Hugmyndafræði Vesturlanda á villigötum?

Fræðimönnum finnst mörgum hverjum gaman að "kjamsa" á að vestræn menning sé í hnignun.  Að Evrópa sérstaklega sé á fallandi fæti. Vestræn menning hefur ráðið ferðinni síðastliðin 300 ár (með nýlendu myndun og dreifingu verstrænna hugmynda) eða jafnvel lengur, ef við teljum með landafundina. Þessi stórkostlega hugmyndafræði, ættuð úr forn-grískri menningu, hefur knúið heimininn áfram með tækninýjungum og frjálsri hugsun, er undirstaða heimsmenningunnar í dag og kemur úr grískri heimspeki.

En það er ákveðin sjálfseyðingar hnappur innbyggður í vestrænni hugsun/menningu. Lýðræðið eyðir sjálft sig með frjálsræði (leyfir einræðinu að komast að, sbr. Þýskaland nasismans) eða kapitalisminn sem óheftur eyðir allri samkeppni (auðhringa myndun).

Evrópa beið álitshnekki eftir seinni heimsstyrjöldina en anginn af vestrænni menningu, Bandaríkin, bjargaði því sem bjarga varð. Bein yfirráð vestræna ríkja yfir nýlendum sínum leið undir lok en óbein yfirráð tóku við.

Það er eins með óheftan kapitalisma og lýðræði og frjálsa hugsun (tjáningarfrelsi) óheft frjálsræði leiðir til jaðarmenninga sem ef til vill eru ekki hollar fyrir megin menninguna.  Undirstaðan, hefðbundin gildi verða undir og öfughyggja ofan á.  Þetta sjá önnur ríki en vestræn.  Þau vilja áfram að njóta það jákvæða sem kemur frá vestrænum ríkjum sem er tæknin en hafna afstæðishyggju vesrænna manna.

Mörg lönd og svæði um allan heim hafa hafnað eða staðið gegn vestrænni hugmyndafræði eða hafa valið að taka upp aðra hugmyndafræðilega ramma af ýmsum ástæðum. Það er nauðsynlegt að viðurkenna að ekki öll lönd eða svæði sem hafna vestrænni hugmyndafræði í heild sinni og umfang og eðli höfnunar getur verið mjög mismunandi. Hér eru nokkrar algengar ástæður fyrir því að sum lönd hafna vestrænni hugmyndafræði eða hliðum þeirra.

Menningarlegur og trúarlegur munur. Sum lönd hafna vestrænni hugmyndafræði vegna þess að þau telja hana ósamrýmanlega menningarlegum eða trúarlegum viðhorfum þeirra. Til dæmis geta sum íslömsk lönd staðið gegn vestrænum félagslegum viðmiðum eða gildum sem þau telja andstætt íslömskum meginreglum þeirra. Eins öfugsnúið og það er, þá leita margir einstaklingar frá þessum löndum í frelsi vestursins en þangað komið, hafna þeir og velja. Vestræn velmegun og velferðakerfi laðar að, ekki vestræn hugsun. 

And-heimsvaldastefna og and-nýlendustefna. Mörg lönd í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku hafa kvartað yfir vestrænni nýlendustefnu og heimsvaldastefnu. Þar af leiðandi geta þau hafnað vestrænni hugmyndafræði sem hluta af mótstöðu sinni gegn því sem þau líta á sem vestræn yfirráð eða menningarlega heimsvaldastefnu.

Pólitísk hugmyndafræði er hluti af höfnuninni. Lönd með mismunandi pólitíska hugmyndafræði, svo sem sósíalista eða kommúnistastjórnir, geta hafnað vestrænum kapítalisma og frjálslyndu lýðræði í þágu eigin hugmyndakerfis. Þessi ríki eru reyndar orðin fá í dag en því harðskeyttari.

Þjóðerniskennd getur leitt til þess að sum lönd hafna vestrænni hugmyndafræði þar sem þau setja eigin menningarlega sjálfsmynd og þjóðarhagsmuni fram yfir vestræn áhrif. Nýlendutíminn er enn í fersku minni margra. Þótt nýlendutíminn hafi fært fram framfarir efnahagslega, hafa þær ekki verið stjórnmálalega.

Efnahagslegir hagsmuni eru mikilvægir. Sum lönd geta hafnað ákveðnum þáttum vestrænnar efnahagslegra hugmyndafræði, svo sem nýfrjálshyggju, sem stuðlar að frjálsum markaði, afnámi hafta og einkavæðingu. Þau geta haldið því fram að slík stefna gagnist vestrænum fyrirtækjum á kostnað staðbundinna hagkerfa og launafólks. Þetta er rétt þegar litið er á yfirgang stórfyrirtæka sem eru orðin svo voldug, að þau eru efnahagslega sterkari en flest ríki. Þau valta yfir stjórnmálaelítu viðkomandi lands með mútum og jafnvel valdaránum.

Sögulegir þættir skipta máli. Söguleg átök eða deilur við vestræn lönd geta stuðlað að höfnun vestrænnar hugmyndafræði. Lönd með sögu um landnám eða hernaðaríhlutun vestrænna ríkja kunna að bera gremju gegn vestrænum ríkjum. Sjá má þetta með velgengni Kínverja í Afríku, þar bjóða Kínverjar fram efnahagsaðstoð án þess að krafan um vestrænt lýðræði fylgi með.

Hugmyndafræðileg samkeppni er á alþjóðavettvangi, þar sem mismunandi lönd og svæði geta kynnt eigin hugmyndafræði sem valkost við vestræna. Til dæmis hefur Kína kynnt fyrirmynd sína um auðvaldskapítalisma sem valkost við vestrænt frjálslynt lýðræði. En hvort þessi tilraun heppnist, er óvíst.  Um þessar mundir er kínverski kommúnistaflokkurinn farinn að skipta sér um og of af kínversku einkaframtaki og kapitalismi með ríkisafskiptum kann ekki góðri lukku að stýra.

Í dag virðist umheimurinn vera orðinn þreytur á Vesturlöndum. Þau síðarnefndu bjóða bara upp á arðrán (nú stórfyrirtækja í stað stórvelda), sífelld stríð (ef ekki innbyrgðis, þá með afskiptum erlendis, sbr. Frakkar í Afríku og Bandaríkjamenn um allan heim).

Kjarninn í vesrænni hugsun er holur.  Gildi sem sannarlega hafa haldið vestrænum ríkjum saman, eru fordæmd af vinstri mönnum og brotin niður. Fólk nennir ekki að eignast börn í efnishyggjuleit sinni og sjálfselsku eða rækta fjölskyldutengsl sín. Fólk er týnt í tækniheiminum, lítur ekki upp úr farsímanum þegar það gengur yfir götu.

Sumum finnst þó þróunin í vestrænum ríkjum vera frábær. Þetta sé eðlilegt allt saman. Sérstaklega sósíalistar eða vinstri menn eru hrifnir. En við höfum séð þetta áður í mannkynssögunni. Ekkert ríki eða menning lifir að eilífu, sérstaklega með slíka sjálfeyðingarhvöt.

Enginn vill taka ábyrgð, ekki einu sinni á eigin lífi og kennir samfélaginu um kúgun sína  eða segir að samfélagið sé byggt á feðraveldi. Jarðarhugsun og í raun andfélagsleg hugsun, á að vera viðurkennd af fjöldanum, með góðu eða illu. Rangt er rétt og öfugt. Þjóðfélagið úr skáldsögunni 1984 raungert. Sá sem mótmælir, og sér ekki ljósið, er fordæmdur á samfélagsmiðlum. Einstaklingshyggjan hefur snúist upp í andhverfu sína.

Er þetta fyrirmyndin sem önnur ríki í heiminum eiga að leita visku til?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Vestræn menning er; rómversk lög, grísk menning, kristin siðfræði. --Vestur og austur róm (catholic and byzanz/orthodox).

Húmanisminn sem toḱ við upp úr 1551 er byggður á skólasæeki vesturhlutans. Þetta er allt saman hrunið, en það er 25 alda gamalt.

Guðjón E. Hreinberg, 11.9.2023 kl. 12:50

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Afsakið ritvillur :)

Guðjón E. Hreinberg, 11.9.2023 kl. 12:50

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Ekkert mál Guðjón.  Erfitt að eiga við ritvillur, ef maður getur ekki leiðrétt eftir á. 

Rétt er það, vestræn menning er fallin, a.m.k. hluta til, en hvað tekur við? Mun tæknin leysa þjóðfélagsvanda framtíðarinnar?  Eða verður framtíðarsýn skáldsögurnar 1984 og Hin nýja bjarta veröld verða ofan á?

Birgir Loftsson, 11.9.2023 kl. 13:08

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Vestræn menning er fyrst og fremst fallin vegna tveggja atriða, annars vegar sinnuleysis hins almenna manns og hins vegar vegna einbeittrar niðurrifs- og sundrunarstarfsemi fólks sem aðhyllist Marxiska hugmyndafræði (Dialectic).

Dialectic er það sem fellir allar siðmenningar og sértaklega útbreiddar (heimsveldi), og hefur verið vandlega skráð hvernig það gerist allar götur síðan Platón gerði því fyrst skil.

Þá er ráðið gegn þessu einnig vel skráð, en sinnuleysi kemur í veg fyrir að því sé sinnt.

Guðjón E. Hreinberg, 11.9.2023 kl. 18:27

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Amen við því. Auðvelt er að komast hjá gagnrýni með því að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.

Birgir Loftsson, 12.9.2023 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband