Íslandsflokkur í stað Sjálfstæðisflokks?

Don Kíkóti (Don Quixote de la Mancha) Íslands, Arnar Þór Jónsson, er að berjast við vindmyllu Sjálfstæðisflokksins þessi misseri.  Albrynjaður fornum hugsjónum gamla Sjálfstæðisflokksins, hefur hann riðið af stað út í heim í vonlausri baráttu sinni.  Hann gleymir að vísar klukkunnar ganga aðeins til hægri, aldrei aftur á bak.

Sagan af Don Kíkóti kennir okkur að lífið er áskorun. Kíkóti samþykkir ekki núverandi veruleika og lifir í eigin heimi riddaramennskunnar.  Sama mætti segja um Arnar Þór, sem er án Sancho Panza síns en reynir að endurheimta fornar hugsjónir Sjálfstæðisflokksins. Sancho Panza, sem er einfaldur bóndi og jarðbundinn, hélt Don Kítóti nokkuð á jörðinni þegar ímyndunarafl hans tók á flug en Arnar Þór hefur engan slíkan meðreiðarsvein að því virðist.

"Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nein heilög kýr" segir Arnar Þór. Það er alveg rétt.  Stjórnmálaflokkur er hópur manna, misstór, sem hefur fylkt sér undir ákveðnar hugmyndir og hugsjónir til að skapa ákveðna sýn á þjóðfélag.

Viðraðar eru hugmyndir um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum ef bókun 35 ættuð úr smiðju ESB, verður að veruleika og virðist vera kornið sem fyllti mælir Arnars Þórs og upphafið að þessari riddaraferð.

„En ég get ekki neitað því að við mig hefur talað ótrúlegur fjöldi fólks, alls staðar að af landinu, á öllum aldri, sem er um það bil að fá algjörlega nóg af þeim stjórnarháttum og þeirri stefnumörkun sem virðast vera við lýði í Sjálfstæðisflokknum, eins og staðan er í dag. En þetta er ekki komið á þann stað í dag að það sé verið að boða stofnun annars stjórnmálaflokks, en ég held að allir þurfi að átta sig á því að til þess geti komið.“ segir Arnar Þór. Sjá slóð: „Sjálf­stæðis­flokkurinn er ekki nein hei­lög kýr“  Þetta er hótun eða skilaboð, ef menn vilja nota það orð, til flokksforystu Sjálfstæðisflokksins.

Brölt Don Kíkóti hafði áhrif á samtíðarmenn hans. Þótt hugsjónir hans byggðu ekki á veruleikanum, lét hann þær hafa áhrif á samferðamenn sína og virkjaði þá til viðbragða. Sama á við um vegferð Arnars Þórs. Honum hefur tekist að virkja a.m.k. hluta úr Sjálfstæðisflokknum til verka.

Svo er spurning hvort að grasrótin innan Sjálfstæðisflokksins er nógu stór og reið, til að fara gegn stjórnarelítu Sjálfstæðisflokksins. Saga 20. aldar Íslands, er vörðug stjórnmálaflokka sem hafa dáið drottni sínum. Flokkar sem virðast ætla að vera tímalausir en endað í samruna eða dáið út. Man einhver eftir Bjartri framtíð sem átti sér enga framtíð?

Er Sjálfstæðisflokkurinn að þróast frá því að vera fjöldaflokkur yfir í samtryggingarflokk, sem er ný tegund stjórnmálaflokka, oft skilgreindur sem fulltrúi ríkisins sem notfæra sér bjargir þess til að tryggja og viðhalda sinni eigin flokkastarfsemi. Slíkir (samtryggingar)flokkar skilgreinast ekki sem frjáls félagasamtök eins og aðrar tegundir af stjórnmálaflokkum eins og til dæmis fjöldaflokkar þar sem samtryggingarflokkar eru einskonar framlenging á ríkinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viss einkenni samtryggingarflokks en einnig fjöldaflokks, en er stór hluti stjórnkerfisins enda við völd meira eða minna síðan 1929.  Hann er því enn á lífi sem fjöldaflokkur en lifir hann af hundrað ára afmæli sitt?

En hver ræður, landsfundurinn, flokksráðið eða flokksforyrstan? Eftir síðasta fund flokksráðið er ljóst að flokksforystan ræður en ræður hún yfir landsfundinum? Sjá slóð hér að neðan.  Arnar greinilega endurspeglar grasrótina og ekki í uppáhaldi hjá Engeyingum.

Að lokum til umhugsunar og til gamans getið. Ef til klofnings kemur og nýi flokkurinn vantar nafn, væri þá ekki tilvalið að nefna hann Íslandsflokkurinn? Ekki vitlausara heiti en margt annað. Það vísar til þess að Ísland og hagsmunir þess, ganga framar erlendum hagsmunum og flokkurinn sé að berjast fyrir Ísland, ekki erlendu ríkjasambandi í Evrópu.  

Slóðir:

Gengur þvert gegn öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir og verja

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokks: Tillaga um að draga bókun 35 til baka

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband