Það er deginum ljósara að flokkurinn yfirgaf grunngildi sín fyrir löngu. Kíkjum á hugmyndafræði og grunngildi flokksins til að komast að hinu sanna.
Stjórnmálaleg hugmyndafræði Sjálfstæðsflokksins samkvæmt Wikipedia er frjálslynd íhaldsstefna, frjálshyggja, hægristefna, frjálslyndi, íhaldsstefna. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí árið 1929 við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn segir hlutverk sitt að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.. Hinn hluti Sjálfstæðisstefnunnar er söguleg arfleifð sjálfstæðisbaráttu Íslendinga um að Ísland eigi skilyrðislaust að vera sjálfstætt ríki.
Hér eru grunngildi flokksins í dag á vefsetri hans: https://xd.is/sjalfstaedisstefnan-i-hnotskurn/ Hér verður ekki betur séð en þetta sé eintómt froðusnakk og það sem eitthvert bit er í, er flokkurinn að brjóta sjálfur á! Förum í stefnuna lið fyrir lið.
Hvað felst í sjálfstæðisstefnunni? Frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, frjálst framtak, frjáls verslun og frelsi einstaklinganna eru kjarni sjálfstæðisstefnunnar.
- Þetta er að hluta til rétt, flokkurinn styður frjálst framtak, frjálsa verslun og frelsi einstaklinganna en stóra frelsið og sjálfstæði þjóðarinnar hefur flokkurinn fyrir löngu gefið frá sér. Í raun getum við farið aftur til 1951 þegar Íslendingar gáfu frá sér grunnhlutverk ríkis, en það er rekstur hers til verndar land og þjóðar. Næsta skref sem stigið var var inngangan í EES án þess að þjóðin væri spurð. Nú ætlar flokkurinn að innleiða bókun 35 gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar með almenna reglu um forgang EES réttar. Hefur ein einasta reglugerð eða lög frá Evrópusambandinu verið hafnað af Alþingi? Allt innleitt, jafnvel það sem algjörlega á móti hagsmunum Íslands.
Hvert er hlutverk ríkisins samkvæmt sjálfstæðisstefnunni? Traust ríkisvald er nauðsynlegt, en verksvið þess þarf að vera skýrt markað. Ríkisvaldið á að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu. Ríkið lifir ekki sjálfstæðu lífi, það er til fyrir fólkið og vegna fólksins, ekki öfugt. Fólkið segir ríkinu fyrir verkum en ríkið ekki fólkinu. Þess vegna leggur Sjálfsstæðisflokkurinn höfuðáherslu á lága skatta og ábyrga nýtingu skattfjár.
- Er þetta gríntexti? Ríkið er ofan í hverjum vasa borgaranna sem það nær í og skattar eru stjarnfræðilegir háir á landinu. Ríkisbálknið þennst endalaust undir stjórn flokksins (og annarra meðreiðasveina).
Hvað greinir sjálfstæðisstefnuna frá hugmyndafræði annarra flokka? Sjálfstæðisstefnan lýsir sameiginlegu lífsviðhorfi fremur en niðurnjörfaðri hugmyndafræði og vísar á bug þeim tilburðum sem aðrir flokkar hafa haft til þess að greina þjóðina í hópa og stéttir, sem tefla hverri gegn annarri vegna ólíkra hagsmuna.
- Þetta er virðist vera rétt að flokkurinn dregur ekki taum neinna stéttar en hann dregur ótvírætt taum hagsmunahópa sem ég ætla ekki að rekja hér frekar, allir þekkja þá sögu, afsal þjóðarauðlinda í hafi.
Hvaða sýn hefur Sjálfstæðisflokkurinn í umhverfismálum? Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á náttúruvernd, uppgræðslu landsins og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Flokkurinn talar fyrir skynsemishyggju og hefur bæði í ríkisstjórn og sveitarstjórnum beitt sér fyrir friðlýsingu náttúrunnar, hitaveituvæðingu Íslands, orkuskiptum frá olíu í rafmagn, orkuöryggi, sjálfbærri auðlindanýtingu sem byggir á bestu vísindaþekkingu og áfram mætti telja.
-Þetta er dæmigerð vinstri stefna, græn stefna sem er svo sem í lagi ef stjórnvöld eru ekki að beita einstaklingum og fyrirtækjum þvingunum til að koma þessari stefnu á. Það væri gegn einstaklingsfrelsinu.
Hvað segir Sjálfsstæðisflokkurinn um alþjóðasamvinnu? Sjálfsstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á öfluga alþjóðasamvinnu og opin alþjóðaviðskipti. Þannig eru hagsmunir smáríkis best tryggðir.
-Þetta er góð og gild stefna. Við eigum að rækta vinskap við sem flestar þjóðir, gera fríverslunarsamninga, en hins vegar eigum við að forðast stórveldisátök eins og heitan eld. Ísland hefur blessunnarlega sloppið við hinu endalausu stríð Evrópuþjóða vegna einangrunnar. Og ekki troða illsakir við stórveldi eins og við erum að gera í núverandi stríði í Evrópu! Betra að þeigja en segja.
Hvað segir sjálfsstæðisstefnan um lýðræði og frelsi? Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisflokkur sem er fylgjandi valddreifingu í þjóðfélaginu....Lýðræði og lýðfrelsi er ekki tryggt, vegna þess eins að þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar fara fram fjórða hvert ár.
- Bla, bla, bla orðasnakk. Hljómar fallega en segir ekkert bitstætt.
Svona er meginstefna flokksins, en það sem vekur kannski meiri athygli er það sem vantar.
Menningarstríðið - íhaldsgildi. Hvar stendur flokkurinn í menningastríðinu sem nú geysar í heiminum? Woke menningin sem á uppruna sinn í ný-marxískum fræðum vestan hafs og herjar grimmt á hefðbundin gildi og venjur.
Það kemur hvergi fram í meginstefnu flokksins. Hvar eru gildin um varðveislu fjölskyldugilda, lífs, menningu þjóðar, ættjarðarást, tungu og trúar? Ekki stafur um þetta í stefnunni. Er það með ráðum gert?
Repúblikanaflokkurinn vs Sjálfstæðisflokkurinn
Berum saman "systurflokkanna" Repúblikanaflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.
Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum og Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi eru báðir mið-hægri stjórnmálaflokkar með íhaldssöm gildi (á yfirborðinu a.m.k.).
Eitt helsta líkt með þessum tveimur aðilum er áhersla þeirra á einstaklingshyggju og frjálsa markaðsreglur. Báðir flokkar styðja almennt takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífinu og tala fyrir lágum sköttum og minni regluverki.
Hins vegar er einnig nokkur athyglisverður munur á milli flokkanna tveggja. Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur tilhneigingu til að vera félagslega íhaldssamari en Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi. Sem dæmi má nefna að Repúblikanaflokkurinn hefur tekið afstöðu gegn hjónaböndum og fóstureyðingum samkynhneigðra á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið hófsamari í þessum málum.
Auk þess hefur Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi í gegnum tíðina lagt ríka áherslu á umhverfishyggju og sjálfbærni, öfugt við afstöðu Repúblikanaflokksins sem er hlynntari opnum viðskipta- og orkumálum. Einstök landafræði Íslands og miklar náttúruauðlindir hafa gert umhverfismál mikilvægan þátt í stjórnmálaumræðu landsins.
Á heildina litið, á meðan báðir flokkar deila hugmyndafræðilegum líkindum, geta sértækar stefnur og menningarlegt samhengi verið mjög mismunandi vegna mismunandi sögu og samfélagslegra þátta sem móta land sitt. En í forsetatíð Donalds Trumps, komust íhaldssöm gildi aftur til vegs og virðingar, ættjarðarást og áhersla á hefðbundin gildi. Trump breytti flokknum úr kerfiskarlaflokki í íhaldsflokk enda kalla Repúblikanar sig "conservatives", íhaldsmenn. Á Íslandi er vinstri menn hættir að nenna að kalla Sjálfstæðisflokkinn íhaldið, enda ekkert íhaldsamlegt við flokkinn!
Repúblikanaflokkurinn viltist af braut undir forystu Bush feðganna, sem báðir voru flokksgæðingar og kerfiskarlar. Þeir framfylgdu ekki stefnu Ronald Reagans sem var dæmigerð íhaldsstefna enda sat hann við völd í átta ár við góðan orðstír. Frá 2008, fyrst undir stjórn Barack Obama, með 4 ára hlé stjórnar Donald Trumps, hafa Demókratar ráðið ríkjum í Bandaríkjunum. Þeir hafa gjörbreitt kúrs í menningar- og umhverfismálum og tekið upp ný-marxíska stefnu undir "forystu" Joe Bidens. Landið er í dag menningarlega og efnahagslega gjaldþrota undir þessari stefnu (minnir á tímabilið um 400 e.kr. í Róm, þegar borgarnir voru klofnir í tvo andstæða hópa, heiðingja og kristna með andstæð sjónarmið sem Rómverjar náðu ekki að sætta. Stutt var í fall Rómaveldis eftir þetta).
Sjálfstæðisflokkurinn í dag
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hrakist af leið, lagt of mikla áherslu á að vera við völd og sætt sig við málamiðlanir. Betra væri fyrir flokkinn ef hann myndi einu sinni standa fast á grunngildum sínum og kjósa að sitja utanstjórnar. Brýna fyrir fólk fyrir hvað flokkurinn stendur og standa fast við stefnuna. Fylgið myndi eflaust aukast en það hefur verið í sögulegri lægð. Það er ekki eðlilegt að eini hægri flokkurinn í landinu sé aðeins með um 20-25% fylgi.Það vantar nýjan leiðtoga fyrir flokkinn, n.k. Davíð Oddson týpu sem þorir að taka afstöðu í deilumálum. Bush-stefna flokksins og búrókratía er ekki gott vegnesti til framtíðar.
En fólkið sér raunstefnu flokksins í dag, sem er opin landamæri, þögn í menningarstríðinu, hagsmunahópa dekur, undirlægjuháttur í alþjóðasamskiptum og ekkert tal um ást til lands og þjóðar. Er flokknum viðbjargandi? Vantar ekki bara nýjan hægri flokk með ferskar hugmyndir og fólk?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.4.2023 | 10:43 (breytt kl. 11:20) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.