Eins og menn vita, sem fylgjast með fréttum, tók rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson niður í Tálknafirði. Skipið virðist ólaskað.
Annað sem menn vita ekki er að skipta á út þetta hálfra alda gamla rannsóknarskip út fyrir nýtt en smíði nýs skips er hafið. Ætlað er að smíði skipsins, sem ber sama heiti og núverandi skip, taki 30 mánuði og að það komi til landsins haustið 2024.
Hér er fróðleiksmoli af vefsetri Hafrannsóknarstofnunnar:
"Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson HF 30 var smíðað í Þýskalandi árið 1970 og afhent Hafrannsóknastofnun í desember sama ár.
Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, dýpt að efra þilfari er 7,0 metrar. Í skipinu eru þrjár vélar, 410 kw. hver. Ef keyrt er á öllum vélum er ganghraði skipsins um 12 sjómílur.
Á skipinu er 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyrir 13 vísinda- og rannsóknarmenn."
Það verður tilhlökkunnarefni að fá nýtt og sérútbúið rannsóknarskip í stað Bjarna Sæm. Þótt núverandi skip er í ágætu standi, er það gamalt og úrelt.
Það er spurning, hvað á að gera við það? Ekki líst mér á að gera það að diskó eða partý skipi í Suður-Evrópu líkt og örlög íslenskra varðskipa virðast alltaf verða. Ekkert rannsóknarskip er til á sjóminjasafni á Íslandi og væri ekki tilvalið að Sjóminjasafnið í Reykjavík eða annað safn taki það að sér?
Byrja má á að stofna hollvinasamtök í kringum skipið, líkt og með varðskipið Óðins. Hollvinasamtök Óðins voru stofnuð árið 2006 í þeim tilgangi að bjarga skipinu og gera að safni. Meðlimir samtakanna hittast mánaðarlega um borð í skipinu, fá sér kaffi og kökur, og spjalla um liðna tíma segir á vefsetri Sjóminjasafns Reykjavíkur.
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.