Joe Biden út úr heiminum?

Ef horft er á kvöldfréttir RÚV í gærkvöldi (komst ekki hjá að sjá hluta þeirra þar eða annar var að horfa) mættti ætla að Joe Biden væri við hestaheilsu og allt í lagi með kollstykkið á honum. Hann flytur ræðu, að vísu ekki af innlifun, en nokkuð skammlaust.

En ástæðan fyrir að hann getur flutt ræður yfir höfðuð er að hann les af textavél, sem jafnvel heilabilaður maður getur gert.

Eftir ræðuna, tók hann fyrirfram valdar spurningar frá vinveittum fjölmiðlum.  Þá lendir okkar maður í vanda eins og sjá má af eftirfarandi myndbandi.

Joe Biden rambling speech

Það er beinlínis ljótt að tala um líkamlegt eða andlegt ástand fólks og að öllu jafna gerir maður það ekki.  En það er annað mál þegar valdamesti maður heims, sem hefur kjarnorkutöskuna innan seilingar, þá verður maður að vekja athygli á því. 

Það er í raun grimmur leikur að Jill Biden, eiginkona hans og aðstoðarmenn hans, skuli ota fram mann sem greinilega er kominn með elliglöp á háu stigi og láta hann bera byrðir erfðasta starf heims. Hann greinilega ber ekki byrðirnar, hann er 40% tímans í fríi og þegar hann mætir í vinnuna, er dagskrá dagsins þunnskipuð, ef nokkuð er á annað borð á dagskrá.

Það hefur afleiðingar þegar leiðtogi öflugasta hernaðarveldi heims er ekki starfhæfur.  Rekja má Úkraníustríðið til stjórnar hans, staðgengilsstríð, sem heldur því gangandi. Ömurlegur endir á Afganistan stríðinu þegar Bandaríkjaher hörfaði með skömm fyrir illa vopnuðum skæruliðaher hefur sína eftirmála. Óhæfur Bandaríkjaforseti getur leitt til kjarnorkustyrjaldar.

Joe er ekki treystandi til að halda blaðamanna fundi nema með skilyrðum (fyrirfram valdar spurningar og viðmælendur) og hann með minniskort í hendi til að svara rétt.   Hann getur ekki einu sinni ratað af sviði án aðstoðar. Nú gengur hann um borð flugvéla í gegnum landgang aftan til á flugvélinni sem hefur færri tröppur.

En þegar maður horfir á Joe Biden í gegnum íslenska fjölmiðla virðist allt vera í lagi.  Birtir eru ræðukaflar sem hann nokkurn veginn getur lesið sig í gegnum. Er það viljandi gert að birta þessa glansmynd af Joe Biden? Eða eru fjölmiðlarnir sem íslensku fjölmiðlarnir copy/paste sínar fréttir frá, svona hlutdrægir? 

Vinstri fjölmiðlarnir vestan hafs er þó farnir að snúa baki við Biden.  Vinstri menn eru farnir að sjá að hann á í erfiðleikum með að klára þetta kjörtímabil og svo sýna skoðanakannanir að Donald Trump er kominn með forskot á karlinn. Demókratar hafa því ákveðið að henda honum fyrir ljónin.

Hér fer Sky News Australia yfir andlegt ástand Joe Bidens. Hann talar um lestir, bróður sinn, John Wayne og kúreka í ræðu um loftslagsvanda!

Joe minnir mig alltaf á Change, einfeldinginginn í kvikmyndinni Being there, mann sem lifað hafði í einangrum um áratuga skeið og sér veröldina í gegnum sjónvarp, mjög vitgrannur og ólæs sem skyndileg kemst inn í æðsta valdakjarna Bandaríkjanna. Í lok myndarinnar er talað um að gera hann að forseta Bandaríkjanna. Virkar fáranlegur endir og ótrúverður, þar til maður sér valdaferil Joe Biden. Svo eru spillingarmál Joe Bidens annar kapituli út af fyrir sig og Change væri aldrei fær um að fremja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Joe Bidens´s Top 25 Bloopers, Blunders, and Gaffes (gamalt myndband en síðan hefur bæst í pottinn). Hægt að gera heila bíómynd bara með vitleysina sem kemur upp úr honum.

https://www.youtube.com/watch?v=neCj_m2p4i0

Birgir Loftsson, 22.9.2023 kl. 09:40

2 Smámynd: Birgir Loftsson

72% Bandaríkjamanna segja Joe Biden of gamlann. Hér er enn eitt myndbandið um Joe Biden: https://www.facebook.com/watch/?v=958199991936140

Birgir Loftsson, 22.9.2023 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband