Afglæpavæðing eiturlyfjaneyðslu rétta leiðin?

Píratar, einn stjórnmálaflokka, hafa lengi gælt við að lögleiða eiturlyf með stefnu sem þeir kalla afglæpavæðing. Á vefsetri þeirra segir:

Píratar aðhyllast afglæpavæðingu vímuefnaneyslu á þeim forsendum að núverandi stefna, sem er stundum kölluð refsistefnan, geri beinlínis meira ógagn en gagn. Óháð skaðsemi vímuefna er ljóst að sú aðferðafræði að refsa neytendum dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum vímuefnamisnotkunar. Sjá slóðina: Afglæpavæðing

Þetta hljómar rétt við fyrstu hlustun. Ekki eigi að refsa föngum eiturlyfjafíkninnar, þeir geta lítið ráðið við fíkn sína. Undir þetta er hægt að taka en þá vaknar spurningin: Hver er munurinn á fíkli og eiturlyfjasala? Báðir aðilar geta haft neyðslu skammta á sér við handtöku. Salarnir passa sig á að vera bara með neyðsluskammt á sér og ekkert gerist. Stundum eru fíklarnir að selja til að fjármagna eigin neyðslu.

En eiturlyfjaheimurinn er ótrúlegur og þróun eiturlyfja er hröð og síbreytileg. Eiturlyfja framleiðendurnir finna sífellt ný eiturlyf til að selja. Eitt þeirra nýrri eiturlyfja er fentanyl sem þó á að heita verkjalyf.  Þetta ópíóíða-lyf er 100 sinnum sterkara en morfín og 50 sinnum öflugra en heróín. Það er ótrúlega hættulegt, aðeins tvö grömm af því nægir til að drepa manneskju.

Fentanyl faraldur virðist í uppsigi á Íslandi og víða um Evrópu. Faraldurinn er í miklum uppgangi í Bandaríkjunum og talið er að um 100 þúsund manns deyi árlega af ofneyslu eiturefnisins. Ástæðan fyrir offramboð af fentanyl í Bandaríkjunum eru opin landamæri og mild refsistefna ríkja sem Demókratar stjórna. Má þar helst nefna Kaliforníu, New York og Washington, öll ríkin sem eru stjórnuð af Demókrötum sem eru á sömu línu og Píratar, að afglæpavæða fíkniefnaneyðslu.

Verst er að fentanyl er blandað við önnur eiturlyf.  Þannig að fíkill sem ætlar að taka hættuminna eiturlyf, er hvert sinn að taka áhættu með líf sitt, hann veit aldrei hvort salinn hafi blandað fentanyl í það. Sjá slóð um faraldurinn í Bandaríkjunum: Eiturlyfja faraldurinn í Bandaríkjunum

Hvað er þá til ráða? Afglæðavæða eiturlyfjaneyðslu? Er fíkillinn ekki þá sífellt í rússneskri rúllettu? Eða halda áfram með núverandi stefnu, sem er að hjálpa fíklum að ná tökum á neyðslu sinni og fyrra líf en refsa fyrir innflutning og sölu.  Ég held að fíklar séu almennt séð ekki refsað í raun fyrir vörslu fíkniefna eða hef ég rangt fyrir mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband