Ég hef grenilega lifað tímanna tvenna. Mér sýnist Íslendingar vera búnir að tapa sjálfum sér í nútímanum. Gömul og góð gildi (dyggðir) farin veg sinn veraldar og fólk týnir sér í alsnægtunum, bæði í mat og afþreyingu, og gleyma gamla góða sálartetrinu og út á hvað íslenskt samfélag stendur fyrir.
Það er nú ekki lengra en 40 ár síðan menn voru þéraðir og töluðu vandaða íslensku og höfðu góðan orðaforða. Slíkt er ekki fyrir að fara í dag, enda lesa fáir og sá orðaforði sem krakkarnir hafa, fá þeir upp úr tölvuleikjum og Youtube og er nokkuð konar blanda af íslensku og ensku.
Kurteisi og gestrisni gagnvart gestum var mikil en nú á að blóðmjólka gestina sem í dag eru erlendir ferðamenn. Mannúðin gagnvart þeim sem standa höllu fæti, svo sem fatlaða og aldraða er nú upp á náð og miskunn ópersónulegra stofnana sem telja það vera sitt höfuðmarkmið að skammta sem minnst til nútíma "þurfalinga" og "ómaga".
Íslendingar dagsins í dag eru svo veraldarvanir og heimsborgarar að þeir hafa meiri áhyggjur af erlendum flökkulýð sem kemur hingað undir fölskum forsendum og með ærnum kostnaði fyrir íslenska skattborgara. Vildi að það væri komið svo vel fram við erlendu ferðamennina sem þó kosta velferðina hérlendis.
Stjórnmálamenn ræða ekki lengur opinberlega um dyggðir og samfélag. Allt tal þeirra snýst um stjórnun og fjármál. Helstu siðrænu dygðirnar sem voru í hávegum í íslensku samfélagi fyrri tíma (sem þó var grimmt enda börðust menn hart fyrir lífinu í gamla Íslandi) voru hugrekki (að þora að standa fyrir máli sínu og sannfæringu en líka líkamlegt); hófstilling (græðgisvæðingin gagnsýrir íslensk samfélag, allir vilja eiga nýjustu tæki og tól); veglyndi (enn til á Íslandi); háttvísi og sannsögli (horfið í heimi internetsins, þar sem allir hallmæla öllum); vinátta (enn í hávegum haft og menn rækta almennt) og réttlæti (hefur kannski aldrei verið til á Íslandi?). Allir að níðast á öðrum?
Svo má nefna innri dyggðir eins og sjálfsagi og geta farið eftir ytri aga (á að vera kenndur í skólum en þar ríkir agaleysi eða agi sem her kennir - ekki til á Íslandi).
Kannski ætti sameiningartákn þjóðarinnar að vera boðberi dyggðanna, sjálfur forseti Íslands. Mér sýnist núverandi forseti þeigja þunnu hljóði og hann virðist ekki hafa nein einkunnarorð eða markmið.
Tökum dæmi af tveimur fyrirrennurum hans. Vigdís Finnbogadóttir vildi rækta landið (skógrækt) og rækta tunguna (í dag þakkar maður fyrir að fara í gegnum daginn án þess að tala ensku). Ólafur Ragnar Grímsson lagði áherslu á ytri tengsl Íslands og upphefja landið í samfélagi þjóðanna. Hann stóð líka með þjóðinni þegar á reyndi (Icesave málið). Mikill myndugleiki sveif yfir Vigdísi og Ólafi (var ekki hrifinn af hvorugum í upphafi en dáðist svo að síðar). Voru þjóðarleiðtogar (man einhver eftir Vigdísi og Reagan saman?).
En það hefur farið fram hjá mér fyrir hvað núverandi forseti stendur? Ekki fyrir sigrum í fortíðinni, sbr. ummæli um þorskastríðin og er hann þó sagnfræðingur. Hann mætti líta meira upp úr bókaskrifum sínum og tala oftar við þjóðina, bæði í sorg og gleði. Ekki vera ósýnilegur og sitja í þögn. Vera sameiningartákn Íslendinga og segja þeim að þeir megi vera stoltir af að vera Íslendingar í fögru landi. Hefur hann einhvern tímann sagt það?
Fjölþjóða ríkið (ekki fjölmenningar en í Bandaríkjunum er bara ein ráðandi menning) Bandaríkin veit sem er að hvað er límið sem heldur þeirra þjóðfélag saman og það er bandaríska stjórnarskráin (ekki kennt í íslenskum skólum, jafnvel ekki í framhaldsskólum) og tungumálið - enska. Kennt er í bandarískum skólum hollusta við ríkið og stolt (nýir innflytjendur látnir sverja hollustueið við Bandaríkin sem þeir gera glaðir og þakklátir), með öðrum orðum ættjarðarást. Hér á Íslandi er hugtakinu snúið upp í andhverfu sína, hugtakið þjóðernisrembingur!
Yfir lýðnum ríkja mafíuættir íslenskar og vildarmenn þeirra og passa upp á að kerfið hygli nú örugglega fáa en útvalda og skammta naumt til almúgans. Stjórnmálamenn tala ekki lengur um gildi eins og ættjarðarást eða hvert Ísland eigi að stefna almennt í menningarmálum. Til dæmis að berjast fyrir að íslenskan sé eina tungumálið leyft opinberlega samkvæmt lögum, ekki í núverandi lögum svo langt sem ég sé. Tryggja að þeir útlendingar sem kjósa að vera íslenskir ríkisborgarar verði Íslendingar í raun og tileinki sér íslenskuna og íslensk gildi. Marghyggja samtímans berst á móti slíkri aðlögun og gerir þá í raun að utangarðsmönnum með tímanum með fjölgun þeirra.
Borgias og Medici ættirnar ítölsku myndu líta með velþóknun á slíka samfélagsbyggingu sem hér ríkir. Skapar auðurinn á Íslandi (sem er þó misskiptur) aukna hamingju á landinu? Til hvers að vera auðugur en fátækur í anda? Sjá ekki lengra en nefið nær?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heimspeki, Stjórnmál og samfélag | 10.5.2023 | 18:47 (breytt kl. 19:23) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.