Hér kemur frétt sem er óskiljanleg. Mbl.is er með fréttina: "Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis telur fulla ástæðu til að endurskoða rekstur Ríkisútvarpsins hvað auglýsingadeildina varðar og telur æskilegt að leggja hana niður."
Hvað í ósköpunum á það að breyta, þótt deildin sé lögð niður en RÚV leyft áfram að vera á auglýsingamarkaði? Hvers konar feluleikur er þetta?
Þetta minnir á þegar ákveðið var að fela tóbaksvörur en selja áfram tóbak. Það að fela auglýsingadeildina eða réttara sagt að láta viðskiptavininn finna auglýsingaformið á vef RÚV og auglýsa eftir sem áður, er svipað og þegar viðskiptavinurinn þarf að finna réttu verslun sem selur tóbak og muna eftir tegund tóbaks hann kaupir.
"Þau telja þó að leggja eigi niður auglýsingadeildina þannig að auglýsendur geti pantað auglýsingar í gegnum vef RÚV samkvæmt verðskrá."
Heimildin segir þetta um rekstrartekjur RÚV - sjá slóð: Tekjur RÚV af auglýsingasölu hafa aukist um næstum 50 prósent á tveimur árum
"Tap varð af rekstri RÚV í fyrra upp á alls 164 milljónir króna þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi vaxið um 849 milljónir króna, og verið 7,9 milljarðar króna. Árið 2021 hafði ríkismiðillinn skilað 45 milljóna króna hagnaði.
Þetta er í annað sinn síðan árið 2014 sem RÚV skilar tapi. Athygli vekur að óskilgreindur annar rekstrarkostnaður jókst um 560 milljónir króna milli ári. Gengið hefur nokkuð á eigið fé RÚV á undanförnum árum en eiginfjárhlutfallið var 28,5 prósent árið 2018. Um síðustu áramót var það komið niður í 20,1 prósent."
Þetta ríkisapparat, eins og aðrar ríkisreknar stofnanir, getur ekki rekið sig með hagnaði. Eins og hjá flestum stjórnum ríkisstofnanna, kunna þeir bara að eyða pening en ekki afla enda ábyrgðarlausir. Enda þarf RÚV ekki að afla fjármagn, það er tekið inn fé með nauðung sem kallast nefskattur. Aldrei er hugað að því að hagræða, skera niður eða segja upp starfsfólki eins og einkareknu fjölmiðlarnir þurfa að gera og hafa gert eða fara á hausinn eins og hin frábæra sjónvarpsstöð N4.
Já, þið lásuð rétt, 8 milljarðar í tekjur en samt rekið með tapi, hvernig er það hægt? Ekki er dagskráin betri en hjá öðrum fjölmiðlum, ef eitthvað er, þá er efnið meira eða minna leyti erlent og íslensk menning ekki sinnt eins vel og hjá N4, Stöð 2 eða Hringbraut.
Telja æskilegt að leggja niður auglýsingadeild RÚV
Ríkisvaldið er með puttanna alls staðar og á stöðum sem það á ekki að vera á. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu umfangsmikið það er í alls kyns rekstri. Samt er búið að leggja niður ríkisfyrirtæki eins og Bifreiðaeftirlit ríkisins" og fleiri slík. Enn eru eftir sem áður í rekstri fyrirtæki sem væru betur komin í höndum einkaaðila eða hreinlega ekki vera í rekstri.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Sjónvarp | 2.6.2023 | 12:58 (breytt kl. 13:14) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.