Í þessari könnun var spurt: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að NATO setji upp herstöð á Reykjanesi? Þessi spurning er dálítið villandi. Um hvað er verið að spyrja? Að setja upp nýja NATÓ herstöð á Reykjanesi? Jú, eins og ég skil þetta er nú þegar starfrækt NATÓ herstöð á Miðnesheiði. Hún hefur verið starfandi síðan 1951 og í raun lengur ef maður tekur seinni heimsstyrjöldina með.
Hvað segir Wikipedía um Keflavíkurstöðina eins og hún er almennt kölluð?
"Keflavíkurstöðin (enska Naval Air Station Keflavik, í daglegu tali kölluð Keflavíkurflugvöllur eða Völlurinn) var herstöð Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Miðnesheiði, við Keflavíkurflugvöll. Herstöðin var tekin í notkun eftir að Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu tvíhliða varnarsamning árið 1951. Eftir lok Kalda stríðsins fækkaði hermönnum á stöðinni jafnt og þétt þar til að Bandaríkjamenn yfirgáfu formlega stöðina í lok september 2006. Þá hafði stöðin verið rekin í 55 ár. Í dag nefnist svæðið Ásbrú og þar starfar Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs."
En þessi grein á Wikipedía er líka villandi. Þótt húsnæði hermanna hafi verið breytt og selt til íslensks almennings, er ennþá starfandi NATÓ herstöð á Keflavíkurflugvelli. Og það er ekki smáræðis starfsemi sem er þarna í gangi og fer stækkandi.
Ekki nóg með að NATÓ hafi þarna herflugvöll (já allir sem lenda á Keflavíkurflugvelli eru að lenda á NATÓ herflugvelli), heldur hefur bæst við starfsemi NATÓ í Helguvík. Helsti munurinn á fyrir og eftir 2006, er að aðildarþjóðir NATÓ skiptast á að manna herstöðina í stað Bandaríkjamanna einna. En Kaninn er þarna meira eða minna með starfsemi, sá töluna 500 manns að staðaldri og minnir það á ástandi frá 1946-51 þegar bandarískir "verktakar" starfræktu flugvöllinn undir því yfirskyni að þjónusta herafla Bandaríkjanna í Evrópu.
En úr því að mikil hreyfing er á mannskapnum sem mannar herstöðina, hverjir sá um utanumhaldið? Jú, Landhelgisgæslan (LHG). Hún sinnir í raun varnarmál Íslands með beinum hætti með umsjón loftvarnarkerfis NATÓ. Á vef Landhelgisgæslunnar segir:
"Íslenska loftvarnakerfið er hluti af samþættu loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar annast rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. ratsjár- og fjarskiptastöðvar hérlendis. Sá rekstur er eitt veigamesta framlag Íslands til sameiginlegra varna ríkja NATO."
En Loftrýmisgæslan er í höndum flugsveita aðildarríkja NATÓ.
"Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins fer fram hér á landi samkvæmt sérstakri ákvörðun fastaráðs Atlantshafsbandalagsins frá 2007. Yfirmaður herafla NATO í Evrópu (SACEUR) hefur umsjón með henni. Er hún liður í því að gæta að nyrðri mörkum NATO og auka samstarfshæfni og viðbragðsgetu þátttökuríkja." Segir á vef LHG.
Önnur varnartengd störf LHG falla undir flokkinn "Önnur verkefni varnarmálasvið" LHG. Of langt er að telja þessi störf upp, sjá frekar slóðina fyrir þá sem vilja lesa meira: Önnur verkefni varnarmálasviðs
En kannski eru mikilvægustu störfin undir þessum flokki heræfingar NATÓ á Íslandi sem haldnar eru reglulega, á sjó, landi og lofti.
Ef könnun Útvarps sögu spyr hvort eigi að setja upp aðra herstöð, þá er niðurstaðan afgerandi, þátttakendur vilja ekki tvær herstöðvar á Reykjanesi, það "meikar ekki séns" eins og einhver myndi segja. Eða var útvarpsstöðin að spyrja um hvort það eigi að leggja af núverandi herstöð?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 21.8.2023 | 13:22 (breytt kl. 14:46) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.