Hvað á þetta sameiginlegt? Let´s go Brandon, Sound of Freedom og Rich men north of Richmond?

Jú, öll þessi fyrirbrigði urðu til hjá venjulegu fólki í Bandaríkjunum sem er búið að fá sig fullsatt af viðhorfum elítunnar og meginfjölmiðla gagnvart því. Það er að senda frá sér ákveðin skilaboð, n.k. sjálfsprottin viðbrögð.

Þetta fólk er bara venjulegir borgarar, sem kaupir sér húsnæði, stofnar fjölskyldu, mætir í vinnu og borgar skatta. Og það sendir syni sína og dætur í stríð elítunnar. En elítan í Washington DC og fjölmiðlar gefa skít í hvað það gerir, svo lengi sem það borgar skatta ofan á lágar tekjur þeirra. Þetta er fólkið sem býr í miðríkjum Bandaríkjanna, fólkið sem býr ekki í stórborgunum á vestur- og austurströnd Bandaríkjanna. Það býr í smáborgum, bæjum og sveitum landsins og er almennt hunsað.

Enginn nennir að tala við það, nema þegar stjórnmálamaðurinn rennur í gegnum bæinn á kosningaári, á hraðferð og segir "hi and bye!" Allt þar til að Trump fattaði að þarna væri óplægður kosningaakur. 

Þarna eru milljónir manna sem mætti ekki á kjörstað vegna þess það finnst atkvæði þessi skipti ekki máli og stjórnmálamönnum alveg sama um það. En þetta fólk er það sem stóð að baki kosningasigurs Trumps 2016 og hann fékk 75 milljónir atkvæða 2020 (jók fylgi sitt um 8 milljónir). Hann fór inn á hvert einasta krummaskuð og hélt kosningafundi. 

Og vanrækta fólkið, sem fékk forsetaframbjóðanda í fyrsta sinn í bæinn sinn, mætti og varð hrifið. Loksins einhver sem tala máli þeirra, bænda og verkamanna, einhver sem barðist gegn útvistun verksmiðjustarfa til Kína og fyrir málstað bænda, einhver sem lokar á landamæri svo það þurfi ekki að keppa við nánast ókeypis vinnuafl frá latnesku Ameríku og Trump gerði betur, hann barðist fyrir gildum þess. Guð, fjölskyldan og landið.

Nú hefur þetta fólk verið án málsvara í nánast þrjú ár. Jafnt Repúblikanar og Demókratar á Bandaríkjaþingi sem og á þingum ríkjanna ná ekki til þessa fólks. Það finnur ekki að stjórnmálamennirnir séu í raun að berjast fyrir málstað þess.

En það heyrist í því við og við, óvænt. Tökum þrjú dæmi. Byrjum á Let´s go Brandon sem ég skrifaði grein um. Sjá hér að neðan. Þetta slagorð varð til fyrir tilviljun.

Þetta hófst á Talladega Superspeedway. Brandon Brown ökukappi var nýbúinn að vinna NASCAR kappakstur. Og íþróttafréttakonan Kelli Stavast sagði á einum tímapunkti í viðtali við hann að hún tæki eftir það hvernig áhorfendur virtist syngja honum til heiðurs: „Við skulum fara, Brandon!"

Því miður, það er í raun ekki það sem þeir voru að söngla. Ekki einu sinni nálægt því. Fólkið var mjög greinilega að ávarpa Biden forseta, ekki Brandon. Aðeins, með f-sprengju fyrir framan nafnið í stað „Við skulum fara!“

Svo er það kvikmyndin Sound of Freedom. Holywood vildi ekki fjármagna myndina, en hún kemur inn á barnaníð (tengt Holywood á óþægilegan hátt) og mansal. Hún var gerð af litlum efnum og í aðalhlutverkinu er leikari sem woke liðið hafði hafnað.

Sound of Freedom eða Hljómur frelsis er byggð á sannri sögu Tim Ballard, umboðsmanns innan heimavarnarráðuneytisins sem verður svekktur yfir starfi sínu vegna þess að hann getur í raun ekki bjargað svo mörgum börnum sem eru seld í mansal á heimsvísu. Hann ákveður að yfirgefa stofnunina til að bjarga börnum sem eru seld mansali frá, eins langt í burtu og Mexíkó og Kólumbíu.

Venjulegir Bandaríkjamenn elska greinilega Hljóm frelsis (e. Sound of Freedom) og kjósa með fótunum og mæta í bíóhúsin. Svo, hvers vegna hata fjölmiðlar kvikmyndina?  Washington Post sakaði aðstandendur Sound of Freedom um að „rugla sannleikann um misnotkun á börnum og koma til móts við QAnon samsæriskenningasmiðjuna".

Í fyrirsögn sinni taldi The Guardian myndina vera „QAnon-aðliggjandi spennumynd sem tælir Bandaríkin“ og sagði velgengni hennar vera „ósmekklegt net "astroturfed boosterism" meðal öfgahægri jaðarhreyfinguna.

Kvikmyndin í raun endurspeglar handónýta stefnu núverandi stjórnar Bandaríkjanna í landamæramálum landsins. Inn um galopin hlið landamæra Bandaríkjanna streyma milljónir manna árlega, sumir segja sex eða fleiri milljónir. Og afleiðingin er skelfileg fyrir fólkið sem leitar í gegnum landamærin. Konum er nauðgað, seldar í vændi við komuna  til Bandaríkjunum og börnin líka. Karlarnir látnir vinna á þrælavinnustöðum (e. sweatshop). Hátt í hundrað þúsund börn hafa horfið eftir að þau fóru í gegnum landamæraeftirlit Bandaríkjanna og enginn veit hvar þau eru í dag.

Svo er það nýjasta fyrirbrigðið. Kándrílagið Rich men north of Richmond í flutningi Oliver Anthony sem varð fyrsti listamaðurinn til að eiga frumraun á toppi Billboard Hot 100 þrátt fyrir að hafa enga fyrri sögu á vinsældalista, með lag sem hefur vakið bakslag fyrir staðalmyndir sínar um velferðarþega Bandaríkjanna. Fyrir þremur vikum var hann algjörlega óþekktur bóndi sem spilaði fyrir tuttugu manna áhorfendahóp. En lagið hans hitti á veika taug hins venjulega borgara. Það fjallar um elítuna í Washington DC (sem er rich men north of Richmond) sem gefur skítt í líf venjulega Jóns og Gunnu Bandaríkjanna og um líf hins venjulega Bandaríkjamanns sem þrælar í láglaunastarfi.

 

Let´s go Brandon

Sound of Freedom - Official Trailer (2023)

Oliver Anthony - Rich Men North Of Richmond


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Kaninn grætur yfir laginu Rich men north of Richmond... svo nær það til sálar fólks.

https://www.facebook.com/JoeDanGorman/videos/648450367240987/

Birgir Loftsson, 22.8.2023 kl. 18:35

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Flóttabörn misnotuð í Bandaríkjunum.

https://fb.watch/mAZ6DtPho7/

Birgir Loftsson, 22.8.2023 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband