Vegna þess að Vísir vinnur ekki eigin fréttir frá Bandaríkjunum, heldur þýðir greinar og fréttir frá svokölluðu frjálslyndum fjölmiðlum vestan hafs, koma reglulega hingað undarlegar fréttir.
Ein slík er frétt af Robert Kennedy Jr. sem nú er í forsetaframboði fyrir Demókrata. Hann er hins vegar ekki í náðinni hjá flokksforystu Demókrata. Hún hefur ákveðið að Joe Biden haldi áfram sem forseti, alveg sama í hvaða ástandi hann er en eins og glöggvir áhorfendur vita, þá er maðurinn langleiddur af elliglöpum og hætta er á að hann deyi í embætti. En það er önnur saga.
RKJ er sem sagt ekki upp á pallborðinu vegna þess að hann er fulltrúi gamla Demókrataflokksins. Hver er sá flokkur? Hann var fulltrúi miðstéttarinnar en er nú málsvari ofur ríkra og ofur fátækra. Demókrataflokkurinn var þar með fulltrúi almenning og myndi teljast vera á svipuðum stað og Sjálfstæðisflokkurinn, rétt til hægri á miðju litrófinu.
Í dag er Demókrataflokkurinn kominn langt til vinstri, orðinn sósíalískur og tekið ný-marxísk fræði upp á sína arma. Og Joe Biden er látinn lesa af textavél skilaboð flokksins. En jafnvel það er honum of erfitt og því hafa gárungar lagt til að textavélinni sé snúið við og við sjálf látin lesa texta hans!
Öllum brögðum er nú beitt til að taka niður Kennedy, því fylgi hans hefur farið vaxandi þrátt fyrir engan stuðning flokksins. Hér er frétt Vísis af honum:
Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta
Hann er sagður hafa sagt að SARS-CoV-2 sé hannaður til leggjast þyngra á hvíta og svarta en minna á gula eða gyðinga. Hann sagði hins vegar að ummæli sín hafi verið tekin úr samhengi og einungis átt við að SARS-CoV-2 gæti lagst misjafnlega í kynþætti. Ef hann átti við það síðarnefnda, þá eru það eðlileg ummæli, því að við vitum að sumir sjúkdómar leggjast mishart á fólk, við þekkjum það hér á Íslandi. Hér eru ættlagðir sjúkdómar sem hafa fylgt ættum í aldir.
En aðalatriðið í þessu máli er að hann segir að ummæli sín hafi verið slitin úr samhengi og hann sendi yfirlýsingu til fjölmiðilsins Guardian til að leiðrétta málið. Hvort skiptir máli, mismæli eða orð tekin úr samhengi eða staðföst yfirlýsing um hið gagnstæða?
Við vitum öll að mismæli eru miskunarlaust notuð til að klekjast á pólitískum andstæðingum. Alveg sama hvað fórnarlambið andæfið, mismælin eru látin fylgja honum eins og skuggi það sem eftir er. Verra er þegar orð eru tekin úr samhengi, alþekkt og lymskulegt bragt, og annað lagt úr merkingu setningar en átt var við í raun. Dæmigert bragð er að byrja og vitna í miðja setningu og snúa merkingu við.
Tökum dæmi. Robert Kennedy Jr. segir kannski: "Ég er algjörlega á móti því að halda fram að Repúblikanar eru sagðir flokkur kynþáttahatara." Útúrsnúningurinn væri ef til vill svona: Robert Kennedy héldur því fram að "...Repúblikanar eru sagðir flokkur kynþáttahatara". Þetta er barnalegt og dæmigert kappræðubragð sem ætti heima í ræðukeppni framhaldsskóla.
Hvers vegna Vísir býr til frétt úr þessu, er óskiljanlegt. Sumar fréttir frá Bandaríkjunum eiga erindi til Íslendinga og ég get bent á margar sem hafa ekki ratað alla leið til Íslands. Aðrar, sem eru eiginlega slúðurfréttir, eiga ekki erindi.
Hver eru mál málanna í Bandaríkjunum í dag? Úr ranni Repúblikana er það helst að frétta að Ron DeSantis virðist vera fatast flugið og fylgið minnkar með hverri skoðanakönnun á fætur annarri. Það eru stórtíðindi og þýðir að ef þessi þróun heldur áfram, verða úrslitin ljós þegar í mars á næsta ári um hver verði frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum.
Úr ranni Demókrataflokksins er það að frétta að mikil atlaga er gerð að Biden fjölskyldunni og meint spillingarmál hennar. Það er talið vera mikið hneyksli að leyniþjónustunni tókst ekki að upplýsa hver á kókaínið sem fannst í Hvíta húsinu eftir 10 daga rannsókn. Hörð atlaga er lögð að FBI af hálfu þingmanna Repúblikana vegna meintrar hlutdrægni stofnunnar Demókrötum í vil.
Af nógu er að taka, ef menn vilja spyrja frétta úr Vesturheimi.
Flokkur: Bloggar | 18.7.2023 | 11:33 (breytt kl. 14:48) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Hér tekur Sky news, Ástralíu, fyrir hrörlegt andlegt ástand Joe Biden. https://fb.watch/lSnIm7GM0U/
Birgir Loftsson, 18.7.2023 kl. 14:46
Birgir Loftsson, 20.7.2023 kl. 17:41
Vá, þvílík ræða Robert F. Kennedy Jr. gegn ritskoðun og galinni pólitík í Bandaríkjunum.
Maður eins og hann gæti sameinað Bandaríkjamenn í eina þjóð.
https://fb.watch/lVhSMXF48O/
Birgir Loftsson, 20.7.2023 kl. 19:44
Ég fylgi mönnum og málefnum, ekki flokkum. Robert F. Kennedy virðist koma með eitthvað nýtt.
https://fb.watch/lVmKoAkQH4/
Birgir Loftsson, 20.7.2023 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.