Maður hefur fylgst með umræðunni um hlýnun jarðar og orsökun hennar. Skiptar skoðanir eru meðal vísindamanna hvort maðurinn eigi hér sök eða ekki.
En það sem kemur á óvart er umræðan meðal leikmanna. Af hverju í ósköpunum virðast hægri menn vera efasemdamenn í þessu máli en vinstri menn trúi að maðurinn sé megin orsakavaldurinn?
Pólitískar skoðanir virðast ráða afstöðu manna í málinu. Af hverju það er, veit ég ekki. Kannski ræður afstaðan gagnvart ríkisvaldinu hér einhverju um. Jú, baráttan gegn hamfarahlýnun jarðar krefst mikilla afskipta ríkisvaldsins og skattleggningu atvinnulífsins. Þar stendur hnífurinn í kúnni.
En hvað með vísindin sjálf? Nú stendur maður ráðvilltur, er hamfarahlýnun í gangi eður ei? Og ég verð áfram ráðvilltur eftir að hafa skrifað þessa grein. Eiginlega er best að taka ekki afstöðu og bíða eftir að frekari sannanir fyrir eða gegn hamfarahlýnun komi fram. Það er mín afstaða.
En ég ætla mér samt að skoða hér aðeins málið. Ef ég skil það rétt, er koltvísýringur megin ástæðan fyrir gróðurhúsaáhrifin á jörðina. Koltvísýringur er hins vegar aðeins ein lofttegund af mörgum. Hins vegar losar koltvísýringur CO2 um 76 prósent af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Metan, fyrst og fremst frá landbúnaði, leggur til 16 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda og nituroxíð, aðallega frá iðnaði og landbúnaði, stuðlar að 6 prósentum af losun á heimsvísu.
Ok, þetta ætti að vera grunnvísindi um hvaða lofttegund leggur mest til gróðurhúsa áhrifa. Er koltvísýringur þá eiturlofttegund? Nei. án koltvísýrings væru náttúruleg gróðurhúsaáhrif jarðar of veik til að halda meðalhita á yfirborði jarðar yfir frostmarki. Með því að bæta meira koltvísýringi í andrúmsloftið er fólk að ofhlaða náttúruleg gróðurhúsaáhrif sem veldur því að hitastig jarðar hækkar. Með öðrum orðum er koltvísýringur nauðsynlegur fyrir temprað loftslag jarðar.
Kannski er spurningin eiginlega hversu mikið af koltvísýringi má vera í loftinu án þess að breyta jafnvægi hitastigs jarðar. Samkvæmt fræðslusíðu Vision Learning er lofthjúpur jarðar samsettur úr um það bil 78 prósent köfnunarefnis, 21 prósent súrefni, 0,93 prósent argon, 0,04 prósent koltvísýringur auk snefilmagns af neon, helíum, metani, krypton, óson og vetni, auk vatnsgufu.
0,04 prósent koltvísýringur í lofthjúpinum virkar ansi lág tala fyrir leikmann eins og mig, en hvað veit ég? Athafnir manna hafa aukið koltvísýringsinnihald andrúmsloftsins um 50% á innan við 200 árum. Dugar aukning á þessu litla magni til þess að hækka hitastig jarðar?
Hefur koltvísýringur verið áður svona hár? Já, á tímabili sem "...kallast Plíósen, fyrir um 3 milljónum ára, þegar sjávarborð var um 30 fetum hærra (en hugsanlega miklu meira). Plíósen var umtalsvert hlýrri heimur, líklega um 5 gráður á Fahrenheit (um 3 gráður á Celsíus) hlýrri en hitastig fyrir iðnað seint á 1800. Stór hluti norðurskautsins, sem í dag er að mestu klæddur ís, hafði bráðnað. Koltvísýringsmagn, helsta hitastigið, sveiflast í kringum 400 ppm, eða ppm." Gróf þýðing mín. Heimild: What Earth was like last time CO2 levels were so crazily high
Dýralíf og gróður var þá til og frummaðurinn gekk um jörðina. En eins og allir vita, er jörðin ekki alltaf heit, heldur virðast ísaldir koma með reglulegu millibili. Þeir sem hafa lesið Íslandssöguna kannast við litlu ísöldina í sögu landsins, frá cirka 1500-1900 en þá var nánast óbúanlegt á Íslandi og myrkasta tímabil Íslendinga gekk yfir. Mörk norðurskautsloftslagsins lá þá yfir Íslandi, ekki fyrir norðan Ísland eins og það gerir í dag.
Þegar Ísland var byggt á landnámsöld, var umtalsvert heitara en er í dag og var forsenda fyrir búsetu norrænt fólks hér. Upp úr 1200 fór loftslag kólnandi og skilyrði til búsetu minnkandi. Heiðarbúskapur minnkaði en jókst aftur á 19. öld þegar veður hlýnaði.
Ísland er á mörkum þess að vera byggilegt miðað við ef við ætlum að lifa af landbúnaði á þessu landi. Hlýnun jarðar ætti því að vera hagstætt Íslendingum. Ég man eftir að veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson hélt því fram að þessi hlýnun komi í raun í veg fyrir að næsta ísöld bresti á.
Vísindin segja að að örlítið hækkaður styrkur CO2, 280 ppm, kom í veg fyrir að ísöld hófst. Hefði styrkur CO2 verið við 240 ppm, þá, segja vísindamenn , hefði ísöld líklega hafist.
Hver er þá niðurstaða hér? Engin nema að:
1) Koltvísýringur er ekki eiturloftstegund og er nauðsynleg lofttegund.
2) Magn koltvísýring virðist skipta máli um hækkun hitastigs jarðar en spurningin lifir, hvort það sé slæmt eða ekki? Hitastigið hefur verið hærra. Það er alveg hægt að hafa áhrif á koltvísýring stig jarðar, með bindingu hans í skógum og breyta honum í t.d. steintegundir.
3) Hver er þáttur sólar í hitastiginu? Það hef ég ekki skoðað. Er þetta eðlileg sveifla í hitastig jarðar eins og við höfum séð í gegnum söguna? Eitt er víst, ofninn fyrir jörðina er ekki stilltur á eitt ákveðið hitastig!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Umhverfismál, Vísindi og fræði | 20.7.2023 | 12:37 (breytt kl. 21:10) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Snilldar samantekt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 21.7.2023 kl. 07:05
Takk fyrir Sigurður, ég skrifa mig til skilnings, set í samhengi og svara spurningum sem mér finnst ósvaraðar. Þessar upplýsingar eru til en ekki settar svona kerfisbundnar fram eins og hér.
Birgir Loftsson, 21.7.2023 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.