Hvernig borgarstjórnarflokkarnir í Reykjavík haga sér er með ólíkindum. Reykjavík er mini útgáfa af íslenska ríkinu, skagar hátt upp í helming íbúa Íslands. Fjárhagur og umsvif eru mikil samanborið við íslenska ríkið. En þetta borgríki er afar illa rekið og jafnvel heimskulega á köflum. Borgin er nánast gjaldþrota með skuldaþakið komið nálægt 200% (sem vonandi hún gerir, svo að ábyrgir aðilar geta tekið yfir rekstrinum og bjargað því sem bjarga má).
En einhvern hluta vegna, kannski vegna stærðar sinnar, hefur borgin komist upp með ótrúlegustu hluti og getað kúgað ríkisvaldið. Valdhafar í Reykjavík gleyma að þeir eru ekki aðeins fulltrúar íbúa borgarinnar, heldur einnig að borgin er höfuðborg landsins og hýsir helstu stjórnsetur ríkisins. Sá titill fylgir skyldur. Reykjavík er þar með skyldur gagnvart íbúum landsbyggðarinnar, því hér sækja sveitarfélögin þjónustu og samskipti við ríkið en einnig í heilbrigðisþjónustu sem Landsspítalinn einn getur veitt, enda þjóðar sjúkrahús. Íbúar landsbyggðarinnar sækja svo til Reykjavíkur alls kyns þjónustu sem einstaklingar.
Það vill því gleymast í umræðunni um Reykjavíkurflugvöll (sem Bretar afhentu íslenska ríkinu, ekki sveitarfélaginu Reykjavík), að þangað leitar allt sjúkraflug og hver mínúta skiptir máli til björgunar mannslífa. Vilja misvitrir borgarstjórnarmenn hafa mannslíf á samviskunni? Sjáum við í fréttum framtíðarinnar að sjúklingur í sjúkraflugi lést vegna þess að þéttbyggð byggð við flugvöllinn skerti lendingarhæfni og hætt hafi þurft við lendingu? Svo er sjúkraflug frá Reykjavíkur erlendis til, til dæmis Svíþjóðar með illa farna sjúklinga á síðustu metrunum.
Svo er það pólitíkin á bakvið. Ekki fer vel saman þegar Framsókn í Reykjavík og Framsókn á landsvísu eru við stjórnvölinn. Báðir aðilar hafa heitið því að gera ekkert eða hafa áhrif á flughæfni flugvallarins þar til nýtt flugvallastæði er fundið. Þau kosningaloforð eru svikin.
Þetta er dólga pólitík vegna þess að borgarstjórnarflokkarnir nenna ekki einu sinni að koma með umræðu og hlusta á andsvör, þeir setja misráðnar ákvarðnir í verk án þess að spyrja kóng né prest, sama hver afleiðingin er. Það er eins og menn séu svo fastir í hugmyndafræði að skynsemin nær ekki inn í huga stjórnmálamannanna sem eiga í hlut. Stjórnmál á sveitarstjórnarstigi eiga einmitt að vera byggð á praktískum lausnum en ekki hugmyndafræði er varðar stjórnun ríkis. En því miður er pólitíkin lituð af vinstri - hægri ás stjórnmálanna.
Ég spái hruni í fylgi Framsóknar í borginni í næstu borgarstjórnarkosningum enda eru þeir að taka við skiptabúi, ekki vel reknum borgarrekstri. Ekki er fyrirséð að þeim takist (tekur áratugi) að laga reksturinn.
Og þessi svik eru það mikil að þeir geta ekki treyst á gullfiska minni kjósenda. Eina ástæða fyrir að þessi örflokk, Framsóknarflokkurinn, fékk það fylgi sem hann fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum, er að hann boðaði breytingar. Nú hefur hann bæði svikið það og bætir Reykjavíkurflugvöll við borgarrústir Samfylkingarinnar. Kjósendur gleyma ekki allir svo glatt.
Bon appetif Íslendingar!
P.S. Kannski verður bara að fara með flugvöllinn út á Álftanes eða Löngusker, úr lögsögu Reykjavíkurborgar. Og ríkið hafi lögsögu yfir völlinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Samgöngur | 5.5.2023 | 08:41 (breytt kl. 18:02) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.