Getum ekki tryggt hernaðarlega mikilvæg mannvirki

„Hvað ætla ís­lensk stjórn­völd að gera ef við verðum fyr­ir óvæntri eða fyr­ir­vara­lausri árás, get­ur verið hermd­ar- eða hryðju­verk eða eitt­hvað annað verra, sem ger­ir það að verk­um að við veðrum að tryggja hernaðarlega mik­il­væg mann­virki þannig að við get­um fengið liðsauka og hjálp?“

Þess­ar­ar spurn­ing­ar spyr Arn­ór Sig­ur­jóns­son, fyrr­um her­mála­full­trúi Íslands hjá NATO og skrif­stofu­stjóri í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í viðtali í Dag­mál­um. Hann skef­ur ekki utan af hlut­un­um þegar hann lýs­ir stöðunni eins og hún blas­ir við hon­um.

„Staða okk­ar í dag er sú að við höf­um enga getu til þess í ein­hvern ákveðinn tíma.“

Slóð: Getum ekki tryggt hernaðarlega mikilvæg mannvirki

Fleiri en hann sem hafa bent á þessar hættur, svo sem ég og Baldur Þórhallsson.

Eins og ég hef rakið áður, myndi árás á Ísland fyrst og fremst beinast að Suður-Íslandi, sérstaklega Suðurnes og Suðvesturhornið (höfuðborgarsvæðið). Það sannaði áherslur Breta og Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, báðir aðilar einbeittu sér að vörnum eða árásum fyrir þetta svæði.

En það eru fleiri skotmörk en Keflavíkurflugvöllur og höfuðborgarsvæðið. Óvinaríki (ekki endilega Rússland, gæti verið Kína), myndu einbeita sér innviðum og orkumannvirkjum og af þeim eigum við nóg. Ímyndum okkur ef Kárahnjúkavirkjun yrði sprengd í loft upp. Hvaða varnir eru þar í dag? Einn eða tveir starfsmenn á vakt. Tjónið yrði óbærilegt. Flugvellir og hafnir og ratsjárstöðvarnar fjóru yrðu skotmörk.  Sérsveitir / hemdarverkasveitir yrðu sendar á þessa staði til að valda eyðilegggingu.

Koma þá ekki Bandaríkjamenn ekki þá til varnar? Nei, ekkert herlið er frá þeim að staðaldri á Íslandi. Þeir sem þekkja til hermála, þá er herflutningar á liði og búnaði mikið verk og hefur alltaf verið síðastliðin 4 þúsundar ára sögu "nútímahernaðar"  (formlegs hers).

Til staðar verður að vera herlið / heimavarnarlið / varnarlið/ öryggissveitir (hvaða nafn við viljum kalla sveitirnar), sem þekkja staðhætti og eru til staðar ef til árásar kemur, hvort sem það er frá hryðjuverkamönnum eða erlendu herliði.

Smáher eins og Arnór Sigurjónsson vill koma á fót (1000 manna her) - herfylki (e. battalion) er mjög góð stærð en rausnarskapur íslenskra stjórnvalda (níska) ríður ekki einteymingi. Því held ég að undirfylki (200 manna lið) sé raunsæjara fyrsta skref. Það er ígildis elítusveitar eins og SAS eða Navy seal (10 sveitir eða 2000 manna lið), Útlendingahersveita Frakka (8000 manns) eða Army Rangers. Átök Vesturlanda hafa ávallt byrjað með notkun þessara sveita sem fyrsta skref.

Hversu fjarstæðukennt er þessi atburðarrás? Við höfum aldrei verið eins nálægt þriðju heimsstyrjöldinni og í dag, síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Um það eru hernaðarfræðingar sammála.

Það eru meira segja miklar líkur á Asíustyrjöld (sumir áætla hana um 2027) milli Bandaríkjanna og Kína. Og hvar standa Íslendingar þá? Bandaríkjaher MUN EKKI hafa mannskap til að verja Ísland (eins og 2006 sýndi fram á), við verðum látin sitja á hakanum enda HUGSA bandarískir hershöfðingjar út frá bandarískum hagsmunum, ekki íslenskum.

Varnir Íslands frá sjónarhorni Bandaríkjanna er að Ísland er í GIUK hliðinu og varnirnar snúast um að koma í veg fyrir að rússneskir kafbátar komist úr Norður-Atlandshafinu í Atlantshafið sjálft og geti gert árás á Bandaríkin sjálf. Ísland sjálft er hliðarskemmd (collegteral damages).

Það er a.m.k. lágmark að Íslendingar hafi þekkingu á hernaðarfræði og sérfræðinga til staðar. Svo við getu tekið upplýstar ákvarðanir út frá hagsmunum Íslendinga.

Endurreisn Varnarmálastofnun Íslands væri í raun allra fyrsta skrefið og lágmarkskref. Ekki að senda meiri pening til höfuðstöðva NATÓ í Evrópu eins og íslenskir stjórnmálamenn vilja bara gera.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ísland hefur ekki bolmagn fyrir neitt af þessu, og yfirvöld eru of miklir þöngulhausar til þess að geta unnið með það sem þau hafa.

Svo...

Bjóðum bara innrásarhernum kaffi.  Best.  Skálum þegar þeir hengja yfirvöld öðrum til viðvörunar.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.4.2023 kl. 00:25

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sammála Ásgrímur en því miður koma þeir ekki bara í kaffi á meðan við erum í samfloti við Bandaríkin. Þeir koma til að slást.Þú hefur eflaust hitt einhvern slíkan á einhverju balli.

En það sem ég er að reyna að segja er að við eigum að hætta að vera peð í valdapólitík stórveldanna og ég vill ekki að Ísland verði vígvöllur tindátanna úr austri og vestri. Nú vilja sumir sérfræðingar að Bandaríkjaher snúi til baka....nei takk! Sjá greinina í Morgunblaðsins í dag sem ber heitið "Skoða ætti endurkomu hersins", bls. 6.

Það er reginmunur á ef íslenskir hermenn eru til varnar landinu eða bandarískir. Í fyrra tilfellinu er það dagsljóst að stórveldi væri að troða á örríki með ofbeldi með innrás og það væri bein árás á lýðveldið Ísland, en ef bandarískir dátar eru til varnar, þá er hægt að segja að þeir væru að ráða á þá sem Bandaríkjamenn - óvini sína, ekki Íslendinga sem væru svo óheppnir að vera staddir mitt á milli. 

Höldum öllu útlendu hernaðarbrölti frá Íslandi með öllum tiltækum ráðum.  Við eru skotmörk vegna veru okkar í NATÓ. Kaffibolli breytir engu um það. Ef við viljum ekki vera í bandalaginu, þá gætum við sagt okkur úr því, lýst yfir hlutleysi en þá verðum við að vera tilbúin að verja það (a.m.k. táknrænt séð). Vatnið rennur í allar misfellur, svo á einnig við um varnir Íslands.

Birgir Loftsson, 6.4.2023 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband