Heimsmálin eru í kalda kola um þessar mundir. Efnahagsástandið í stærsta hagkerfi heims, í Bandaríkjunum, er slæmt og það sem verra er, landinu er stjórnað samkvæmt ný-marxískri hugmyndafræði undir stjórnleysi Joe Biden. Síðasta sem fréttist af honum er að hann er á heimleið, en fer strax á ströndina í Delaware.
Maðurinn dvali í fimm daga á Írlandi án sýnilega ástæðu og neitaði að halda blaðamannafund. Hann treysti sig til að taka spurningu frá börnum og þegar eitt þeirra spurði: "What is the key to success", fór hann að tala um hvernig eigi að berjast við Covid!!! Eiginkona hans, Jill Biden, er ekki með í för en hinn spillti sonur hans, Hunter, er með til að standa við hlið pabba og leiðbeina honum í gegnum daginn, svo hann ráfi ekki í burtu eins og hætt er á með heilabilaða einstaklinga.
Allir eru að búa sig undir stríð í Asíu og þjóðir heims eru að veðja á sigurvegarann, sem virðist vera Kína, ekki Bandaríkin.
Seinastur til að lúta Xi er Macron sem fullvissaði hann um að Frakkar hefðu lítinn áhuga á að blandast í stríð um Taíwan. Er Macron að tala fyrir hönd Evrópusambandsins? Kína virðist vera leiðandi á heimsviðinu, stillir til friðar á milli erkifjendurna Íran og Sádi-Arabíu, ótrúlegt! Sem ég túlka sem vopnahlé en ekki frið milli þessara stórvelda í Miðausturlöndum. Næsti friðarsamningur sem Kína mun hafa milligöngu fyrir er í Sýrlandi. Xi er mjög upptekinn við að taka á móti erlendum leiðtogum þessa dagana.
Bandaríkjamenn virðast eiga fáa vini í dag. Brasilía, Suður-Afríka og fleiri ríki í BRICS vilja losa sig við Bandaríkjadollara sem heimsmynt. Ef það gerist, hrynur efnahagskerfi Bandaríkjanna á innan við eitt ár. Kreppan yrði verri en sú sem var á þriðja ártug 20. aldar segja sérfræðingar.
* Skýring: BRIC er skammstöfun sem stendur fyrir Brasilíu, Rússland, Indland og Kína. Þetta eru fjögur lönd sem voru flokkuð saman árið 2001 af hagfræðinginum Goldman Sachs sem eiga möguleika á að verða leiðandi hagkerfi heimsins á 21. öldinni vegna fjölda fólks, örs hagvaxtar og vaxandi millistéttar. Hugtakið hefur síðan verið mikið notað til að vísa til þessara landa sem hóps, sérstaklega í umræðum um alþjóðlega efnahagsþróun og breytt valdahlutfall í heiminum. Árið 2010 bættist Suður-Afríka í hópinn og hann varð þekktur sem BRICS.
Ástandið virkar frekar slæmt fyrir Bandaríkjamenn en þeir eiga vini eftir sem áður. Breski bolabíturinn eltir húsbónda sinn til heljar ef þess gerist þörf (þrátt fyrir að Joe Biden gerir sér far um að móðga Breta sem mest hann má í Írlandsferð sinni (hann er Íri að uppruna), t.a.m. með því að boðun um að mæta ekki í krýningu Karl III en getur samt verið í fjölskyldufríi á Írlandi í 5 daga).
Engilsaxnesku þjóðirnar haldast að, þannig að Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland ásamt Bretlandi eru staðfastir fylgjendur BNA. Svo á við NATÓ-ríkin almennt (Frakkland?).
Í Asíu, eru Það Ástralía, Filipseyjar, Suður-Kórea, Japan, kannski Víetnam, sem munu fylgja Bandaríkin í stríð við Kína um Taíwan. Af hverju? Af því að Bandaríkin eru fjarlægt heimsveldi sem hyggur ekki á landvinningum en Kína er í bakgarðinum og engar þessara þjóða þora að lenda undir hæl Kína (gætu lent í hersetuástandi sem gæti varið í aldir eða verið innlimað eins og Tíbet).
Kínverjar hafa hirt fyrrum bandamenn BNA til sín og kjarnorkuveldið Pakistan er meðal þeirra en einnig kjarnorkuveldið Norður-Kórea. Þá er það spurningin um Indland. Hvar stendur það í komandi Asíustyrjöld? Indland er í nánu sambandi við BNA og á í landamæradeilu við Kína. Nægir það til að Indland fylki sér á bakvið BNA? Sagan segir að Indland kjósi hlutleysi umfram stríð. En þetta er allt í óvissu.
Ef Kína kýs að taka Taívan með hervaldi, guð forði okkur frá því, þá eru líkurnar á álfustríði gríðarlegar, jafnvel heimsstyrjöld. Sérfræðingar segja að helsta tækifæri til þess er fyrir lok forsetatíðar Joe Bidens og þá fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 2024. Fyrir því eru nokkrar ástæður.
Í fyrsta lagi hefur stjórn Joe Biden misst allt úr höndum sér í virðingu og áhrifum á alþjóðavettvangi síðast liðinn tvö ár undir stjórnleysi Bidens. Allar líkur eru á að ef til stríðs kemur, skilji Joe Biden ekki að það sé stríð sem er brostið er á, vegna heilabilunnar. Viðbrögð stjórnar hans munu einkennast af fálmi í fyrstu og það gæti verið gæfumunurinn á sigri Kínverja í stríði um Taívan.
Í öðru lagi eru Bandaríkin upptekin i milligöngu stríði sínu í Úkraníu og hafa eytt 194 milljarða Bandaríkjadollara í stríðið, sem er gríðarleg upphæð og tæmt vopnabúrin sín af hágæða vopnum. Stríðið gengur illa fyrir Úkraníumenn en báðir stríðsaðilar hafa blætt út, líka Rússar. Ég tel því engar líkur á að Pútín ráðist á NATÓ eins og stríðsæsingamenn telja.
Í þriðja lagi hefur kínverski flotinn aldrei verið eins öflugur og hann er í dag, hann er jafnvel stærri en sá bandaríski.
Í fjórða lagi benda "stríðsleikja æfingar" Bandaríkjahers til þess að hann eigi í miklum erfiðleikum við að verja Taívan og hann jafnvel tapi stríðinu. Stríð eru ófyrirsjáanleg og ef kjarnorkuvopnum yrðu beitt í þessum átökum, er hætt á þriðju heimsstyrjöld.
DC group's wargame predicts how China vs US war would end
America predicts war with China in 2025
Ef Kína tekur Taívan, mun leiðin út á Kyrrahafið opnast (eyjahring fangelsi þeirra þar með opnað) og tel ég þetta vera meiri ástæðan til innrásar en sært stolt Kína vegna landamissa síðastliðna tveggja alda.
En verður stríð? Vonandi ekki, allir tapa á því, bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn. Efnahagur Kína yrði fyrir miklu barði og helsti viðskiptavinur þeirra, BNA, myndu hætta verslun við það.
En valdajafnvægið er raskað, vegna stjórnleysi ríkisstjórnar Joe Biden. Friður með styrk er máttugri leið en friðum með veikleika. Hér skiptir máli hver er við stjórnvölinn í Hvíta húsinu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 16.4.2023 | 13:03 (breytt kl. 14:02) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Sæll Birgir.
Líkt og vanalega, þá er ég þér nokkuð sammála, nema þegar kemur að málefnum Kína.
Við höfum líklega báðir séð og fylgst með ástandinu í Bandaríkjunum á undanförnum árum og því sammála hvað þau mál varðar, en frá aldarmótum hef ég varið töluverðum tíma í mörgum ferðum til Kína og kynnst þar aðstæðum af eigin raun.
Ég get alveg fullvissað þig um að ég átti von á allt öðru ástandi í stöðu mála, bæði hvað varðar lífskjör almennings og stöðu mannréttindamála, sem eilíft er klifað á hér, líklega að frumkvæði Bandaríkjanna, svo að mikil varð undrun mín þegar ég komst að þeirri staðreynd að þau mál voru jafnvel í betra lagi en hér, svo ekki sé minnst á hörmulegt ástandið víða í Bandaríkjunum.
Ef ég ætti t.a.m. að líkja bandarískri stórborg við kínverska, þá væri það svipað og að líkja hinni glæsilegu Rihönnu við titrandi gamalmennið Joan Collins.
Ég vona að þú fáir fljótlega tækifæri á að kynna þér innviði Kína með eigin augum í stað þess að treysta alfarið á lýsingar Reuter og RÚV.
Niðurstaða mín er því: Tíminn vinnur með Kína.
Jónatan Karlsson, 16.4.2023 kl. 15:29
Sæll Jónatan, ólíkt þér eða bróðir, er ég ekki í neinu liði enda sagnfræðingur. En ég bara hef áhyggjur af að stríð brjótist út vegna kjánaskap eða misskilning stórveldanna og vegna þess að valdajafnvægi er rofið eins og það er í dag. Já, ég á eftir að kíkja til Kína í persónu en ég á í viðskiptum þar. Þannig að ég segi: guð blessi friðinn!
Birgir Loftsson, 16.4.2023 kl. 19:32
Nota bene, fólk verður að vara sig á að fylgja einhverjum í blindni. Hópi, stjórn, landi eða annað. Ef það er gert, þá erum við kannski að fylgja rangri stefnu sem leiðir til ófara. Hægt er að elska rússnesku þjóðina, þá bandarísku eða kínversku án þess að fylgja ríkisstjórnum viðkomandi landa að máli. Við gagnrýnum íslensku ríkisstjórnina en hötum ekki Íslendinga um leið!
Birgir Loftsson, 17.4.2023 kl. 11:20
Kannski eru vestrænir herfræðingar of áhyggjufullir. Kínverjar hafa of mikið að tapa ef þeir fara í stríð. Kannski eru þeir aðeins að hnykkja vöðvana í stjórn Bidens vegna þess hverju veik hún er, geópólitíkst bragð upp á sitt besta.
Birgir Loftsson, 17.4.2023 kl. 15:05
Douglas Macgregor hefur ekki trú á útþennslustefnu Kína, þeir vilji bara viðskipti, ekki stríð: https://fb.watch/jZeY7c5vJf/
Svo má bæta við að á meðan belti og brautir áætlunin er ekki komin í gagnið, og Kínverjar enn háðir sjóverslun, geta þeir ekki staðið í stríði við mesta sjóveldi sögunnar, Bandaríkin.
Birgir Loftsson, 17.4.2023 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.