Enn um meinta komu Kristófers Kólumbusar til Íslands 1477

Þetta er framhaldsgrein af annarri grein sem ég skrifaði um meinta komu Kristófers Kólumbusar til Íslands 1477

Helsta heimild um að Kristófer Kólumbus hafi komið til Íslands er ævisaga hans sem sonur hans skrifaði, Ferdínand Kólumbus, byggð á skjölum og minnisgreinum föður hans. Hún var skrifuð á spænsku en er nú glötuð; hins vegar er til ítölsk þýðing. Í fjórða kalfa ævisögunnar vitnar Ferdinand í minnisgrein föður síns sem hljóðar svona:

 "Í febrúar 1477 sigldi ég sjálfur hundrað spænskar mílur út fyrir eyna Thule. Norðurhluti hennar er 73 gráður frá jafndægralínu, en ekki 63 gráður eins og sumir ætla. Hún er ekki heldur á þeirri línu þar sem vestur byrjar að tali Ptolemaiosar, heldur miklu vestar. Við eyju þessa sem er eins stór og England eiga Englendingar viðskipti einkum Bristolbúar. Þegar ég var þar var sjór auður, en svo mikill var munur flóðs og fjöru að á sumum stöðum munaði 26 föðmum."

Það er næsta víst að Kólumbus hafi sjálfur komið til Bristols. Þar hefur hann frétt af Íslandi og annað hvort talað við Íslandskaupmenn eða beint við Íslendinga en þess má geta að um 49 þeirra bjuggu í borginni 1484.  Saga Íslands V, bls. 200-206.

En hvar á Íslandi var meint dvöl Kólumbusar? Sagnir hafa gengið um að sumarið 1977 hafi komið tiginn maður á skipi að Rifi og haft vetursetu á Ingjaldshóli. Hefur getum verið leitt að því að þar hafi farið Kristófer Kólumbus sem þangað hafi komið til að kynna sér siglingar norrænna manna vestur um haf eftir að hafa heyrt af þeim í Bristol. Heimild: Wikipedia.

Þess má geta að Ingjaldshóll sem er fyrrum höfuðból er um 1 km frá Hellissandi og þar hefur staðið kirkja frá árinu 1317 og var hún fram á 19du öld þriðja stærsta kirkja landsins, á eftir dómkirkjunum í Skálholti og á Hólum og rúmaði 400 manns. Hún hefur verið rík, því að mikil útgerð var frá Rifi á þessum tíma og margir fiskimenn staddir í verum á Snæfellsnesi. Þeir hafa borgað tíund til kirkjunnar sem gerðu hana efnaða.

Annars er svona grein bara vangaveltur og ekkert í átt að sagnfræði. Við vitum ekkert hver sannleikurinn er í raun. Eina sem við höfum út úr svona frásögn er skemmtanagildi, kannski framþróun í þekkingu (ef einhverjum tekst að vinna úr svona upplýsingum) og setja hlutina í annað samhengi.  Sem vísindi í átt að sagnfræði, ekkert gildi, þótt þeir í Sögu Íslands V bindi, hafi eytt töluverðu púðri í kenninguna.

Svo skemmtileg er sagnfræðin, að hægt er að koma með kenningar, hugrenningar og vangaveltur, án þess að skemma sönnunargögnin sem fyrir eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband