Standa íslenskufræðingar ekki með íslensku?

Svo virðist vera ef marka má ummæli íslenskufræðings í viðtali og ef hann er málsvari hinna.

Greina má pirring en jafnframt uppgjöf hjá íslenskufræðingnum. Betra væri ef hann myndi ekki segja neitt.

En hver er vandinn? Of margir útlendingar setjast hér að og þjóðfélagið hefur ekki undan að kenna fólkinu íslensku,  þ.e.a.s. ef því er kennt íslensku á annað borð. Í skólum landsins fer fram frábært starf og útlensku börnin læra íslensku á skömmum tíma.

Vandinn liggur hjá fullorðna fólkinu sem kemur hingað til að vinna en nennir ekki að aðlaga sig. En vandinn er minni en ætla má. Það ætti að vera skilyrði að það fari í íslensku nám eftir þriggja mánaða störf en það fólk sem ætlar að vinna við afgreiðslu störf, sem krefjast samskipta á íslensku, fari fyrst á íslensku námskeið. Eru þetta óeðlilegar kröfur? Er það ekki lítilvirðing við viðskiptavini að þeir þurfi að vera tvítyngdir til að versla sig í matinn ?

Það er enginn að tala um þetta fólk læri gullaldar íslensku, bara að það kunni grunn setningar og hafi lágmarks orðaforða. Þetta er vel hægt, vantar bara viljan.

Sjá slóðina: Eigum ekki að geyma íslensku í formalíni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband