Reiðisstjórnun í samfélagsumræðunni

„Mundu að það er ekki nóg að vera laminn eða móðgaður til að verða fyrir skaða, þú verður að trúa því að þú verði fyrir skaða. Ef einhverjum tekst að ögra þig skaltu gera þér grein fyrir því að hugur þinn er meðvirkur í ögruninni. Þess vegna er nauðsynlegt að við bregðumst ekki hvatvíslega við tilfinningum; taktu þér smá stund áður en þú bregst við og þú munt eiga auðveldara með að halda stjórninni.“ — Epictetos, grískur heimspekingur.

Samfélagið sem við búum í dag er nokkuð sérstakt.  Þegar allir geta tekið þátt í samfélagsumræðunni, hvar sem er og hvenær sem er, hættir fólk til að segja eitthvað vanhugsað.  Stundum er það ekki einu sinni vanhugsað, heldur er fólk bara dónalegt og fer í "manninn" með gífuryrðum og sleggjudómum. Eitt algjörlega sérstakt fyrirbrigði er á samfélagsumræðunni en það er að mógðast.

Það er ekki nóg að fólk móðgist fyrir eigin hönd, heldur annarra sem það þekkir ekkert til. Oft byggist móðgunin á misskilningi eða útúrsnúningi á umræðunni.  Koma á höggi á andstæðinginn og því haldið fram fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Allir þekkja samkvæmisleikinn að hvísla einhver orð í eyrun sessunauts, sem hvíslar sömu orð í eyru næsta og svo koll af kolli. Þegar orðið hefur borist hringinn, þá hefur orðið eða setningin oftast gjörbreytt um merkingu. 

Almanna rómur er slæmur dómur.  Þegar einhver verður fyrir ásökunum, er best að bíða aðeins, áður en ætt er inn á ritvöllinn, full(ur) vanlætingu. Þegar fleiri staðreyndir koma fram, kann málið að taka allt annan snúing og framvindan önnur.

Það sem Epictetos sagði er að við ættum að anda með nefinu áður en við reiðumst. Hann sagði ekki að það væri slæmt að reiðast, það er eðlilegt. Það er hægara sagt en gert að reiðast ekki, það þekkjum við öll. Öll reiðumst við en þá er bara að reyna að taka stjórn á sjálfum sér sem fyrst. Það má hafa þetta á bakvið eyrað þegar við opnum munninn til að ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

„Sérhver maður sem getur reitt þig til reiði verður herra þinn;

hann getur aðeins reitt þig til reiði þegar þú leyfir þér að láta hann trufla þig.

— Epictetos

Birgir Loftsson, 21.9.2023 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband