Utanríkisráðherra vorr úti á túni

Utanríkisráðherra vor hefur gert megin mistök smáríkis og það er að stíg beint inn í stórveldispólitíkina með beinum og áhreifanlegum hætti. Og það meiri segja að taka þátt í hernaðinum með sendingu hergagna beint til Úkraníu. 

„Við brugðumst við í krafti stærðar þjóðar­inn­ar,“ sagði Þór­dís Kol­brún í viðtali við Morgunblaðið.

„Stjórn­völd borguðu fyr­ir flutn­ing her­gagna til Úkraínu. Þarna gát­um við gert eitt­hvað sem skipti máli. Þetta voru ekki skriðdrek­ar en þessu þurfti á að halda.“

Íslensk stjórn­völd báru kostnað af og sáu um flutn­inga á her­gögn­um milli Evr­ópu­ríkja og Úkraínu, en Þór­dís Kol­brún lagði þá til­lögu fram í fyrra að Ísland sem herlaust ríki gæti lagt land­inu lið hernaðarlega á þenn­an hátt.

„Við vor­um að hjálpa venju­legu fólki sem neydd­ust til að breyt­ast í hetj­ur til að verj­ast árás­um Rússa.“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/22/russneski_floti_thid_megid_fokka_ykkur/

Það er mikil þversögn að neita að taka upp íslenskan her en á sama tíma að taka beinan þátt í stríði. Smáríki eiga að sjálfum sér nær og ef þau vilja vera peð í stórveldisskákinni, þá einungis til að miðla málum og vera sáttasemjari.

Lít­ur á þjóðarör­ygg­is­stefnu eins og stjórn­ar­skrá

Varðandi gild­andi þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands sagði Þór­dís Kol­brún endi­lega mega end­ur­skoða hana og að hún taki þeirri umræðu fagn­andi.

Margt komi til greina en að fyrst og fremst beri okk­ur skylda til að virða og rækta alþjóðasam­bönd okk­ar og vera verðugir banda­menn NATO og Banda­ríkj­anna, sem veiti Íslandi her­vernd.

Þór­dís kvaðst hins veg­ar líta á þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands eins og stjórn­ar­skrá.

Sjá slóð: Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland (m.áo.br)

„Hún er stóru lín­urn­ar yfir grund­vall­ar­atriði. Svo er allt hitt. Það get­ur allt átt heima und­ir þeim lín­um.“

Hér er annað dæmi um vanhæfni stjórnvalda og skilningsleysi á hvað þjóðaröryggi er. Hvernig er hægt að leggja þjóðaröryggisstefnu á borðið en ekki koma með hernaðarlegar skýringar á varnarstefnu landsins? Það er bara ekki hægt en það er hægt á Íslandi greinilega.

Í 60 bls. skýrslu um varnarmál Íslands 2022-23,  "Skýrsla um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum", eru skrifaðar 5 bls. um varnir landsins. Sjá kaflaheiti hér að neðan.

3. Hernaðarlegir þættir, fjölþáttaógnir og varnarmannvirki 8.

4. Öryggi landhelgi og landamæra 11-13.

Ef rýnt er í innihaldið, þá er það rýrt, aðeins farið í stöðu mála og frasar fram bornir um að tryggja eigi öryggi um þetta eða hitt (aðallega netöryggi). Engin stefnumótun, framtíðarsýn eða talað um hvernig við getum tryggt raunverulegar varnir landsins í breyttum heimi. Að henda 2 milljörðum króna til Úkraníu er ekki í þágu varna Íslands.  Ísland heldur áfram að vera veikasti hlekkurinn í vörnum NATÓ.

Sjá slóð: Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland (m.áo.br)

Svo ber ekki að taka of mikið mark á orðum Arnórs Sigurjónssonar að við Íslendingar ættum að leggja 2% vergrar þjóðarframleiðslu í varnarmál. Hann skemmdi fyrir sér að ræða þann þátt við níska Íslendinga. Fá NATÓ-ríki gera það í raun, eru  í kringum 1-1,5%. Við leggjum fram rúma 3 milljarða kr. í varnarmál, gætum auðveldlega hækkað okkur upp í 10 milljarða kr. og fyrir þann pening er hægt að gera margt.

Við eigum að sníða okkur stakk eftir vexti, til dæmis að endurskilgreina hlutverk Landhelgisgæslunnar (að fyrirmynd bandarísku landhelgisgæslunnar sem löggæsla á friðartímum en er herstofnun á ófriðartímum) þannig að skip hennar geti þjónað hernaðarlegu hlutverki eða bæta við 1-2 tundurspillum í flota hennar. Á sama tíma má koma upp undirfylki sérsveita og öflugu þjóðvarðliði (ígildis heimavarnarliðs, það starfa 2 mánuði á ári, sjá Þjóðvarðlið Bandaríkjanna sem er í raun varalið Bandaríkjahers). Setja upp loftvarnarkerfi (eldflaughjúp - Iron Dome á suðurhluta Íslands. Það þarf ekki meira en þetta til að tryggja lágmarksvarnir landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Við eigum að sníða okkur stakk eftir vexti, til dæmis að endurskilgreina hlutverk Landhelgisgæslunnar (að fyrirmynd bandarísku landhelgisgæslunnar sem löggæsla á friðartímum en er herstofnun á ófriðartímum) þannig að skip hennar geti þjónað hernaðarlegu hlutverki eða bæta við 1-2 tundurspillum í flota hennar."

Við höfum ekki efni á þessu - eða réttara sagt, skattféð fer í annað.

"Á sama tíma má koma upp undirfylki sérsveita og öflugu þjóðvarðliði (ígildis heimavarnarliðs, það starfa 2 mánuði á ári, sjá Þjóðvarðlið Bandaríkjanna sem er í raun varalið Bandaríkjahers)."

Það verður fyrr notað á Íslensku þjóðina en þa verður notað á einhvern innrásarher.
Ef ég þekki mitt fólk rétt.

"Setja upp loftvarnarkerfi (eldflaughjúp - Iron Dome á suðurhluta Íslands. Það þarf ekki meira en þetta til að tryggja lágmarksvarnir landsins."

Aftur: nó monní.

Auðveldast væri að annað hvort:

A: setja svona 2A, að Amerískri fyrirmynd, og við fáum sjálfkrafa svona Talibana-her, og allir vita hvaða stríð þeir sigruðu,
eða:
B: senda öllum 18 ára og eldri 1 stk M-16 og svona 1000 skot og vona það besta.

Bæði viðráðanlegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2023 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband