Donald Trump og atlagan að lýðræðinu í Bandaríkjunum

Nú ríkir eflaust Þórðargleði hjá mörgum andstæðingum Donalds Trumps á Íslandi. Nú á að draga karlinn fyrir dóm í New York á hæpnum forsendum. Frá því að Donald Trump bauð sig fram til forsetaembættis fyrir sjö árum hefur hann staðið undir standslausum árásum andstæðinga sinna. Fyrst er hann bauð sig fram, var hlegið að honum og hann kallaður trúður. Svo þegar utangarðsmaðurinn vann alla kerfiskarlanna í Repúblikannaflokkum og varð forsetaefni flokksins, runnu tvær grímur á andstæðinga hans úr báðum flokkum. Hann var búinn að sanna sig sem hættulegur andstæðingur.

Samsæri voru þegar myndum gegn honum og heitið var að taka hann niður með öllum tiltækum aðferðum. Það hefur gengið eftir. Andstæðingarnir sóru strax og áður en hann var svarinn inn í embættið að taka hann og fylgjendur hans niður. Það óheyrða gerðist var að njósnað var um um forsetaframboðið frá kosningaúrslitum þar til hann tók við valdataumum í janúarmánuði en þetta er þriggja mánaða tímabil fyrir forsetaskipti og er í raun valda tómarúm.

Lögð var gildra fyrir fyrrum hershöfðingjann Michael Flynn, sem 24. þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna í stjórn Donalds Trumps og var hann aðeins 22 daga í embætti. Í desember 2017 gerði Flynn formlegan samning við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, um að játa sekt um að hafa „af ásetningi og vitandi vits“ gefið rangar yfirlýsingar til FBI um samskipti Kislyak, og samþykkti að vinna með rannsókn sérstaks saksóknara. Þetta var aðeins hægt vegna þess að spilttir stjórnendur FBI hafði njósnað um framboð Donalds Trumps.

Til að fara yfir langa sögu í stuttu máli, ætla ég að stikla á stóru, enda á greinin að fjalla um stöðu Bandaríkjanna og eftir forsetatíð Trumps. Ekki er hægt að aðskilja stöðu ríkjasambandsins í dag frá því vegna þess að pólitíkin gjörbreyttist við embættistöku Joe Bidens. Við tók tveggja ára óstjórn landsins.

Mueller-rannsóknin

Donald Trump og fólk hans var ákært fyrir samstarf við Rússa. Niðurstöður Mueller-rannsóknarinnar voru birtar árið 2019. Í lokaúrskurði sinni taldi Mueller að það væri ekki nægur sönnun fyrir því að Trump-stjórnin hefði samið við Rússland og að ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir að rannsókninni yrði hætt. Ekkert saknæm hafði fundist og síðar kom í ljós framboð Hillary Clinton hafi í raun staðið fyrir samstarfi við Rússa til að koma höggi á Donald Trump.

Á meðan Donald Trump var í embætti forseta Bandaríkjanna,  kom fram ágreiningur og umræður um mögulegt embættisbrot hans. Þessi umræða var óvenjulega mikil og það var oft lýst sem einstökum tíma í sögu Bandaríkjanna þegar það kom að mögulegum brotum forseta.

Möguleg embættisbrot Donalds Trumps sem hafa verið rædd:

  • Mögulegt brot á lögum varðandi samstarf við útlönd og aðstoð við aðhrifavaldaraðgerðir í forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Þetta var rannsakað í Mueller-rannsókninni, en þar var ekki ákvörðun tekin um hvort slíkt brot hafi átt sér stað. Í raun var Trump sýknaður.

  • Mögulegt brot á lögum varðandi valdarfjármála, sem tengist Trumps persónulegum greiðslum til konunnar Stormy Daniels og aðrar konur sem áttu samband við hann. Trump hefur neitað því að þetta hafi verið ólöglegt. Þetta mál er enn í gangi.

  • Mögulegt brot á lögum varðandi spillingu í embætti, þar sem Trump var kærður vegna þess að hann hafi notað opinbera embætti sitt til að efla eigin viðskiptaaðstöðu. Þetta var m.a. rætt í tengslum við fjármögnun Trumps fyrir fjölskyldufyrirtækið sitt, sem var sagt að hefði átt við umtalsverða spillingu.

Svo það fáheyrða í sögu Bandaríkjana að sitjandi forseti er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot (e. impechment). Annars vegar fyrir fyrir símtal við forseta Úkraníu (sem hann sannaði að var bara saklaust símtal með að birta samtalið) og hins vegar fyrir 6. janúar uppþotið (þar sem hann kvatti stuðningsmenn sína til að koma saman og mótmæla friðsamlega).

Hins vegar var hann aldrei dæmdur formlega sekur í neinu af þessum brotum. En Stormy Daniel málið er enn eftir.

Sem forseti var árangur hans frábær. Atvinnulífið blómstraði undir hans stjórn, skatta- og efnahagsmál styrkt og stóð það í miklum blóma þar til Covid faraldurinn skall á og umbreytti öllu. Margir segja að Trump væri enn forseti ef til faraldursins hefði ekki komið.

USMCA samningurinn var stór sigur fyrir Bandaríkin

Viðskipta samningurinn milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada (eða USMCA, sem stendur fyrir United States-Mexico-Canada Agreement) var undirritaður í nóvember 2018 á meðan Donald Trump var forseti Bandaríkjanna. Samningurinn skiptir máli, þar sem hann fylgir uppá stórviðburði í viðskiptum milli landanna, North American Free Trade Agreement (NAFTA), sem var í gildi í yfir 25 ár áður en hann var endurnefndur.

Landamæravandamálið leyst

Á tímum forsetatíðar Donald Trumps höfðu landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna verið mikið deilumál í stjórnmálum. Trump lagði áherslu á að byggja vegg á landamærunni til að koma í veg fyrir komu ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó og öðrum löndum. Hann hafði lýst yfir að Mexíkó myndi borga fyrir framkvæmdirnar, sem vakti mikla gagnrýni í báðum löndum.

Í janúar 2017, í upphafi forsetatíðar Trumps, undirritaði hann skipun sem krafðist aðgerða til að auka öryggi á landamærunni og stefna að endurskoðun þeirra löggjafarsamninga sem tengdir voru við innflytjendur. Hann boðaði einnig til að byggja vegg á landamærunni og mætti því mikið mótmæli frá mexíkóskum stjórnmálaflokki.

Eftir að Trump og mexíkóskur forseti, Enrique Peña Nieto, hittust árið 2018 á samningaviðræðum um viðskipta samning (sem síðar varð USMCA), þá hófst átök á milli þessara tveggja ríkja vegna veggjarins á landamærunni. Trump dró úr fjárhagslegum stuðningi Bandaríkjanna fyrir að byggja vegginn og stofnaði sérstaka stofnun sem gæti gert ráð fyrir meira en $8 milljarða til að byggja hann án samþykkis þings. Byggður var um 500 km langur veggur. Aldrei höfðu eins fáir ólöglegir innflytjendur (þeir sem sóttu ekki um hæli á landamærastöðvum) farið yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og í forsetatíð hans. Nú, undir stjórn Joe Bidens, eru landamærin galopin og milljónir ólöglegra innflytjenda streyma óáreittir yfir landamærin, sem og glæpamenn, hryðjuverkamenn og eiturlyf (um 100 þúsund manns deyja árlega vegna þess).

Árangurinn í öðrum utanríkismálum var einnig mikill

Friðarsamkomulagið Abraham (Abraham Accords) er samkomulag sem var undirritað milli Ísraels, Sameinuðu arabísku furstadæmana (SAF) og Bahréin á haustinu 2020 í Hvíta húsinu í Washington D.C. Samkomulagið felur í sér styrktar stjórnmálaleg, efnahagsleg og menningarleg tengsl milli Ísraels og átta SAF-ríkja sem höfðu áður aðstoðað Palestínumenn og studd stofnun Palestínu ríkis.

Samkomulagið er kennt við Jared Kushner, fyrrverandi ráðherra og tengslamaður forseta Donald Trump við Mið-Austurlöndin, sem var einn af höfuð mönnum í að ná samkomulaginu á vegum Bandaríkjanna. Friðarsamkomulagið var nefnt eftir Páli Abraham í gyðinga- og íslamstrú og er talið vera mikilvægt skref í átt til friðar á svæðinu.

Og sögulegt var þegar Donald Trump, fyrstur Bandaríkjaforseta, steig yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu í boði leiðtoga N-Kóreu. Friður í gegnum styrk var utanríkisstefnan.

Friður í heiminum í valdatíð Donald Trumps

Ekkert stríð geysaði í valdatíð Donalds Trumps. Hann hafði gott lag á einvöldunum Vladimír Pútín, Xi Jinping og Kim Jong-un og þeir hvorki hótuðu né fóru í stríð á hans vakt. Trump skammaði og vakti NATÓ-ríkin af værum blundi og heimtaði að hernaðarbandalagsþjóðirnar yku framlög sín til varnamála í 2% af vergri þjóðarframleiðslu. Það reyndist vera rétt skref því skömmu síðar, í forsetatið Joe Biden, skall á stríð í Úkraníu. Bandaríkjaher hrökklaðist frá Afganistan í valdatíð Joe Bidensmeð með skömm og vopnaeign upp á 85 milljarða dollara skilið eftir í höndum afganskra hryðjuverkamanna.

Efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif Bandaríkjanna voru  mikil, orkuöryggi í hámarki og Bandaríkjamenn fluttu út olíu. Dollarinn var enn heimsgjaldmiðillinn en nú er gert hörð atlaga að honum með Bricks. 

Lýðræðið í Bandaríkjunum í hættu

Ótrúlegt en satt en landið er svo tvíklofið í menningar- og samfélagsmálum að óbrúanleg gjá hefur myndast milli tveggja andstæðra fylkinga. Barist er um sál Bandaríkjanna og þau gild sem þjóðfélagið á að fylgja. Donald Trump er andlit hinna hefðbundu gilda, lágstétta Bandaríkjanna, utangarðsmaðurinn sem hét því að hreinsa upp mýrina í Washington DC. Í forsetatíð sinni hrærði hans svo mjög í valdakerfinu að kerfiskarlarnir (djúpríkið) hét því að leggja stein í götu hans með öllum tiltækum ráðum. FBI, CIA og aðrar alríkisstofnanir sem Demókratar höfðu mikil áhrif innan eftir langa valdasetu, voru notaðar til að koma höggi á Trump. Er einhver búinn að gleyma samstarf FBI og Twitter til að þagga niður í andstæðingum Demókrata? Atlagan að tjáningarfrelsinu sem er grunnstoð lýðræðis.

En málið snýst í raun ekki um Donald Trump heldur réttarríkið í Bandaríkjunum. Eru allir jafnir fyrir lögunum? Getur annar flokkurinn beitt valdakerfinu til að herja á pólitíska andstæðinga sína (Trump er ekki sá einni sem verður fyrir þessu)? Getu almenningur treyst alríkisstofnunum? Er menningarlegur munur á milli þjóðfélagshópa orðin of mikill? Ef svarið reynist vera jákvætt, þá er hætt við að ríkið klofni og til borgarastyrjaldar komi. Allt bara vegna þess að pólitískir andstæðingar vilja ekki sjá Trump taka við embætti Bandaríkjaforsta aftur.

Í stóra samhenginu er Donald Trump bara stundarfyrirbrigði. Forsetar koma og fara. Svo er líka farið með Trump. Hans áhrif eru tímabundin. En valdastrútúrinn á að vera tímalaus.

Eftir stendur að vegna þess að Demókratar fóru á taugum vegna eins manns, misnotuðu þeir alríkiskerfið á óbætanlegan hátt og traustið hvarf. Það getur e.t.v. enginn sigrað Bandaríkin hernaðarlega, en Bandaríkjamenn geta grafið sína eigin gröf án þátttöku annarra þjóða. Það er áhyggjuefni fyrir vestrænt lýðræði.Í raun hefur allt farið til andskotans á aðeins tveimur árum í valdatíð Joe Bidens. Ríkið hefur aldrei verið eins skuldugt og nú um mundir. 31 trilljónir dollara og mun fara yfir 50 trilljónir fyrir 2030.

Þar sem þetta eru stjarnfræðilegar tölur, birti ég hér með skuldaklukku BNA:  US Debt clock

Tæknilega séð eru Bandaríkin gjaldþrota og verða það í raun ef dollarinn fellur á alþjóðamörkuðum.

Margar spurningar liggja í loftinu. Er Pax Americana á enda? Er alheimsgjaldmiðillinn dollarinn fallinn? Hrynur efnahagskerfið í Bandaríkjunum við fall hans? Fellur það, fellur Bandaríkjaher því án fjármagn holast hann að innan. Geta Bandaríkjamenn þá varið Ísland? Er það skynsamlegt fyrir Íslendinga að fjandskapast við Rússland? Eina landið sem getur ráðist á Ísland. Geta Bandaríkin varið Ísland ef til þriðju heimsstyrjaldar kemur? Breska heimsveldið gat það ekki 1940 og bað Bandaríkin við að taka yfir. Er heimskipanin sem komið var á í lok seinni heimsstyrjaldar á enda? Hvað tekur þá við?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill og sorglega sannur.

Takk fyrir.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.4.2023 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband