Maður er nefndur Douglas A. Macgregor

Fram á sjónarsviðið hefur komið fyrrverandi ofursti, D.A. Macgregor sem hefur komið með frábærar greiningar á stríðum síðastliðna áratugi. Hann hefur skrifað fjórar bækur sem hafa haft áhrif á hvernig Bandaríkjaher stundar stríðsrekstur. 

En hann er umdeildur, því að hann lætur allt flakka og oft gegn ráðum skrifstofublækurnar í Pentagon og er það m.a. ástæðan fyrir að hann varð aldrei hershöfðingi. En hann hefur samt orðið áhrifameiri eftir herþjónustuferil sinn en þegar hann var í hernum. Kíkjum á stuttan æviferil hans og sjáum svo hvað hann hefur skrifað um stríð og pólitík. Kannski að ég skrifi fleiri en eina grein um hann ef ég tel tilefni til þess.

Douglas Abbott Macgregor (fæddur 4. janúar 1953) er ofursti og embættismaður í bandaríska hernum á eftirlaunum og rithöfundur, ráðgjafi og sjónvarpsskýrandi. Hann gegndi mikilvægu hlutverki á vígvellinum í Persaflóastríðinu og loftárásum NATO á Júgóslavíu árið 1999. Bók hans Breaking the Phalanx frá 1997 staðfesti hann sem áhrifamikinn og óhefðbundinn kenningasmið um hernaðarstefnu. Hugsun hans stuðlaði að breyttri stefnu Bandaríkjanna í innrás þeirra í Írak árið 2003.

Eftir að hann yfirgaf herinn árið 2004 varð hann virkari pólitískt. Árið 2020 lagði Donald Trump forseti til Macgregor sem sendiherra í Þýskalandi en öldungadeildin kom í veg fyrir tilnefninguna. Þann 11. nóvember 2020 tilkynnti talsmaður Pentagon að Macgregor hefði verið ráðinn sem yfirráðgjafi starfandi varnarmálaráðherra, embætti sem hann gegndi í minna en þrjá mánuði. Trump skipaði hann einnig á umdeildan hátt í stjórn West Point Academy. Hann leggur reglulega sitt af mörkum til Fox News og rússneskra ríkisfjölmiðla þar sem skoðanir hans á Rússlandi og Úkraínu hafa valdið deilum.

Kíkjum á bækur hans og umsagnir um þær. Byrjum á Breaking the Phalanx?  Hér er ritdómur um bókina:

Í bók sinni Breaking the Phalanx vekur Douglas A. Macgregor ofursti upp mikilvægar spurningar um framtíðarhlutverk landvalds í þjóðarstefnu Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að beina miklu af umræðu sinni að núverandi endurskipulagningu hersveita, leggur Macgregor ofursti fram fjölmörg rök gegn því að fjármagna núverandi flotadeildir og ráðleggur gegn að fjárfesta í framtíðarvirkjunum á sjó.

"Macgregor ofursti líkir Bandaríkin nútímans við rómverska heimsveldið og heldur því fram að öryggi fyrir Bandaríkin sé ekki fólgið í sjóvaldi, heldur í framherjum í ætt við nútíma rómverska hersveitir. Hann segir að sjóherinn í dag sé afar viðkvæmur fyrir stýriflaugatækni og lofthernaði rekinn frá landi, eins og sást í orrustunni um Falklandseyjar. Macgregor ofursti setur sérstaklega fram þau rök að flugvélar á landi geti að mestu komið í stað flugmóðurskipa, sem í dag eru einfaldlega of dýr og viðkvæm til að gefa tilefni til frekari fjármögnunar. Að lokum heldur Macgregor ofursti því fram að hægt sé að skera niður fjárveitingar til hermála um 147 milljarða, þar sem 102 milljarðar koma beint frá afpöntun bæði Navys Nimitz-flokks flugmóðurskipa og FA-18EF Super Hornet áætlun þess.

Það fé sem sparast við slíkar niðurfellingar gæti þá verið fjárfest í nýrri tækni og sterkari heraflauppbyggingu á landi.  Gera rök Macgregors ofursta, eins og þau eru sett fram í Breaking the Phalanx varðandi flugflota Bandaríkjanna, bæði með tilliti til varnarleysis flota og kostnaðarhagkvæmni, réttlæta fyrirhugaða endurskipulagningu sjóhers? Við rannsóknir á þessari spurningu setur höfundur fram sögulega athugun á orrustuna við Falklandseyjar, með lexíu sem Bretar drógu, umbreytti, þar sem það var hægt, yfir í lexíu fyrir bandaríska sjóherinn í dag."

Nú hef ég ekki lesið bókina, bara bókagagnrýnina. Hann hefur rétt fyrir sér varðandi veikleika flugmóðuskipa. Eitt slíkt skip þarf mörg skip í fylgd til varnar. Það er aðgerðaskipan sem samanstendur af u.þ.b. 7.500 starfsmönnum, venjulega flugmóðurskipi, að minnsta kosti einni orrustuskipi, tundurspillasveit með að minnsta kosti tveimur tundurspillum eða freigátum  og flugsveit 65 til 70 flugvéla. Árásahópur flugmóðuflotans inniheldur einnig (stundum), kafbáta, meðfylgjandi flutningaskip og birgðaskip. 

En Bandaríkjaher er flotaveldi, sem tók við af breska flotaveldinu sem heimsflotaveldi. Með stofnun bandaríska flughersins eftir lok seinni heimsstyrjaldar, styrktist bandaríski flotinn.  Rómverski herinn var alltaf sterkastur sem landher, þótt floti Rómverjar hafi verið öflgur.  Bandaríkin verða aldrei landveldi vegna fjarlægðar frá vígvöllum erlendis.

BREAKING THE PHALANX? AN EXAMINATION OF COLONEL DOUGLAS A. MACGREGOR'S PROPOSALS REGARDING U.S. NAVAL AVIATION

Svo má ekki gleyma kafbátaflotanum sem í raun og veru tryggir kjarnorkuvopnafælingu gagnvart óvinum. Bandaríkjamenn ætti frekar að efla þann flota og þeir eru á réttri leið með stofnun geimflota sinn en átök framtíðar munu færast í meira mæli út í geim.  Nú ætla Bandaríkjamenn með NASA að stofna geimstöð á tunglinu fyrir lok þessa áratugar og það þarf að verja hana sem og gervihnetti sem og leysivopn staðsett á sporbaug um jörðina.  

Hafa verður í huga að bókin er orðin gömul og geimher Bandaríkjanna ekki enn stofnaður og ofurhraða eldflaugar ekki komnar til sögunnar.

En kenning hans um Falklandseyjarstríðið má yfirfæra yfir á stríð um Taívan (sem hann segir engar líkur sé að verði að veruleika) en kínverski flugherinn frá landi getur haldið flugmóðuskipadeildunum frá átakasvæðunum kringum eyjuna í mikilli fjarlægð. Bandaríkjaher verður því að treysta á kafbátaflota sinn sem og bandamanna sinna og hér á ég við um ástralska kafbátaflotann sem er að verða kjarnorkuknúin.

Gagnrýni á kenningu hans (sjá heimild að ofan): "Macgregor ofursti gerir ráð fyrir að flugdeild flotans sé aðeins til í einum tilgangi: kraftvörpun herafla yfir land. Hann hunsar þá staðreynd að flugdeildir flotans eru til að veita flota og aðrar einingar á sjó yfirburði í loftrými og að aflvörpun kemur sem afleiðing þessara yfirburða í lofti.

Macgregor ofursti fjallar aldrei nægilega um þetta grundvallaratriði sem þáttur í sjóhernaði, sem bendir til skorts á skilningi á mikilvægi lofts yfirburði í stríðum á sjó. Macgregor ofursti gerir ráð fyrir að flugdeild flotans sé aðeins til í einum tilgangi: kraftvörpun yfir land. Hann hunsar þá staðreynd að flugdeildir flotans eru til að veita flota og sjólyftu eignir í lofti yfirburði í lofti og að aflvörpun kemur sem afleiðing þessara yfirburða í lofti.

Macgregor ofursti fjallar aldrei nægilega um þetta grundvallaratriði sem þáttur í sjóhernaði, sem bendir til skorts á skilningi á mikilvægi lofts yfirburði í stríðum á sjó. Þangað til  geimvarnarkerfi eru orðin það þróuð, sem byggir á árásir úr geimi niður á land eða sjó, sem getur veitt loftyfirburðir til varna skipa á hafi úti, eru flugmóðurskip og flugvélar þeirra, þrátt fyrir háan kostnaður, áfram mikilvægir vettvangar sjóhernaðar."

Svo voru mörg orð gagnrýnanda hans. En ég held að Macgregor sé ekki að vanmeta flugeiningar flugmóðuskipa og mat hans á getu flugmóðudeilda til árása á land sé réttmæt. Og það er rétt að flugmóðuskipahernaður er hernaður seinni heimsstyrjaldar. Yfirburðir neðansjávar (kafbátar) og í geimi (geimskip og leysivopnatækni), eru lykilatriði í sigri í stríði.

Stríðið í Úkraníu er pólitískt stríð og gefur það ekki rétta mynd af átökum stórvelda í framtíðinni.  Í stríði þar sem á að eyða herjum andstæðingssins og ekki hernám, eru skriðdrekar og landherir ekki notaður. Í Úkraníu er Pútín að reyna að breyta stjórnarfari (pólitískt stríð) í landinu og því gamaldagsaðferðir notaðar. Stríð framtíðar fara fram með drónatækni, gervigreind, vélmennum og stríðsvélar sjá um eyðinguna en mannshöndin á bakvið í öryggri fjarlægð. Bandaríkjaher mun snúa sér meira að þessari tækni, því að hann er viðkvæmur fyrir háar manntjónstölur (sem rússneski herinn virðist ekki vera, a.m.k. í sama mæli).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

MacGregor um Kína: https://fb.watch/kjDn7mQOMK/

Birgir Loftsson, 4.5.2023 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband