Það er næsta óskiljanlegt að fólk á Vesturlöndum skuli enn kenna sig við sósíalisma og vera stolt af. Til er Sósíalisaflokkur Íslands með uppgjafa kapitalista við stjórnvöl. Og svo höfum við Samfylkinguna sem telur sig vera sósíaldemókrata og Vinstri græna, sem er n.k. samsuða úr sósíalistaflokki og græningjaflokki.
Það er eins og kommúnisminn eigi níu líf eins og kötturinn. Hvers vegna kommúnisminn fór ekki á ruslahauga sögunnar 1991 er undrunarefni. Það kann þó að leynast skýring en hún er að kommúnistar unnu seinni heimsstyrjöldina og heimveldi þeirra stóð frá 1945-1991 óskorðað. Aldrei var hægt að koma með uppgjör við fortíðina, því að hver vill egna kjarnorkuveldið Sovétríkin og draga það til ábyrgðar? Eftir 1991 var fólk upptekið við uppbyggingu eftir áratuga óstjórn kommúnista og allir héldu að kommúnisminn væri dauður. Ekkert uppgjör væri nauðsynlegt.
En hörðustu kommúnistarnir á Vesturlöndum urðu að horfast í augun við fortíðina á kaldstríðs tímanum og viðurkenna að Stalín og co., sem og Maó hafi ekki verið neinir englar og stefna þeirra hafi mistekist. Fjöldafylgið fór af smá saman (sérstaklega eftir ræðu Krúsjef) og verkalýðurinn kaus sósíaldemókrata.
Laumu kommannir leyndust þó enn í háskólasamfélagi Vesturlanda, menn sem lifðu áfram í úttópískum heimi sósíalismans en nú átti að skýra krógann upp á nýtt. Til var ný-marximinn, hulinn almenningi augum, og var þó öllum sýnilegur ef menn vildu sjá. Í kyrrþey hafa þeir, laumu sósíalista prófessorarnir í mannvísindadeildum háskólanna, haldið áfram boðskapnum en nú með nýjum hugtökum.
Ég hef fjallað áður um vökuisma (e. wokism) sem ný-marxisminn gat af sér og fer ekki nánar út í það aftur. Í stað vondu kapitalistanna, eru komnir kúgararnir, og í stað verkamanna eru komnir hinu kúguðu, oftast í formi örminnihluta, því að flestir minnihlutahópar hafa fengið sín réttindi á 7. og 8. áratugnum. Vissi t.d. einhver hvað trans var fyrir tíu árum?
En stöðugt koma fram nýjar kynslóðir sem fá enga fræðslu um kommúnismann. Af hverju er ekki verið að kenna börnunum okkar sannleikann um banvænustu hugmyndafræði sem heimurinn hefur þekkt? Enda eiga nemendur skilið að vita staðreyndir um kommúnisma, bæði hrottalega sögu hans og áframhaldandi kúgun þeirra sem enn búa undir slíkum stjórnum.
Kommúnismi varð til á 19. öld sem pólitísk, samfélagsleg og efnahagsleg hugmyndafræði. Karl Marx setti í kommúnistaávarpi sínu þau markmið og ráðstafanir sem nauðsynlegar voru til að ná fram kommúnisma sem innihéldu afnám einkaeignar, afnám erfðaréttar, stofnun stéttlauss samfélags og miðstýringu valds í höndum ríkisins. Það kallaði einnig sérstaklega á eyðileggingu allra þátta gamla kerfisins með ofbeldi og byltingu.
Hingað til hafa meira en 100 milljónir manna verið drepnir af kommúnistastjórnum um allan heim í löngun þeirra til að ná fram þessari útópísku fantasíu.
Fyrsta tilraunin til að koma kommúnisma á laggirnar í heilu ríki átti sér stað í Rússlandi árið 1917, þegar upphaflegt loforð Vladímírs Leníns um frið, land og brauð breyttist fljótt í hryðjuverk, hópvæðingu (múgstjórnun og múgkúgun), hungursneyð og borgarastyrjöld sem leiddi til dauða næstum 7 milljóna manna. Hlutirnir versnuðu aðeins undir Jósef Stalín sem drap allt að 20 milljónir Sovétmanna. Þeir sem voru andvígir eða stóðu gegn þessu grimma stjórnkerfi voru sendir í Gúlag kerfi nauðungarvinnubúða eða voru teknir af lífi. Margir reyndu að flýja; flestar tilraunir voru árangurslausar.
Milljónir saklausra sem haldið var í haldi bak við járntjaldið í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, líkt og sovéskir starfsbræður þeirra, lifðu leynilegu lífi, óttaslegnir um að vera tilkynntir af nágrönnum sínum og refsað af hryðjuverka öryggisþjónustum stjórnvalda. Þessi hversdagslega ótti bættist við matarskömmtun, lélega læknishjálp og áróður og innrætingu, auk skorts á nauðsynjum. Þetta minnir á skáldsöguna 1984 eftir George Orwell.
Sovétríkin hrundu árið 1991 en kommúnisminn ekki. Í dag lifir fimmtungur mannkyns enn undir stjórn hans. Hann lifir í Norður-Kóreu, Venúsúela, Víetnam, Kína og Kúbu. Í öllum þessum ríkjum ríkir fámennisstjórnir, þar sem ekkert lýðræði ríkir og kúgun er daglegt líf.
En það sem kannski vekur meiri undrun er að í lýðræðisríkjum Vesturlanda, skuli enn vera til boðberar kúgunar og ófrelsis. Forsprakarnir eru menntamenn sem eiga að vita betur. Þessir mennamenn eru að kenna kynslóðir eftir kynslóðir ungra Vesturlandabúa sem eiga að heita menntafólk sjálf, með breyttu orðalagi en jafn áhrifaríku og hjá gömlu kommúnistunum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.3.2023 | 09:13 (breytt kl. 09:19) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.