Embættisbrota rannsókn á störf Joe Biden hafin

Fréttir af brandarískum stjórnmálum eru oft í skötulíki. Fréttirnar eru slitróttar og án samhengis. Stundum þarf að geta í eyðurnar og stundum er bara þögn. 

Lítið fer fyrir þeirri stórfrétt að Bandaríkjaþing hefur hafið rannsókn á embættisferli Joe Bidens. Þingmenn Fulltrúardeildarinnar gáfust upp á seinagangi dómsmálaráðuneytisins undir forystu Merrick Garlands og FBI á spillingarmálum sem tengjast Hunter Biden og þeir telja nái alla leið til sjálfs forsetans.

Ljóst er að FBI hefur ekki staðið sig í stykkinu við rannsókn á spillingarmálum Biden fjölskylunnar og beinlínis staðið í veg fyrir rannsókn. Þetta hefur leitt til þess að málsóknir gegn Hunter Bidens hafa fyrnst.

En Hunter er bara peð í málinu og væri ekki frétt, ef það væri ekki fyrir að hann er sonur forseta Bandaríkjanna. Og það að hann sé tengiliður fjölskyldunnar gagnvart erlendum öflum sem vilja beita mútum til að hafa áhrif innan efsta lag stjórnmálakerfis landsins er litið alvarlegum augum í Bandaríkjunum.

Málið er hið alvarlegasta, því að þótt Richard Nixon, Bill Clinton og Donald Trump hafa verið ákærðir fyrir embættisafbrot, voru mál þeirra ekki eins alvarleg og eru gegn Joe Biden. Hér er átt við að í sjálfri stjórnarskrá Bandaríkjanna er klásúna um mútur og landráð sem gætu átt við í máli Joe Bidens. Aldrei í bandarískri sögu hefur verið vafi um heillindi Bandaríkjaforseta gagnvart eigin þjóð og stjórnarskrá.  Að forseti Bandaríkjanna sé í vasa erlendra ríkja, og þar hafa Rússland, Kína og Úkranía, verið efst á blaði, er einstætt mál í bandarískri sögu.

Þingmenn Bandaríkjaþings hafa þurft að beita hörðu gagnvart FBI til að fá upplýsingar, sem þeir saka um yfirhylmingu í málinu.  Með því að formleg rannsókn Bandaríkjaþings er hafin, hefur þingið stefnurétt og getur sótt skjöl til FBI og bönkum sem sjá um fjármál Joe Bidens.

Þrátt fyrir enga aðstoð FBI og dómsmálaráðuneytis Merrick Garlands, hafa þingmenn grafið upp margar óþægilegar staðreyndir um mál Bidens með hjálp uppljóstrara.

Mútuþega ásökunin er byggð á upptöku af Biden sjálfan ræða um múturgreiðslu.

Á vefsetri Bandaríkjaþings, nánar tiltekið Fulltrúardeildarinnar er vefefni sem nefnist Biden Family Investigation

Þar kemur fram í yfirliti að: "Formaður eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar og James Comer ásamt öðrum Repúblikönum í nefndinni eru að rannsaka innlend og alþjóðleg viðskipti Biden fjölskyldunnar til að ákvarða hvort þessi starfsemi skerði þjóðaröryggi Bandaríkjanna og getu Biden forseta til að leiða þjóðin á hlutlausan hátt." Og þar segir jafnframt:

"Meðlimir Biden fjölskyldunnar hafa myndað það mynstur að selja aðgang að æðstu stjórnsýslustigum til að auðga sig, oft í óhag fyrir bandaríska hagsmuni. Við erum staðráðin í að fylgja eftir peningaslóð Biden fjölskyldunnar og félaga - sem samanstanda af mörgum flóknum alþjóðlegum viðskiptum upp á milljónir dollara - og veita bandarísku þjóðinni svör. Bandaríska þjóðin á skilið að vita hvort tengsl forsetans við viðskiptasamninga fjölskyldu hans hafi átt sér stað á kostnað bandarískra hagsmuna og hvort þau séu þjóðaröryggisógn."

Og svo er sagt hvað er komið í ljós skv. orðum James Comers:

"Sönnunargögn sem repúblikanar nefndarinnar hafa afla sýna að Joe Biden laug að bandarísku þjóðinni um þátttöku sína í viðskiptakerfum fjölskyldu sinnar. Biden fjölskylduviðskiptamódelið er byggt á pólitískum ferli Joe Biden og tengslum við Joe Biden sem „stjórnarformann.“ Biden fjölskyldumeðlimir seldu aðgang í hagnaðarskyni um allan heim í óhag fyrir bandaríska hagsmuni. Ef Biden forseti er í hættu vegna samninga við erlenda andstæðinga og þeir hafa áhrif á ákvarðanatöku hans er þetta ógn við þjóðaröryggi. Bandaríska þjóðin á skilið gagnsæi og ábyrgð á áhrifum Biden fjölskyldunnar. Með nýjum meirihluta repúblikana munu eftirlitsnefnd repúblikana halda áfram að þrýsta á um svör til að upplýsa lagalausnir til að koma í veg fyrir þessa misbeitingu valds."
 

Aðal sönnunargögnin eru talin upp og þau eru eftirfarandi, fyrir þá sem það vilja lesa:

Key Evidence:

 Umræðan um spillingu Joe Bidens á Bandaríkjaþingi

 Hér er athyglisverð umræða um hvort Bandaríkin falli eins og Róm 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband