Hollvinasamtök Bjarna Sæmundssonar

Eins og menn vita, sem fylgjast með fréttum, tók rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson niður í Tálknafirði. Skipið virðist ólaskað. 

Annað sem menn vita ekki er að skipta á út þetta hálfra alda gamla rannsóknarskip út fyrir nýtt en smíði nýs skips er hafið. Ætlað er að smíði skips­ins, sem ber sama heiti og núverandi skip, taki 30 mánuði og að það komi til lands­ins haustið 2024.

Hér er fróðleiksmoli af vefsetri Hafrannsóknarstofnunnar:

"Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson HF 30 var smíðað í Þýskalandi árið 1970 og afhent Hafrannsóknastofnun í desember sama ár.

Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, dýpt að efra þilfari er 7,0 metrar. Í skipinu eru þrjár vélar, 410 kw. hver. Ef keyrt er á öllum vélum er ganghraði skipsins um 12 sjómílur.

Á skipinu er 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyrir 13 vísinda- og rannsóknarmenn."

Það verður tilhlökkunnarefni að fá nýtt og sérútbúið rannsóknarskip í stað Bjarna Sæm.  Þótt núverandi skip er í ágætu standi, er það gamalt og úrelt.  

Það er spurning, hvað á að gera við það? Ekki líst mér á að gera það að diskó eða partý skipi í Suður-Evrópu líkt og örlög íslenskra varðskipa virðast alltaf verða. Ekkert rannsóknarskip er til á sjóminjasafni á Íslandi og væri ekki tilvalið að Sjóminjasafnið í Reykjavík eða annað safn taki það að sér?

Byrja má á að stofna hollvinasamtök í kringum skipið, líkt og með varðskipið Óðins. Hollvinasamtök Óðins voru stofnuð árið 2006 í þeim tilgangi að bjarga skipinu og gera að safni. Meðlimir samtakanna hittast mánaðarlega um borð í skipinu, fá sér kaffi og kökur, og spjalla um liðna tíma segir á vefsetri Sjóminjasafns Reykjavíkur.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband