Kenningar um stríð og frið í alþjóðakerfinu

Ég ætla hér  að ræða kenningar um stríð og frið í alþjóðakerfinu, með  sérstaka tilvísun í kenningar um mótunarhyggju (constructivism),  (ný-) raunsæishyggju ((neo-)realism) og að lokum ,,gagnrýnum öryggisfræðum" (critical security  studies).

 ,,Primus motor” alþjóðlegra samskipta hefur  í gegnum tíðina verið m.a. stríð og samkeppni milli ríkja.  En staðan í dag virðist hafa breyst að því leytinu til að milli forysturíkja heims, Bandaríkjanna, Evrópu og Japan, sem  eru jafnframt þróuðustu ríkin, er stríð nú talið óhugsandi.  Slíkt form ríkja kýs Karl Deutsch að kalla  ,,security community” sem útleggst lauslega á íslensku öryggissamfélag.  Samkvæmt kenningu hans er tilhugsunin um stríð óhugsandi meðal almennings,  stjórnmálamanna og herja þeirra ríkja sem tilheyra þessu samfélagi ríkja.

Margir fræðimenn hafa velta því fyrir sér hvers vegna svo er, að forysturíki heims sem jafnframt eru hefðbundnir keppinautar útkjá mál sín nú friðsamlega en áður hafi þau iðulega kosið að jafna um erfiðustu ágreiningsmál sín með vopnavaldi. Fræðimenn hafa komið með mismunandi skýringar á þessu, allt eftir því  hvaða hugmyndastefnu þeir aðhyllast.

Mótunarhyggjumenn (constructivists) hafa útskýrt þetta með breyttum hugmyndum og sjálfsmynd og leggja þar með áherslu á breyttu hugarfari einstaklingsins.   Þeir benda á ríkjandi norm um ofbeldisleysi í þessum samfélögum og sameiginlega sjálfsmynd sem leiði til þess að þróuð lýðræðisríki sjá fyrir og skilja hlutverk hvers annars í gegnum samspil hegðunar og væntinga.  Þetta komi í veg fyrir misskilning og þar með stríð. Áhersla er lögð á sjálfstyrkjandi feril, eins konar hringrás hegðunar, trúar (eða vonar) og væntinga  sem hafi leitt til þessara afstöðu fyrrgreindra landa til hverra annarra.

Hugmyndir raunsæismanna, með Hans J. Morgenthau fremstan í flokki, eru aðrar.  Það er  þrennt sem einkennir klassíska raunsæisstefnu með tilliti til alþjóðastjórnmál  og stríð og frið í alþjóðasamfélaginu.

Raunsæismenn segja í fyrsta lagi að  mannlegt eðli hafi ekki breyst frá örófi alda og  það sé í eðli sínu sjálfhverft og starfi í  eigin þágu. Yfirfæra megi þetta yfir á alþjóðastjórnmál, en þar eru ríkisstjórnir í aðalhlutverki og þær eru í eðli sínu sjálfhverfar og starfi í þágu eiginhagsmuna.  Í öðru lagi leggja þeir áherslu á stjórnleysi (anarkí) í alþjóðasamskiptum. Vegna þess að alheimsstjórn skorti, þá ríki áfram lögmál frumskógarins í alþjóðasamskiptum.  Í þriðja lagi tvinnist egóisminn eða  sjálfhverfan (anarkíið) saman við stjórnleysið og mótar alla þætti á pólitísku sviði valda- og öryggismála. Hans J. Morgenthau orðað þetta best en hann segir: ,,all states pursue their national interest defined in terms of power”.  Það er að ríki ráði ferðinni í alþjóðastjórnmálum, m.ö.o. eru í aðalhlutverki og þau framfylgi þjóðarhagsmuni  sína út frá valdabaráttu (til verndar eigin hagsmunum).

Vald er þannig lykilhugtak í klassískri raunsæisstefnu. Önnur lykilhugtök hjá þeim eru svo, þjóðarhagsmunir, valdajafnvægi og öryggi og að markmið ríkja sé að leitin að öryggi og að komast af. Þá kemur að spurningunni um ný-raunsæisstefnu og fyrir hvað hún stendur.  Þeir sem aðhyllast ný-raunsæisstefna ((neo-)realism) hafa  útfært þetta nánar eftir mikla gagnrýni á klassísku stefnunni, en þeir leggja  mikla áherslu á efnahagslega þætti í máli sínu. Það sem aðskilur þá frá klassískri raunsæisstefnu er að þeir líta svo á,  að þjóðarhagsmunir ríkja (fyrir utan það markmið að verja fullveldi og landsvæðislega heildir) markist ekki einungis af huglægum þáttum (eigin mats ríkisins) heldur einnig  af utanaðkomandi þáttum.

Í dag benda Raunhyggjumenn (realists) á hlutverk kjarnorkuvopna og forræði Bandaríkjanna sem meginskýringuna á friðsamleg samskipti ríkja innan öryggissamfélagsins.  Þeir segja að forræði Bandaríkjanna, sérstaklega á sviði hernaðar, hafi skapað öryggissamfélagið. Hins vegar munu yfirburðir þeirra dvína fyrr eða síðar en svo þarf ekki að vera, að tilkoma annaðs heimsveldis leiði til styrjalda samkvæmt hefðbundinni kenningaskýringu um forræði stórvelda og átök þeirra milli.   Það gæti einnig leitast við að viðhalda valdajafnvæginu í heiminum.

Varðandi fælingarmátt kjarnorkuvopna,þá er hann ekki algjör, því að kjarnorkuveldi hafa háð mörg takmörkuð stríð án beitinga slíkra vopna.  Þar er með eru þau ekki undirstöður öryggissamfélagsins en þau hafa áhrif með öðrum þáttum. 

Gagnrýn  öryggisfræði (critical security studies) nálgast hugtakið öryggi  á nýjan hátt.  Hún er í víðasta skilningi, samansafn af nálgunum eða rannsóknaraðferðum þeirra fræðimanna sem hafa verið óánægðir með svo kallaðar hefðbundnar öryggisfræðirannsóknir.  Hún leitast við að setja spurningamerki við þann grundvöll sem ríkjandi hugmyndir um ríkismiðhyggja (state-centrism) og  hernaðarmiðhyggja (military-centrism) eru byggðar á.

Gagnrýnin öryggisfræði er því safn ýmissa hugmynda sem tengjast fræðigreininni öryggisfræði á margvíslegan hátt. Þær  geta verið allt frá útþynntum hugmyndum mótunarhyggjumanna, hugmyndafræði Kaupmannahafnarskólans (Copenhagen School) og til meira ,,poststructural perspectives”.  Ein nálgun á öryggismálum, sem er að hluta til hluti af gagnrýnni öryggisfræði,  er afstaða og nálgun feminista á öryggishugtakinu en þær hafa véfengt niðurstöður  raunsæismanna og nýraunsæismanna á nýstárlegan hátt.

Þeir sem aðhyllast hugmyndir gagnrýna  öryggisfræði vilja skora á hefðbundnar öryggisfræðirannsóknir með því að bæta við sjónarmiðum síðraunhyggjumanna (postpositivist)  við; sjónarmiðum eins og lesa má í hinni  gagnrýnu kenningu (critical theory) og síðstrúktúrisma (poststructuralism).  Þeir vilja taka með inn í umræðuna hugmyndir um hina svokölluðu félagslega samsetningu öryggisins og leggja áherslu á að breytingar  eru möguleikar vegna þess að þjóðfélagið er byggt á félagslegri  samsetningu.

Gagnrýnir öryggissinnar leggja höfuðáherslu á útskýringu öryggishugtaksins út frá einstaklingsgrundvelli – mannlegs öryggis (human security). Og þeir vilja líta á aðra þætti en einungis hinn hernaðarlega, sem hluti af öryggismálum heimsins.  Þeir vilja taka með þætti eins og umhverfismál, fátækt og atvinnuleysi sem hluti af kennisetningum öryggisfræðinnar; sem eru þættir sem skapa raunverulega hættu fyrir heimsfriðinn. Með öðrum orðum vilja þeir nota öryggishugtakið sem hugtak sem snertir hvers konar mál sem ógnar tilveru einstaklingsins.  Fyrrgreind mál, s.s. umhverfismál, eru þættir sem geta ógnað friði og skapað stríð í alþjóðasamfélaginu.

Heimildir:

Robert Jervis:American Political Science Review (2002).

Political Science in History,   bls. 191-94 (1995).

B  Buzan, Ole Wæver og Jaap de WildeSecurity: A New Framework forAnalysis, bls. 34-35. (1998).

Critical Security Studies: Concepts and Cases.<p>K. Krause og M. Williams (1997).  

On  Security. R. Lipschutz. (1995).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... hljómar soldið eins og frankfúrt skóla röskun.

Guðjón E. Hreinberg, 1.7.2023 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband