Hver er við stjórnvölinn í Hvíta húsinu?

Það er deginum ljósara að það er ekki Joe Biden sem stjórnar Bandaríkjunum. Frá því hann tók við völdum og fyrir kosningabaráttuna, þá var Joe Biden í lélegu andlegu ástandi. Það hefur farið versnandi og virkar hann alltaf illa gáttaður á sviði. Og það er alltaf einhver sem stýrir honum á sviðinu. Eitt sinn var það páskakanínan sem gaf honum skipun og sjá mátti að Biden varð fyrst undrandi en síðan reiður. En hann hlýddi.

Nýjasta dæmið er þegar hann tók á móti forseta Ísrael í vikunni, hann sat í stól á móti gestinum en hann gat ekki einu sinni talað beint við hann og varð að notast við skrifaða minnispunkta. Forsetinn gapti af undrun og horfði á fréttamennina sem voru viðstaddir í forundrun.

Biden getur ekki gengið upp stiga, niður stiga, á sviði, hjólað eða gengið almennt án þess að hrasa og detta.  Hann getur ekki sett saman tvær setningar og ef hann segir eitthvað er það ekki í samhengi. Um daginn sagði hann: "I have wiped my butt" þegar einn fréttamaðurinn kallaði til hans spurningu. Hann getur ekki einu sinni lesið af textavél.

En það er einhver sem stjórnar sýningunni og hafa menn hallast að því að Ron Klain, starfsmannastjóri Hvíta hússins, stjórni henni (ríkisstjórninni) dags daglega en Barack Obama á bakvið tjöldin.  Frægt var þegar Obama lagði hart að Biden að fara ekki í framboð en Biden, þyrstur í völd, hlustaði ekki á hann. 

Aðrir segja að Jill Biden, eiginkona Joe Bidens, sé sá aðili sem raunverulega stjórni Joe og þar með Bandaríkjunum. Hún hafi hent Obama út þegar hann hafi lagt til að Joe segði af sér og léti Kamala Harris taka við forsetaembættinu. Hún kemur alls staðar fram með Joe Biden, stendur þétt við hlið hans og stýrir hreyfingum hans í hvívetna.

Í stjórnarskrá Bandaríkjanna er viðauki 25. Í fimmtu grein hans segir:

"Hluti 4:

Hvenær sem varaforseti og meirihluti annað hvort aðalmanna framkvæmdadeilda eða annarrar stofnunar eins og þing kann að kveða á um, senda forseta öldungadeildarinnar og forseta fulltrúadeildarinnar skriflega yfirlýsingu sína um að forsetinn sé ófær um að gegna völdum og skyldum embættis síns, skal varaforseti þegar í stað taka við völdum og skyldum embættisins sem starfandi forseti."

Repúblikanar hafa gælt við að virkja þetta ákvæði en alltaf fallið frá því, vegna þess að þeir eru almennt sammála um að Kamala Harris verði jafnvel verri forseti en Joe Biden. Hún á sjálf í erfiðleikum með að tjá sig, er einn óvinsælasti varaforseti sögunnar, sem er "heiður" sem erfitt er að öðlast í ljósi þess að varaforsetinn gerir lítið. Að velja Kamala Harris sem varaforseta var ansi snjall leikur af hálfu liðs Bidens, hún er n.k. trygging fyrir að hann klári kjörtímabilið.

En ef til vill verða Repúblikanar samt sem áður að leggja fram ákæru á hendur Bidens fyrir embættisafglöp í starf og spillingu fyrir og eftir að hann tók við völdum. Sannanir hrannast upp gegn Joe Biden og fjölskyldu hans fyrir spillingu og múturþægni. Fjölskyldan virðist hafa selt aðgang að varaforsetaembættinu þegar Joe var varaforseti en hann gegndi því hlutverki í átta ár. Og jafnvel áður, þegar hann var öldungardeildarþingmaður. Verst er að helstu óvinir Bandaríkjanna, Rússland og Kína, og fleiri þjóðir, virðast hafa keypt aðgang að æðsta embætti Bandaríkjanna. Ef þetta er satt, þá eru þetta landráð af verstu gerð.

Á meðan Biden er enn við völd, verðum við að vonast að óvinir Bandaríkjanna gangi ekki lengra fram en þeir hafa þegar gert og jafnvel láti til skara skríða rétt áður en hann lætur af embætti, því að það er nokkuð ljóst að Biden getur ekki gegnt annað kjörtímabil. Einnig að í einhverju óráðiskasti, að hann fari ekki að fikta í kjarnorkuvopna töskunni sem fylgir honum öllum stundum. Það væri nánast kraftaverk ef honum tekst ekki að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni það sem eftir er af tímabili hans sem forseti Bandaríkjanna. God save USA!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér er Biden á "góðri stundu ".

https://www.facebook.com/dan.bongino/videos/487099256972109/

Birgir Loftsson, 19.7.2023 kl. 20:18

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mjög góður pistill Birgir. Sammála öllu sem hér kemur fram. Það lýsir svo vanda lýðræðisins alls í heiminum að svona stór mannfjöldi eins og kýs demókrata skuli vera til, og að þar sé Wokerugl ríkjandi. Kosturinn við Joe Biden er að hann sýnir þetta svart á hvítu, hversu bágt er ástandið á fyrirbærinu sem kallað er lýðræði, en virðist skrílræði.

Ingólfur Sigurðsson, 20.7.2023 kl. 11:49

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Ingólfur.  Ég hef tekið Biden sérstaklega fyrir, ekki vegna þess að ég er á móti honum sérstaklega (er nákvæmlega sama hver maðurinn er) en hann er skólabókadæmi um hvernig niðurbrot lýðræðis í Bandaríkjunum er háttað í dag og að meginfjölmiðlarnir eru í raun varðhundar kerfisins. Mesta spillingarmál sögunnar í BNA er nú til umfjöllunar þar en við fáum bara frétta slitrur og án samhengis hér á Ísalandinu.

Í þriðja lagi hvernig stjórnmálaflokkur getur pólitík vætt stofnanir og ráðuneyti (Demókratar) í BNA en VG á Íslandi (og líka Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn).

Birgir Loftsson, 20.7.2023 kl. 12:49

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Þetta er athyglisvert: Ef ég væri djúpríkið.... https://fb.watch/m4YITxCqRh/ 

Birgir Loftsson, 29.7.2023 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband