Óþarfi að hækka stýrisvexti með lækkandi verðbólgu

Það er verið hengja bakarann fyrir smiðinn. Orsök verðbólgunnar liggur ekki hjá heimilunum, heldur hjá ríkisvaldinu og sveitarfélögunum.  Heimilin hafa tekið á sig verðbólgu hækkunina og þær launahækkanir sem hafa komið á móti, hafa verið lægri en verðbólgan. Í raun hafa heimildin tekið á sig kjaraskerðingu í formi lægri kaupgetu. Húsnæðismarkaðurinn er að kólna en hann er ein driffjöður hærra verðlags.

Skuldsetning ríkis og sveitafélaga og hallarekstur leiðir til verðbólgu. Minni eftirspurn beggja aðila eftir fjármagni með sparnaði og aðhaldsaðgerðum minnkar verðbólguþrýstingin en ekkert aðhald er enn komið.

Stjórnvöld ættu því að líta í eigin barm áður en þau nota Seðlabankann til að pönkast í almenning sem þarf að sætta sig við hækkandi vöruverð, lægri raunlaun og háa skattlagningu ríkis og sveitarfélaga. 

Skatta árátta er slík að leitun er að öðru eins. Alltaf er hægt að eyða peningum annarra (skattgreiðenda) í alls kyns óþarfa og kemur ekki kjarnastarfsemi ríkis við, s.s. nýjasta nýtt sem er þjóðarópera sem skattgreiðendur þurfa að borga, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Af hvejru geta einkaaðilar ekki séð um rekstur óperu, líkt og á tímum Mozart og hér á Íslandi hingað til?

Auðvitað eru verkefni ríkisins mörg og margt á eftir að gera, til dæmis í vegamálum, en ríkið er að flækjast í ýmsu sem það á ekki að koma nálægt. Dæmi, Ríkisútvarpið RÚV - Ríkisrekið Útvarp vinstrimanna (aukaskattur sem ríkið neyðir hvern einasta einstakling yfir 18. ára aldur og fyrirtæki að greiða fyrir með nauðung). Og ríkið selur áfengi og tóbak í einokunarsölu (smásölu), af hverju? Nú vilja Færeyingar leggja af einkarétt ríkisins til að selja áfengi í Færeyjum. 

Landsstýrið vil avtaka einkarrættin hjá Rúsuni at selja rúsdrekka

Svo er verið að henda hundruð milljóna í meðgjöf fyrir fjölmiðla og stjórnmálaflokka og ýmis konar menningarstarfsemi. Er almenningur að biðja um það?  Nei, hann hefur ekkert að segja á meðan stóri bróðir seilist dýrpa í tóma vasa. Allt telur til skulda, sama hversu há upphæðin er.

Seðlabankinn hefði a.m.k. átt að halda sig við óbreytta stýrisvexti eða jafnvel að lækka þá í takt við lækkandi verðbólgu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Wikipedia: "Verðbólga er hugtak í hagfræði, og mælir verðhækkun yfir ákveðið tímabil og er oftast miðað við 12 mánaða tímabil. Þegar talað er um verðbólgu er venjulega átt við almenna hækkun í verði vara og þjónustu sem heimili neyta. Verðbólga kemur fyrst og fremst til vegna peningaprentunar. Kostnaðarverðbólga er verðbólga sem er tilkomin vegna þess að laun hækka umfram framleiðniÓðaverðbólga var heiti sem notað var í fjölmiðlum á 8. áratug 20. aldartil að lýsa verðbólgu á Íslandi og víðar í heiminum, þar sem verðhækkanir mældust í mörgum tugum prósentna á ársgrundvelli eða jafnvel vel yfir 100%. Verðhjöðnun er andstæða verðbólgu og þýðir að verðlag lækkar: þ.e.a.s. að verð á vörum og þjónustu lækkar."

Sum sé núverandi verðbólga er vegna peninga prentunar hins opinbera (skuldasöfnun) en EKKI vegna kostnaðar verðbólgu, því að launahækkanir almennt náðu ekki verðbólgu stiginu.

Birgir Loftsson, 24.8.2023 kl. 17:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stærstur hluti peningamagnsins er "prentaður" af bönkum með útlánum, þó vissulega geti ríkisfjármál líka haft sambærileg áhrif ef þeim er ekki stjórnað skynsamlega. Ef útlánaaukning bankanna er skoðuð á sama línuriti og peningamagn í umferð sést augljóst samhengi þar á milli.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2023 kl. 19:25

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Mikið rétt að benda á hlut bankanna, takk fyrir Guðmundur.

Birgir Loftsson, 24.8.2023 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband