Fólk heldur að það nægi að gera byltingu eða standa í sjálfstæðisbaráttu og fái að lokum frelsi og fullveldi þjóðar, að baráttunni sé þar með lokið. Henni er aldrei lokið og standa þarf vörð um nýfengið frelsi undir gunnfána lýðræðis, sem er ekki nema rúmlega tveggja alda gamalt.
Í frönsku byltingunni var gengið undir slagorðunum jafnrétti, frelsi og bræðralag. Ég hef aldrei skilið slagorðið bræðralag, nema í skilningum að allar stéttir eigi að standa saman í bræðralagi.
Hins vegar er ljóst að baráttan fyrir jafnrétti í ýmsum skilningi hefur skilið góðum árangri. Mest áberandi var baráttan um jafnrétti kynja en hún snérist líka um jafnrétti einstaklinga og hópa til að stunda nám, jafn réttur til starfa og svo framvegis. Þessi baráttan hefur skilið fullan árangur og aðeins þarf að gæta nýfenginn jafnréttisrétt.
En mikil aðför á sér stað að frelsinu í dag. Frelsið á sér nokkrar mæður. Svo sem athafnafrelsi, tjáningarfrelsi, fundarfrelsi og ferðafrelsi. Allt fellur þetta undir persónufrelsi og er þetta réttur sem er tryggður í stjórnarskrám lýðræðisríkja. Stjórnmála- og efnahagskenningar eru byggðar utan um þessi frelsi, eins og t.d. einstaklingshyggja og frjálst atvinnulíf (kapitalismi).
Jón Sigurðsson fyrsti forvígismaður Íslendinga, sem var undir áhrifum frönsku byltingarinnar, lét verkin tala. Hann var fylgjandi auknu frelsi, einstaklingsfrelsi, lýðfrelsi og þjóðfrelsi, jafnrétti og bræðralagi.
Fyrir þessa baráttu var Jón hylltur sem þjóðhetja og er enn (vonandi verður hann ekki gerður útlægður 17. júní n.k. ásamt íslenska þjóðsöngnum - úr eigið afmælispartíi).
"Rök Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfsstjórn til handa Íslendingum voru þó ekki aðeins söguleg og praktísk því að hugmyndir hans um fjölmörg önnur svið þjóðfélagsins allt frá skólamálum, hervörnum, verslun og fiskveiðum til frjálsra félagasamtaka, svo fátt eitt sé nefnt", segir á Vísindavefnum, sjá slóð: Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?
En hvar stendur spjótið í brjósti frelsisins? Mér sýnist baráttan snúist annars vegar um tjáningarfrelsið en annars vegar um þjóðfrelsið.
Tökum fyrst fyrir tjáningarfrelsið. Vegna woke - menningar nútímans sem er ekkert annað en (ný-marxisk) aðför að frjálsum tjáningarskiptum borgara er fólki bannað að nota ákveðin orð og hugtök að viðurlögum útskúfunar úr samfélagi samfélagsmiðla og kannski líka í raunheimum. Og ríkið (undir forystu vinstri manna) tekur þátt í vitleysunni en skemmst er að minnast ummæla forsætisráðherra um að skylda opinbera starfsmenn til að sitja námskeið (svo að þeir hugsi nú rétt). En það er einmitt málið. Breytt hugtök er ein leiðin til að fela sannleikann og snúa honum á hvolf. Að ráða yfir hugsunum fólk að hætti "Veröld ný og góð" eða "1984".
Tökum dæmi: Fóstureyðing heiti í dag þungunarrof. Ég hef alltaf skilið orðið rof sem eitthvað sem er hægt að taka til baka eða laga. Nei, fóstureyðing er þegar fóstur er tekið úr móðurkviði og því eytt. Ég er ekkert að taka afstöðu til þessa málaflokks sem er afar erfiður og flókinn og ég þyrfti að taka aðra grein undir þá umræðu (sem ég hef annars engan áhuga á en tek þetta sem dæmi um umskiptun hugtaka). En málið er, að hér er verið að skipta um hugtak til að gera umdeildan verknað jákvæðari.
Og nýjasta nýtt er orðið skjólgarður, sem er feluheiti fyrir flóttamannabúðir. Hælisleitendur og flóttamenn (hugtök sem Mannréttindaskrifstofa Íslands notar) eru nú fólk sem leitar alþjóðlega verndar. Hvað er alþjóðleg vernd? Þetta er orðskrípi. Standa margar þjóðir að verndinni? Eða bara ein þjóð eins og raunveruleikinn er. Það er ekkert að hugtökunum hælisleitandi og hælisleit. Það getur verið einstaklingur sem leitar skjóls fyrir ofsóknum eða fyrir veðri í hellisskúta. Hugtakið flóttamaður er gott og gilt.
Nota bene, mörg gömlu hugtökin voru ljót og niðurlægjandi. Svo sem hugtakið fávitahæli. Afar ljótt hugtak. Því er ég ekki að mæla gegn upptöku nýrra hugtaka, bara að þau séu skýr og lýsi raunveruleikanum. Málið er stöðugt að breytast.
Kannski er mesta aðförin að tjáningarfrelsinu að nú á að ritskoða bækur. Það á að endurskrifa meistaraverkin sem skrifuð voru á sínum tíma undir aldarfari þess tíma og í raun ritskoða. Væri ekki hreinlegra að henda bækurnar á bálið eins og nasistarnir gerðu? Nei, hér spila peningarnir inn í. Disney fyrirtækið hefur ákveðið að birta fyrirvara við allar gamlar Disney myndir sem þykja gefa ranga mynd af hópum og einstaklingum. Af hverju ekki þá að taka þær úr umferð? Peningagræðgi. Enn er hægt að græða á þessum myndum. Ég mæli með bókinni "Fahrenheit 451" eftir Aldous Leonard Huxley um aðförina að bókinni.
Endum þennan pistill á þjóðfrelsinu sem er fullveldi þjóðar. Íslendingar hafa sífellt verið að gengisfella það. Það er skiljanlegt að örþjóð vilji tryggja stöðu sína í samfélagi þjóða en það á ekki að vera á kostnað fullveldis. Söm bandalög þjóða eru saklaus. Við erum meðlimir í Sameinuðu þjóðunum og EFTA, hvorutveggja samtök sem skerða ekki fullveldi. Við erum í NATÓ sem skerðir ekki fullveldið.
En við erum bundin við ESB með EES-samningum sem nú virðist ætla að skerða fullveldið með bókun 35. Bókun er bara bókun eins og orðið gefur til og og á því ekki lagastoð. Íslendingum ber því engin skylda að taka þetta inn í íslensk lög, betra væri að segja upp EES-samningum ef þetta verður nauðungarboð. Sjá aðra umfjöllun mína um málið.
Að lokum, kannski er einnig vegið að ferðafrelsinu með þvingun ESB til að láta Íslendinga borga mengunarskatt í flugi? Sumir segja að þetta dragi úr flugi til Íslands og jafnvel beini flugi frá landinu og aðrar þjóðir fljúgi beint yfir Atlantshafið án viðkomu á Íslandi vegna kostnaðar.
Félag sem kennir sig við Frelsi og fullveldi hefur nú boðað til fundar á Catalínu n.k. fimmtudag. Þar segir að tilgangur félagsins sé að "sameina og virkja almenning til áhrifa með því að leggja sitt af mörkum."
Ætli maður leggi ekki sitt af mörkum og fari....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.5.2023 | 11:51 (breytt kl. 12:16) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Fundurinn er kl. 19:30 á Catalínu, Hamraborg, Kópavogi.
Birgir Loftsson, 23.5.2023 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.