Að hlusta á börn tala í dag getur verið tyrfið. Þau eru flest öll í tölvuheiminum drjúgan hluta dagsins. Þar er ríkjandi tungumál enska.
Foreldrar eiga í raun frekar lítinn tíma með börnunum sínum dags daglega, a.m.k. á virkum dögum. Börnin eru í skóla. Foreldrar geta því ekki leiðbeint um rétt málfar. Svo taka húsverkin, matarinnkaupin og eldamennskan við í lok vinnudags og komið er fram á kvöld þegar sest er niður. Það eru því frekar fáir tímar sem foreldrar eyða með börnum sínum og geta þannig haft áhrif á málfar þeirra.
Það er því skólinn, vinirnir sem eru á sama aldri og netið/tölvuleikirnir sem kenna börnunum íslensku að mestu leyti. Tölvuleikirnir taka tíma frá lestri bóka. Fyrir vikið er orðaforði barna minni en áður og í raun frekar fábrotinn. Þau grípa því til ensku og búa til blending af íslensku og ensku. Openaðu gluggann; seifaðu playið o.s.frv. segir barnið þegar það skortir orð.
En þrátt fyrir litla samveru með barnið (þetta er alhæfing sem á ekki við um alla foreldra en virðist vera algengt) geta foreldrar haft áhrif. Þeir geta leiðrétt börnin þegar þau koma með enskusléttur. En ég er ekki svo viss um að foreldrar yfirleitt nenna því eða hafi orðaforða sjálft til að leiðrétta. Þegar maður hlustar á ungt fólk, sem e.t.v. er orðið foreldrar, finnst manni orðaforði þess og málfar ábótavant. Mikið um enskusléttur hjá fullorðnu fólki.
Það þarf ekki annað en að fylgjast með athugasemda reiti samfélagsmiðlanna til að sjá urmull stafsetningavilla, ranga málfræði en síðan en ekki síst dónaskapinn í athugasemdum þess til að hugleiða að eitthvað er að í uppeldi og námi fólks í dag.
Íslensku nám er ekki bara að læra að lesa og skrifa íslensku, auka orðaforða og læra stafsetningu í skóla; það er vegferð lífsins og við erum alla ævi að læra íslensku.
----
Þeir sem kunna að lesa geta eflt sjálfa sig, fjölgað möguleikum sínum, gert lífið fyllra, þýðingarmeira og áhugaverðara.
Aldous Huxley
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menntun og skóli | 8.9.2023 | 18:21 (breytt kl. 21:38) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Skomplikowane w pracy... lyudy z bahatʹokh krayin... ninguém ouve nada... Kōnyū-sha wa nani mo rikai shite inai.
Sem er vandamálið hér í Eyjum í hnotskurn.
Bara bentu og kinkaðu kollið. Það finnst út úr þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.9.2023 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.