Ad hominem - Aðeins meira um gagnrýna hugsun og skólastarf

Ég hef bent á nauðsyn gagnrýnnar hugsunar og munurinn sem er á slíkri hugsun og skoðun.  Allir hafa skoðun eins og glögglega má sjá af harðri umræðu sem er í gangi í dag. Á markaðstorgi hugmynda verður að leyfa öllum hugmyndum/skoðunum að koma fram, annað hvort til að taka undir eða kveða niður með andsvari. Þetta gerði Sókrates eins og frægt er.

"Heim­spek­ing­ur­inn Sókra­tes hafði meiri áhrif á gang sög­unn­ar með hugs­un sinni en flest­ir aðrir menn. Hug­mynd­ir hans eiga enn brýnt er­indi við sam­tím­ann ef marka má nýja breska rann­sókn, sem bend­ir til þess að með því að kenna 10-12 ára börn­um „að hugsa eins og Sókra­tes“ með sókra­tísku aðferðinni í rök­ræðum, sé stuðlað að viðvar­andi fram­förum í and­legu at­gervi, sem nem­ur sjö punkt­um á greind­ar­vísi­töluskal­an­um.

Þykir þetta sýna að þjálfa megi upp gáf­ur, að sögn breska blaðsins The Daily Tel­egraph" en þetta er tekið upp úr Morgunblaðsgrein.

Sókrates hollur

Reyndar hefur Menntamálaráðuneytið aðeins staðið sig í stykkinu og gefið út heimspekiefni, en málið er bara að það er valfrjálst að stunda heimspeki í grunnskóla.  Benda má til dæmis á 68 æfingar í heimspeki sem Jóhann Björnsson tók saman.

A. Heimspekileikir (heimspekilegar upphitunaræfingar).

B. Skerpt á skynfærunum – Að taka eftir því sem birtist.

C. Að spyrja – Heimspekilegar spurningar.

D. Fullyrðingar.

E. Hugtakagreining.

F. Skapandi hugsun og ímyndunarafl.

G. Hvað skiptir máli? – Um mikilvægi.

H. Siðfræði, siðferðileg álitamál og heimspekilegar hversdagsklípur.

I. Gagnrýnin hugsun og efahyggja.

J. Hugsað heimspekilega um tungumálið, skólann, tóbak, áfengi og önnur vímuefni.

Eru þetta ekki frábærar æfingar fyrir barnið til að verða gildur borgari í framtíðinni? Eitt er öruggt, barnið verður betri námsmaður og persóna.

Í flóði upplýsinga nútímans, rangfærslna, óreiðu og gervigreindar, er ekki full nauðsyn að einstaklingurinn geti vinsað úr og greint það sem virkilega skiptir máli?

Rökbrot, felur í sér að draga athygli að persónu andstæðings í rökræðum í stað þess að hala sig við málefni og rök (versta sem maður gerir í rökræðum). Er þetta ekki einkenni nútíma umræðu í dag? Væri samfélagsumræðan ekki aðeins gáfulegri ef flestir hefðu tileinkað sér lágmarksþekkingu í heimspeki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband