Samanburður á jarðgöngum til Vestmannaeyja og Suðureyjar

Eins og þeir vita sem fylgjast með Færeyingum, þá eru þeir meistarar jarðgangnagerða.  Þeir lýsa eyjum sínum sem svissneskan ost, svo útúrboraðar eru eyjarnar. En það er ekki allar eyjarnar komnar með brú eða jarðgöng. Þegar Sandeyjargöngin verða tekin í gagnið í desember næstkomandi, sem eru um 11 km löng, eru bara ein erfið og löng jarðgöng eftir. En það eru jarðgöng til Suðureyjar, en sú eyja er fjærst hinum eyjunum 17 sem mynda nokkurs konar eyjaklasa.

Vandamálið er að langt er til Suðureyja frá næstu eyjum.  Næsta eyja er Skúfey sem er smáeyja sem liggur við Sandey. Áætla er að leggja annað hvort brú eða jarðgöng frá Sandi í Sandey til Skúfeyjar og svo neðansjávargöng þaðan til Suðureyjar.  Vegalengdin er 26 km.

Á Sandey mun Sandeyjargöngin opna í desember 2023 og tengja Sandey við Straumey. Þessi göng myndu virka sem fyrsta skref fyrir umferð á leið til Suðureyjar ef Suðureyjagöngin verða að veruleika. Í millitíðinni getur ferjan MS Smyril lagt að bryggju á Sandi í stað Þórshafnar og siglt til Hvalba eins og kom fram sem möguleiki Strandfaraskipa Landsins árið 2023. Þetta myndi stytta siglingatímann í 1 klukkustund og 15 mínútur og gera þannig ráð fyrir auknum tíðni, og færir ferðatímar frá Suðuroy til Þórshafnar að hámarki 2,5 klukkustundir frá húsum til húsa. Hins vegar þyrfti að lengja hafnirnar á Hvalba og Sandi til að koma til móts við MS Smyril.

Þetta mun kosta mikla peninga eða 3,55 milljarða danskra króna eða  6.931.730.000.000 íslenskra kr. ef ég reikna þetta rétt. Þetta er stórfé fyrir lítið samfélag eins og það færeyska er. 

Til samanburðar kosta jarðgöngin til Vestmannaeyja töluverð meiri pening. "Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. lauk kosnaðamati á gerð jarðganga sem vegtengingu milli Vestmannaeyja og Landeyja árið 2007. Niðurstaða matsins var sú að tæknilega væri mögulegt að gera slík göng og að kostnaðurinn yrði líklega á bilinu 50-80 milljarðar króna eftir gerð ganganna „en áhætta er talin mikil“.

Sé framangreind fjárhæð núvirt má ætla að kostnaðarmatið hafi hljóðað upp á tæplega 100-160 milljarðar króna, sé miðað við vísitölu neysluverðs." Sjá slóð: Skoða jarð­göng til Eyja

Í báðum tilfellum spara eyjarnar sig ferjusiglingu sem er dýr rekstur.Landeyjarhöfn kostar sinn skilding, 300 milljónir árlega bara við sanddælingu.

Í frétt DV 2018 segir: "Íslenska ríkið hefur þurft að greiða rúma 2,6 milljarða eingöngu fyrir sanddælingu úr Landeyjahöfn frá opnun hafnarinnar í júlí 2010. Það gera rúmlega 300 milljónir á hverju ári. Þá hafa ýmsar rannsóknir við höfnina kostað 277 milljónir króna. Samandregið er heildarkostnaður vegna byggingar og rekstrar Landeyjahafnar, ásamt kostnaði við rekstur Herjólfs, rúmlega 11 milljarðar króna."

Niðurstaðan er að ef Færeyingar geta farið í stórframkvæmd eins og sjávargöng til Suðureyja, þá ættum við Íslendingar að geta gert það líka. Það er ekki bara kostnaður við gerð jarðganga, heldur sparnaður í rekstri ferja sem mun á endanum borga göngin upp. Þetta er þjóðhagslegur ávinningur. Þetta er helti munurinn á gangnagerð í Færeyjum samanborið við Ísland, ferjukostnaðurinn er stór þáttur í hagkvæmni þess að gera jarðgöng. Á Íslandi er það sparnaður í vegalengdum milli staða.  

Svo er það spurning hvort jarðlög frá Landeyjum til Vestmannaeyja leyfa sjávargöng.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Kosta 70,8 milljarða íslenskar krónur miðað við gengið í dag.Í samanburði eiga nýju Hvalfjarðargöng að kosta um 23 milljarða 7,5km löng

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.9.2023 kl. 09:56

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir að setja töluna í skiljanlegt samhengi Hallgrímur. 

Birgir Loftsson, 18.9.2023 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband