Þeir sem þekkja til sjálfstæðisbaráttu Íslendinga kunna skil á deiluna um hvort eigi að flytja ráðherravaldið til Íslands um aldarmótin 1900 eða sérstakur Íslandsráðherra sæti í Kaupmannahöfn. Deilt var um hvort mynda ætti "Hafnarstjórn" eða "Heimastjórn".
Valtýr Guðmundsson, var helsti forystumaður Íslendinga í íslenskum stjórnmálum um aldarmótin. Valtýr fluttist til Danmerkur um 18. ára aldur og var þar búsettur í 45 ár. Hann var því orðinn meiri Dani en Íslendingur. Það má því ef til vill útskýra hvers vegna hann lagði svo mikla áherslu á að Íslandsráðherra sæti í Danmörku frekar en Íslandi. Það voru tillögur um að hann yrði fyrsti ráðherra Íslands en honum hugnaðist ekki búseta í Reykjavík, sem var hálfgert krummaskuð í samanburði við Kaupmannahöfn þessa tíma.
Valtýr lét eigin hagsmuni ganga fram yfir hagsmuni Íslendinga. Fór það svo að samherjar hans, gáfust upp á honum og snérust á sveif með heimastjórnarflokknum. Úr varð að Hannes Hafsteinn, ekki Valtýr, sem kom til greina, varð fyrsti ráðherra Íslands í heimastjórn Íslands 1904.
Það hafa því verið til "óþjóðhollir" Íslendingar á öllum tímum og jafnvel á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Menn sem eru hollir undir erlendu valdi og eigin hagsmunum.
Forystulið Sjálfstæðisflokksins mætti kíkja í baksýnisspegilinn og horfa á eigin uppruna, sérstaklega þegar flokkurinn á senn aldarafmæli. Hann má ekki gleyma til hvers flokkurinn var stofnaður og að sjálfstæðisbaráttan líkur í raun aldrei.
Sjálfstæðisbaráttan lauk formlega 1944 er Ísland varð lýðveldi en full yfirráð yfir fiskimið landsins komu ekki fyrr en 1976 þegar Íslendingum tókst að flæma Breta úr landhelgi Íslands.
En útlendingarnir koma alltaf aftur tvíefldir, því hér er eftir mörgu að slæjast. Verðmæt orka og fiskur er eitthvað sem sækja má í, ef ekki sælast í stjórnmálaleg yfirráð yfir Íslandi.
Það hafa íslenskir stjórnmálamenn látið ganga yfir íslenska þjóð, að afhenda fullveldi Íslands á silfurfati til erlends valds, ESB, smám saman. Við héldum að við værum að gera viðskiptasamning með EES-samningnum, en athuguðum ekki að eðli ESB breyttist á tímabilinu sem Ísland hefur verið í ESS. Í þrjátíu ár höfum við afsalað okkur völdin í hendur yfirþjóðlegt vald, ESB sem er nú ígildis ríkjasambands, frekar en ríkjabandalags í efnhagsmálum.
"Óþjóðhollir" Íslendingar telja ekkert athugavert við að færa valdið í hendur ESB með bókun 35. Valtýskan lifir enn góðu lífi í hjörtu sumra Alþingismanna og þeir eru sannarlega ekki fulltrúar íslensku þjóðar.
Segjum okkur úr Schengen samkomulaginu sem færir ekkert annað flóðbylgju gerviflóttamanna og endurskoðum ESS-samninginn. Hættu að samþykkja allar samþykktir og álitanir sem koma frá ESB athugasemdalaust eins og við höfum gert í 30 ár. Þetta kallast ekki samningur ef annar aðilinn er með yfirburðarstöðu og hinn samþykkir allt þeigjandi og hljóðalaust.
Áfram Ísland og Ísland fyrst!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.9.2023 | 11:51 (breytt kl. 14:40) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.