Miðflokkurinn eini flokkurinn samkvæmur sjálfum sér

Óstöðuleikinn og hugsjónarleysi einkennir íslenska stjórnmálaflokka. Þeir þora eða vilja ekki standa með eigin stefnumál. Það er auðljóst þegar litið er á ríkistjórnarflokkanna.

Framsóknarflokkurinn segist vera miðjuflokkur og flokkur raunsæis í íslenskum stjórnmálum en það þýðir á mannamáli, þegar flokksforustan er illa skipuð, ístöðuleysi, tækifæramennska og ábyrgðarleysi á eigin gjörðum eða það sem er verra, aðgerðaleysi þegar aðgerða er þörf. Tek sem dæmi, aðgerðaleysi í baráttunni við verðbólgu, ístöðuleysi í samskiptum við ESB og vanræktun við verndun íslenska menningu og trú. Og flokkurinn stendur ekki í lappirnar í hælisleitendamálum og virðist vera á bandi VG frekar en Sjálfstæðisflokknum.

Það vita allir hvar VG hafa brugðist, í sömu málaflokkum og hafa hér verið taldir upp en svo má bæta við svikin við stefnuna Ísland úr NATÓ og friðarstefnuna. Eru VG að reyna að stöðva eða miðla málum í Úkraníustríðinu? Utanríkisstefnan hefur aldrei verið eins herská og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Stefnan gegn NATÓ er reyndar óraunhæf og gegn meirihluta kjósenda flokksins. 

Verstur er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur reitt af sér fylgi um 40% niður í 20%+.Það er erfitt að trúa að aðeins 20% þjóðarinnar sé hægri sinnuð þegar horft er t.d. til Bandaríkjanna en þar skiptist þjóðin í tvennt, nánast tvö jafna helminga, hægri og vinstri. Íslendingar eru reyndar vinstrisinnaðir en Kaninn enda hefur skólakerfið verið beitt markvisst í þágu marxískra fræða í áratugi. Ég var t.d. látinn kyrja kommúnista söngva í grunnskólanum en skólastjórinn var annálaður vinstri maður. Það er nú önnur saga.

Sjálfstæðismenn hafa brugðist mest í hælisleitendamálum, sem er þeim einum algjörlega að kenna um. Verst er þó svikin við sjálfstæði þjóðarinnar í endalausri baráttunni við ESB. Ríkisbálknið stækkar og stækkar í valdatíð þeirra, skattheimta, umorðast skattfrekja, hefur aldrei verið meiri og þeir líta á verðbólgu sem góða leið til halda niðri kaupmátt almennings. Bankar og stórútgerðir fitna með peningastefnu flokksins (Fjármálaráðuneytið er á könnu Sjálfstæðisflokksins).

Svo eru íslenskir stjórnmálamenn undirförulir og svikulir, að þeir segja eitt en gera annað.  Verra er þegar þeir þeigja en koma allt í einu með stefnu sem ekki kynnt í kosninga baráttunni en er tekin á dagskrá eftir kosningar. Dæmi? Þegar það átti að troða okkur inn í Evrópusambandið án umboðs þjóðarinnar. 

Þá komum við að Miðflokknum. Hann einn þorir að takast á við erfið og umdeild mál eins og hælisleitendamálin eru. Flokkur fólksins virðist róa á sömu mið en frá annarri átt, til verndar velferðarkerfið fyrir hönd fátækra og öryrkja sem berjast um fjármunina sem fara í hælisleitendaiðnaðinn. Raunsæisstefna Miðflokksins hefur gert hann að hægri flokki í íslenskum stjórnmálum, þótt hann eigi að teljast miðjuflokkur. Svo vinstri sinnuð eru íslensk stjórnmál orðin.

Þarf að minnast á Viðreisn? Eins stefnu flokkurinn sem vill ganga í Evrópusambandið en hefur ekkert annað til málanna að leggja, þegar innganga í sambandið er ekki á dagskrá íslenskra stjórnmála. 

Samfylkingin batnar lítið við andlitslyftinguna sem hún fór nýlega í.  Ef eitthvað er, þá er hann ótrúverður ef hún stendur ekki með stefnumál sínum - alltaf. Dæmi? Sjá ESB málið.

Píratar eru hópur stjórnleysingja og því til vinstri. Þeim er einstaklega illa við lögreglu og vilja opin landamæri. Þar sem þeir hafa ekki samræmda stefnu og hver Pírati talar með sínu nefi, þá er erfitt að flokka þá. 

Að lokum. Það er auðveldara að virða pólitíska andstæðinga ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér.  "Jú, mikið er þeir t.d. vitlausir í þessu máli en þeir standa fast á sínum málum. Vá, það virði ég", segir hinn almenni kjósandi.

Ístöðuleysið skapar vantraust og fyrirlitningu. Staðfesta virðingu og ótta andstæðinganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband