Eins og þeir vita sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum, þá keppast Demókratar við að búa til afar hæpnar ákærur á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Mér er þvert um geð að verja manninn en málið er stærra en hann. Hér er atlaga að rótum öflugasta lýðræðisríki heims, BNA og ef það klikkar, er hinn frjálsi heimur í hættu, þar á meðal Ísland.
Þrjár ákærur hafa verið lagðar á hendur hans, allar byggðar á samsuðu ákæruliða sem við nánari skoðun standast ekki. Sumar varða ekki refsi lög nema ákæran tengd 6. janúar óeirðirnar. Hún er alvarlegust en ákæruliðirnir byggjast á lögum frá borgarastríðinu 1861-65. Fjórða ákæran er á leiðinni.
Í grunninn varðar þetta mál hvort það megi mótmæla kosninga úrslitum, eins og það má í lýðræðisríkjum, og hvort að forsetinn hafi málfrelsi.
En af hverju er verið að birta ákærur á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tveimur og hálfu ári eftir síðustu forsetakosningar?
Jú, raunverulegt spillinga mál er komið upp er tengjist Joe Biden. Það er svo alvarlegt að talað er um landráð og samkrull við óvinveitt ríki. Því reyna Demókratar að beina athyglinni annað og að hættulegasta andstæðing sinn, Donald Trump.
Ef ég reyni að spá í spilin, þá verða dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn ákærðir fyrir misbeitingu valds, framfylgja ekki lögum, pólitískar ofsóknir með aðstoð stjórnkerfisins og síðan en ekki síst landráð Joe Bidens.
Þetta Pandóru box hefði aldrei verið opnað ef Demókratar væru ekki svona hræddir við Trump, en svo hræddir eru þeir, að þeir eru tilbúnir að eyðileggja stjórnkerfi Bandaríkjanna til að klekkjast á mann fólksins en vinsældir hans hafa aukist og við hverja ákæru. Fólkið veit að djúpríkið er hrætt við hann og af hverju hann er ákærður. Nú er staðan sú að hætta er á að báðir flokkar fari í hefndar leiðangra og fórnarlömbin verða réttarríkið og bandarískur almenningur.
Þegar Nixon var ákærður fyrir embættis afglöp, stóðu bæði Demókratar og Repúblikanar að því. Honum var því ekki stætt í embætti og sagði af sér áður en til formlegs ákæruferils kom. Í tilfelli Trumps, aðeins Demókratar stóðu að embættisafglapa ákærunum tveimur og því öllum ljóst, að ljót pólitík var þarna að baki.
Verst er að nú er verið ákæra forsetaframbjóðandann Trump og því er þetta gróf aðför að forseta kosningunum 2024. Á "we, the people" ekki að hafa endanlegt vald um hvern það kýs sér til forseta? Ekki láta bananaríkis aðferðir ráða kosningaúrslitum, þar sem sitjandi og spilltur forseti geti ofsótt helsta pólitíska andstæðing sinn? Er þetta ekki orðið óþægilega líkt Rússlandi, þar sem helsti pólitíski andstæðingur Pútíns situr í fangelsi, líkt og Demókratar vilja gera við Trump?
Lokaorð
Stjórnmálaástandið í BNA er ekki eðlilegt og bandaríska þjóðin hefur ekki verið eins póliseruð, ekki síðan í Víetnam stríðinu. En þá gátu Demókratar og Repúblikanar a.m.k. sameinast í sumum tilfellum, t.d. í að reka Nixon úr embætti fyrir spillingu.
Í dag er bæði þjóðin og flokkarnir báðir hættir að tala og vinna saman. Lýðræðið í landinu er beinlínis í hættu. Segjum svo að Demókrötum verði að ósk sinni og Trump fari í fangelsi. Hvað haldið þið að þá gerist? Þá held ég að hægri menn grípi fyrst til vopna og fjandinn verði laus. Hætta á borgarastyrjöld.
Sterkur leiðtogi eins og Trump verður bara bolað í burtu með kosningum, ekki með pólitískum ofsóknir.
Hæstiréttur Bandaríkjanna mun eiga síðasta orðið í málum Trumps og 6 af 9 eru skipaðir af Repúblikana forsetum.....
Flokkur: Bloggar | 3.8.2023 | 17:07 (breytt 4.8.2023 kl. 15:27) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Ef þið trúið mig ekki, þá er Bíll O'Reilly með betri skýringu en ég.
https://fb.watch/mbJNC1QpM1/
Birgir Loftsson, 3.8.2023 kl. 19:21
Mark Levin er algjör laga snillingur og þegar hann talar, er eins og bolabítur sé að gelta að þér. Hér kemur lagaleg vörn Donald Trumps eins og hann leggur hana ... https://fb.watch/mbYvj6zJIq/
Birgir Loftsson, 3.8.2023 kl. 23:33
Hér hlóu menn að forsetaframboð Trumps 2015. En sá hlær best er síðast hlær.... https://youtu.be/Z6Oczyk6nCw
Birgir Loftsson, 4.8.2023 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.