Það fyrsta sem flestir nemenda í háskólum landsins þurfa að læra er gagnrýnin hugsun á ákveðnum námskeiðum. Þeir þurfa líka að læra aðferðafræði viðkomandi námsfags en hún undantekningalaust kennir aðferðir sem eru byggðar á gagnrýnni hugsun.
Vísindaleg vinnubrögð byggjast á staðreyndum sem ákveðinn þekking er byggð á. Aldrei má vísindamaðurinn blanda saman skoðun sína eða tilfinningu í rannsóknum sínum, það skekkir að minnsta kosti vísinda niðurstöðuna, eða þá kolröng niðurstaða gefin fyrirfram.
Hinn trúðaði segist trúa og viðurkennir þar með að hann viti ekki. Það er heiðarleg niðurstaða og allir vita hvað átt er við og taka hana eins og hún er. Kíkjum á skilgreiningar á skoðunum og gagnrýna hugsun samkvæmt ChatGPT:
"Gagnrýnd hugsun og skoðun eru bæði hugtök sem tengjast því hvernig einstaklingar túlka og velta fyrir sér hugmyndum og skoðunum. Það er hins vegar munur á þeim tveimur:
Gagnrýnd hugsun (critical thinking):
- Gagnrýnd hugsun er ferli sem felst í að skoða, meta og rannsaka hugmyndir, fullyrðingar og ályktanir með hliðsjón af rökræðu og rökinu sem liggja að baki þeim. Markmiðið er að skilja og greina hvaða rök og gögn liggja til grundvallar ályktunum.
- Gagnrýnd hugsun byggir á rökræðu, skoðunarflæði, aðgreiningu hugmynda, staðhæfinga og niðurstaðna, og að meta og rannsaka þær með vísindalegum hætti.
- Hugmyndin er að gagnrýnd hugsun sé óhlutdræg, vísindaleg, og leiði þátttöku að betri skilningi og ályktunum sem byggja á sterkri rökfærslu.
Skoðun (opinion):
- Skoðun er skoðun einstaklingsins, persónuleg skoðun sem byggir á því hvernig hann upplifir og túlkar heiminn. Hún getur verið byggð á skoðunum, trú, persónulegum upplifunum, menningarlegum áhrifum og mörgum öðrum þáttum.
- Skoðanir eru oftast ekki vísindalegar eða röklegar, heldur eru þær hvernig einstaklingur upplifir eða telur vera rétt eða rangt, og þær geta breyst með tímanum eða með nýjum upplifunum.
- Skoðanir eru oftast persónulegar og undantekningar, og þær kunna að vera á móti opinberum skoðunum eða almennu samkomulagi."
Af þessu má sjá að woke menningin sem byggist mest megnið á skoðunum og persónulegu sjónarhorni einstaklingsins, án nokkurra tengsla við vísinda hugsun og aðferð, fer ekki saman við almenna skynsemishyggju. Og það er algjört glapræði að blanda woke fræðin saman við almenn vísindi í háskólakennslu.
"Woke menningin" er oft lýst sem áherslu á samfélagsleg réttindajöfnuði, fjölbreytileika og kynjajafnrétti. Gagnrýnendur hennar geta hins vegar litið svo á að það sé hætta á of mikilli áherslu á þessum þáttum, svo að það verði takmarkað rými fyrir fjölbreytileika hugsunar og gagnrýna hugsun. Verst er þegar woke kenningin hefur læðst inn í háskólakennslu og alls kyns fræði, byggð á hindurvitni og ranghugmyndum, hafa myndað kennslugrundvöll á þessum "fræðum".
Af þessu má draga ályktun að samfélagið, þar með skólasamfélagið, hefur litast um og of af ofangreindri woke menningu.
Woke menning getur verið dragbítur á framþróun samfélagsins, jafnvel hamlað hana. Það er því full þörf að kenna börnunum sem fyrst sjálfstæða hugsun - gagnrýna hugsun, í skólum landsins.
Alls kyns upplýsinga óreiða er í gangi á samfélagsmiðlunum, en í stað þess að banna og hamla, eins og vinstri sinnaðir wokistar vilja gera, ætti að kenna ungmennunum að vinsa út vitleysuna frá staðreyndum.
Af því að heimurinn er síbreytilegur, upplýsingarnar eru margbreytilegar og flestar nýjar, verður að kenna gagnrýna hugsun og það er ekki hægt eitt skipti fyrir öll. Það er ekki gert með sjálfs ritskoðun, bælingu hugsana né með valdboði að ofan.
Að lokum, besta leiðin til að öðlast gagnrýna hugsun er í gegnum heimspeki nám, sem getur verið sniðið að hugarheimi ungmennanna. Kennum heimspeki, sérstaklega mætti kenna sókratíska aðferðafræði sem byggist á rökræðu, spurningum og athuganum um siði og siðferði - rökræður og samræður. Þessi aðferðafræði er undirstaða vísindalega aðferðafræði.
Sókratísk aðferðafræði og vísindaleg aðferðafræði eiga bæði það sameiginlegt að þær leggi áherslu á leit að réttum niðurstöðum og skoðunum, en þær nota mismunandi aðferðir til að ná þessum markmiðum. Sókratísk aðferðafræði byggir á rökræðu, spurningum og samræðu til að rannsaka hugmyndir og siði, meðan vísindaleg aðferðafræði leggur áherslu á kerfisbundna rannsókn og skýringu á orsökum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heimspeki, Menntun og skóli | 15.9.2023 | 08:01 (breytt kl. 10:27) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.