi. Á skipasamgöngur og flugsamgöngur, lífæð Íslands. Og hvað eiga skattarnir að gera? Ekkert, bara fylla fjárhirslur ESB. Refsiskattar eru ekki alvöru skattar, bara fjárdráttur úr vösum fólks. Ekki er hægt að hætta að fljúga til Íslands né færa nauðsynjarvörur til landsins. Eina sem þetta gerir er að gera bara efnuðum Íslendingum kleift að ferðast, hinir þurfa að hírast heima á Íslandi með hækkuðu matarverði vegna loftslagsskatta.
Hvenær ætla Íslendingar að girða sig í brók, ná tökum á landamærum landsins, á samgöngur og stjórnsýslulegu valdi? Getur ókjörin framkvæmdarstjórn suður í Brussel vitað meira um þarfir Íslendinga en valdhafar heima í héraði?
Staldra íslenskir stjórnmálamenn aldrei við og hugsa um framtíðina? Á hvaða vegferð við erum? Ætlum að við vera Íslendingar í framtíðinni eða fjölþjóðaríki með ensku sem aðaltungumálið? Hvað með gildin og hefðirnar? Ekki leita til Alþingis, þar eru engin svör að finna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 24.9.2023 | 12:44 (breytt kl. 17:46) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Innlent
- Rask í kjallara bókasafns
- Ég var vakin klukkan fjögur í nótt
- Fundi frestað: Kennarar vilja breyta tillögunni
- Blóðugur maður á gangi í Breiðholti
- Fimm skiptu með sér bónusvinningnum
- Áfram óvissustig á Austfjörðum fram á mánudag
- Þau bara ætla ekki að gefa sig
- Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
- Byggingarfulltrúi tekur frumkvæði með verkstöðvun
- Mikið vatn ógnaði rafmagni og tölvukerfum
Viðskipti
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
- Ákváðu að bretta upp ermarnar
- Svigrúm fyrir fasteignaeigendur
- Stýrir útilokun fyrirtækja
- Tregða í verðbólgunni
- Að skattleggja eggin áður en hænan verpir
- Vilja leggja fjölmiðlanefnd niður
- Sleggjan breytist í Landfara
- Yfir 700 þátttakendur á ferðakaupstefnu Icelandair
- Fréttaskýring: Hægt að fara nýja leið í stjórnmálum
Athugasemdir
Þess vegna er löggjafarvald Þjóðveldis fyrst og fremst meðal Héraðsþinga þess, svo og skattheimtan.
Guðjón E. Hreinberg, 24.9.2023 kl. 17:34
Já, þjóðveldið var sannarlega gullöld, þótt nútíma sagnfræðingar keppast við að níða tímabilið niður. Hér gátu með frjálst um höfuð strokið án afskipta ríkisvaldsins (skiptir engu máli hvort um kóng eða forsætisráðherra er að ræða) og skattheimta og afskipti í lágmarki.
Íslenska ríkið í dag er alsumlykjandi og með afskipti af öllu, líka einkalífi fólks. Skattar á allt, líka dautt fólk!!!
Dæmi. Fólk finnst bara allt í lagi að ríkisvaldið sé komið í hlutverk foreldra. Hvar endar foreldravaldið og hvar byrjar ríkisvaldið? Er ekkert einkalíf til í dag?
Birgir Loftsson, 24.9.2023 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.