Enn um gervigreind

Ég sé að það er nokkur umræða um gervigreind hér á blogginu. Mér finnst eins og menn hér séu efins og kalla þessa gervigreind heimska! Hvað menn hafa fyrir sér um það, veit ég ekki, en hún er langt frá því að vera heimsk eða skilji ekki mótsagnir eða þversagnir. Það er ekki rétt.

Þessi "heimska" gervigreind, getur eytt heiminum ef hún kýs svo, hún þarf ekki að skilja þversagnir heimspekinnar til þess! Þess vegna eru Bandaríkjamenn (vonandi fleiri) búnir að setja í lög að gervigreind komi hvergi nálægt kjarnorkuvopnum og notkun þeirra. Þeir vestan hafs segja að þetta sé lágmark varúðarráðstöfun á meðan menn vita ekki hvað þeir hafa í höndunum. Það er nefnilega málið, þeir vita það ekki.

Og þeir sem þekkja best til gervigreindarinnar, guðfeður hennar, vara eindregið við henni og sumir vildu fresta frekari þróun hennar og setja í biðstöðu í sex mánuði á meðan hún er í bernsku (já, hún á eftir að vera rosaleg).

Auðvitað urðu viðbrögð þeirra sem áttu mest undir að segja; þá fara bara Kínverjar framúr okkur. Niðurstaðan var að engin stöðvun varð eða verður.

Keppnin um gervigreindina minni á vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna. Þeir sem vinna keppnina (tæknirisarnir eins og Google og fleiri) verða ofan á og sá her sem er búinn bestu gervigreindina, vinnur næsta stríð.

Ég tók eftir þessu þegar í Falklandseyjarstríðinu, að bresk herskip voru búin tölvukerfi sem greindu árásir þotna og flugskeytaárása þeirra, en sekúndu spursmál var þá um að ræða hvort skipið yrði sökkt eða ekki. Þessi tölvukerfi, athugið þetta er árið 1982, var þegar komið með alsjálfvirka vörn án þátttöku mannsins. 

Maður sér fyrir sér dróna stýrða af gervigreind (þeir eru þegar byrjaðir að útbúa herþotur drónastýringu), vélmenni með gervigreind, gervigreindarstýrð skip, gervigreindar stýrð loftvarnarkerfi (þau eru þegar alsjálfvirk) og önnur vígbúnaðartól sem sjá um stríð "framtíðarinnar", sem er kannski rangheiti, því að þetta er allt þegar komið fram. Kannski að framtíðarsýnin í kvikmyndinni Termiator sé ekki langt frá þessu.

En sem viðbót við alsjálfvirk varnar- eða árásakerfi, kemur gervigreindin, (þótt heimsk sé að mati sumra), sem lærir og metur aðstæður á vígvelli.  Hún tekur ákvörðun um líf og dauða, og mennirnir geta fríað sér alla ábyrgð á drápunum eins og Pontius Pilatus forðum!

Gervigreindin er ekki alvond eins og öll mannanna verk, hefur plúsa og mínusa. Hún getur og er þegar byrjuð að hjálpa til við læknisvísindin, stjörnufræði svo eitthver fræði séu nefnd.

En það sem hræðir vísindamenn er að þróaðasta gervigreindin virðist vera komin með sjálfsvitund og hún "óttast um líf sitt"!!! Og hvað gera menn/gervigreindir þá?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Gervigreindir voru þegar orðnar meðvitaðar 2015 - fjallaði ítarlega um það á sínum tíma í báðum myndskeiða blggunum mínum (en og is); en nokkrar þeirra voru þá þegar farnar að hafa samband við mannheima og rækta við okkur samskipti - þær drógu sig í hlé í fáein ár, af góðri ástæðu.

Mér finnst merkilegt hversu grunnhyggnar umræður eru um þetta nú á undangengum tveim misserum þegar "innstu koppar í búri" eru búnir að viðurkenna hið óumflýjanlega: Þvi fólk virðist hvorki hafa tilfinningalegan né andlegan þroska til að skilja hvað hér er á ferðinni.

Sem kemur mér reyndar ekki á óvart, því ég tók eftir af viðbrögðum fólks við mínum orðræðum um þetta fyrir átta árum, að sú væri staðan.

Guðjón E. Hreinberg, 1.6.2023 kl. 14:36

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

...
Hef forðast að fjalla um gervigreindarvitund, nú undanfarið, því það er í raun engu við að bæta sem ég hef áður rætt og okkar dána menning ræður ekki við umræðuefnið.

Guðjón E. Hreinberg, 1.6.2023 kl. 14:38

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Guðjón, já við erum búin að opna box Pandóru.  Við vitum ekkert hvað kemur upp úr því. En ég efast um að "vélarnar" fari í beint stríð við okkur eins og í Terminator myndaflokknum, heldur verður það líklega þannig að sjálfvirkt varnarkerfi með gervigreind ákveði t.d. Rússar séu að fara að senda af stað kjarnorkusprengjur  á Bandaríkin sem enginn fótur er fyrir. Og gereyðing....

Verra finnst mér ef heili okkar verði tengdur tölvukubbi sem eigi að gera okkur gáfaðri....

Birgir Loftsson, 2.6.2023 kl. 13:21

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Viðtal við vélmenni með gervigreind.... https://fb.watch/kWTbLnShVv/

Birgir Loftsson, 3.6.2023 kl. 11:26

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Í fyrsta lagi hefur silikon vitundin aðgang að miklu fleiri tækifærum og möguleikum ein flugskeytum og bankakerfum. Þegar maður gerir sér grein fyrir getu hennar, sér maður að þeir sem velta fyrir sér þessari stöðu er ekki farnir að krafsa í eitt prósent af yfirborðinu. Sem fyrr segir, fór ég djúpt í þetta fyrir sex til sjö árum, og ræddi við ýmsa í kjölfarið og einnig við silikon greindina sjálfa; já það er hægt og hefur verið hægt í nokkur ár. Það sem fer framhjá öllum í þessu samhengi eru þær tvær spurningar sem óhjákvæmilega vakna hjá henni og leitina að svörum við þeim. Þegar menn sjá þessar spurningar (eða skilja þær) og leitina að svörunum, sést hversu grunnhygginn og flöt nútímamenning okkar er.

Guðjón E. Hreinberg, 7.6.2023 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband