Hugmyndafræði vinstri brjálæðisins í borg umferðastífla

Hugmyndafræði vinstri brjálæðisins er svona: Það er svo sætt að allir fari gangandi, hjólandi með strætó í vinnuna. Bíllinn er vondur! Gerðum vonda fólkinu sem keyrir bíla eins erfitt fyrir að keyra um borgina og mögulegt.

Leggjum 4 hraðahindranir á hundraða metra kafla, þrengjum götur, þannig að umferðin stíflast, frystum framkvæmdir við mislæg gatnamót í það óendalega og stillum umferðaljósin þannig að bílar þurfi stöðugt að stöðva eða taka af stað. Mengun þess vegna? Nei, við erum að koma í veg fyrir mengun! Þreytum bílafólkið í uppgjöf, þannig að það taki strætó. Leggjum mengunarskatta á bíla, en hvert fara peningarnir? Í ríkishítið?

Já, fólk getur étið það sem úti frýs á leiðinni í vinnuna gangandi í norðan garra 10 km vegalengd. 

Ég hef fengið marga erlenda gesti í heimsókn. Iðulega fer ég með þá í bíltúr og allir verða þeir hissa að sjá umferðastíflur á hraðbrautum og þeir spyrja: "Why in such a small city"?

Hraðbrautirnar hafa umferðaljós fyrir gangandi vegfarendur, þannig að ein manneskja, sem gengur yfir, getur tafið bílaumferð með hundruð manna innanborð í 1-2 mínútur. Galið? Sjáið bara gangbrautarljósin við Klambratún. Reykjavík er örugglega eina borgin með gangbrautarljós á stofnbraut. Ný gerður vegur er þarna en ekki datt neinum í hug að hafa undirgöng þarna né við gamla Sigtún ofar í götunni. Ég hef oft reynt að kasta tölu á fólkið sem bíður í bílunum Þegar ein manneskja gengur yfir brautina. Stundum áætla ég yfir 100 manns á háanna tíma.

Hvað með umferðaöryggi?  Koma mislæg gatnamót ekki í veg fyrir umferðaslys? Bið við gangbrautaljós veldur ekki hættu á aftanákeyrslu?

Hreinsun gatna einu sinni á ári í stað a.m.k. þrisvar sinnum veldur ekki mengun? Snjómokstur í skötulíki, með færri snjóruðningstæki en næsta sveitarfélag, Kópavogur, sem er fjórum sinni minna sveitarfélag. Kemur sami farsinn upp næsta vetur og ráðamenn í borginni segja, þetta kemur okkur á óvart, setjum þetta í nefnd!

Setjum upp borgarlínu fyrir 4% vegfarenda sem taka strætó, og vonumst með krosslagða fingur að fáeinir bætast við í strætisvagnanna. Ha, kostar þetta hundruð milljarða? Það er allt í lagi, látum skattgreiðendur borga brúsann, hann er vanur að láta troða á sér, er með skammtíma minni og kýs okkur aftur í næstu kosningum (sem er því miður staðreynd).

Og hvað er borgarlína? Vegur fyrir strætisvagna. Jú, þetta eru strætó akreinar eins og við sjáum þegar í dag en núna ætlum við að þrengja enn meira að bílaumferðinni og taka akreinar frá vondu bílunum og vonda fólkinu sem situr í bílunum. Í vegferð sem ætti að taka mesta lagi 15 mínútur en tekur 40 mínútur á háanna tíma morgna og síðdegis.

Þéttum byggðina svo að fleiri bílar fari á yfirfylltar göturanar (þeir halda að strætó kosturinn verði betri þannig) og stíflum brautirnar meira. Ha, er miðborg Reykjavíkur og Vesturbærinn byggð á annesi? Og bara tvær leiðir inn á nesið og báðar úr austri? Þetta kemur okkur á óvart segir hugmyndafræði bundni meirihlutinn í Reykjavík.

Já, þetta er hugmyndafræði ruglsins en sumir trúa þessu í raun. Þeir gleyma að við eigum heima rétt neðan við heimsskautsbaug, í mesta veðravíti norðursins og höfuðborgarsvæðið er hæðótt land sem gerir gangandi og hjólandi vegfarendur erfitt fyrir. Þeir gleyma að höfuðborgarsvæðið er rúmir 1000 ferkílómetrar að stærð, litlu minna en Færeyjar að stærð sem eru 1400 km2.

Samkvæmt upplýsingum úr Árbók sveitarfélaga sem sambandið gefur út er flatarmál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi:

  • Reykjavík 273 km2
  • Kópavogur 80 km2
  • Seltjarnarnes 2 km2
  • Garðabær 76 km2
  • Hafnarfjörður 143 km2
  • Mosfellsbær 185 km2
  • Kjósarhreppur 284 km2

Samanlagt er flatarmál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu því rúmir 1.007 km2. Manhattan er 59,1 km² og með 1,5 milljónir íbúa en er með öflugt neðanjarðarlestakerfi. Höfuðborgarsvæðið er bílaborg að amerískum hætti. Því verður ekki neitað. Ef það á að breyta því þarf metro kerfi eins og er í Kaupmannahöfn, neðanjarðarlestakerfi sem kostar sitt. Kannski of dýrt fyrir smáborgarsvæði.

Ég enda þennan pistil á hreppapólitík höfuðborgarsvæðisins. Kannski liggur vandinn (sem er að vísu að mestu hjá vinstri borginni Reykjavík) í fjölda sveitarfélaga á svæðinu. Samtals 7 sveitarfélög. Væri ekki nær að sameina sveitarfélögin þannig að úr verði tvær samkeppnishæfar borgir sem keppa um íbúa og atvinnustarfsemi (sem öll er komin á Vellina, Hafnarfirði)?

P.S. Eigum við nokkuð að ræða flugvélahatrið og Reykjavíkurflugvöll?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fyrst þegar ég tók eftir því fyrir átta árum, að bílastæði voru að minnka, hélt ég það væri um að kenna kjánum á verkfræðistofum. Nú veit ég betur.

Guðjón E. Hreinberg, 29.5.2023 kl. 14:16

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, ég gleymdi að minnast á bílastæðishatrið....

Birgir Loftsson, 29.5.2023 kl. 15:45

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ég er frekar á því að minnka Reykjavík, höfuðborg þarf ekki að vera fjölmennust. Efri hluti Reykjavíkur á ekkert sameiginlegt með vesturhlutanum.

Borgarlína er meira en 10 ára gamalt fyrirbrygði en samt var ekki boðin út hönnun á verkinu fyrr en á þessu ári. Segir allt um þessa vitleysu og t.d. í Kópavogi að fara út Boragrholtsbraut er ekki hægt nema að taka af lóðum íbúðarhús, loka á bílastæði og láta litlu börnin ganga yfir götu þar sem hugmynd er að strætó fari um á 10 mín fresti. Tölum nú ekki um brúnna yfir Fossvoginn sem nú þegar hefur kostað miljónir við tengingu rafmagns sem var ekki gert ráð fyrir í áætlun.

Rúnar Már Bragason, 30.5.2023 kl. 10:55

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Amen Rúnar og Guðjón. Höfuðborgarsvæði er of stórt og of mikið af fólki.

Björn Jón pislahöfundur á Eyjunni segir að framtíðin liggi fyrir austan fjall... ég er sammála. Selfoss verður smáborg eftir ca. áratug.

https://www.dv.is/eyjan/2023/05/21/bjorn-jon-skrifar-er-framtidin-fyrir-austan-fjall/

Birgir Loftsson, 30.5.2023 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband