Ég sérhæfði mig í hernaðarsögu í háskólanámi mínu á sínum tíma. Það var eiginlega tilviljun að ég skuli hafa lagt fyrir mig hernaðarsögu en ég ætlaði mér að stunda verslunarsögu. Svo sá ég að búið var að skrifa um viðfangsefnið sem ég hafði áhuga á, sem var verslun Hansakaupmanna á Íslandi á miðöldum. Þá voru góð ráð dýr.
Þá var mér bent á að enginn hefði rannsakað sveinahald höfðingja á miðöldum og hægt væri að fara upp í doktorsnám með rannsókn á hernaðarsögu. Þá hófst sú vegferð sem ég hef verið á allar götur síðan og staðið í áratugi.
Það kom mér á óvart að margir vinklar eru á hernaðarsögu. Til er herfræði hernaðar, félagssaga hernaðar, hagsaga hernaðar, vopnafræði, verslunarsaga hernaðar, lögfræðisaga hernaðar o.s.frv. Ég stundaði meiri segja fornleifasögu hernaðar.
Það eru því margar hliðar á þessu viðfangsefni. Ég sá strax í rannsóknum mínum að íslenskan var auðug af hugtökum tengdum hernaði og stríði á miðöldum og fram á nýöld en þegar kemur á 20. öldina, varð ég hreinlega að vera með nýyrðasmíði. Ég er með í fórum mínum orðskýringar og hugtakaskýringar upp á 17 bls. Það vantar samræmi í noktun hugtaka hvað varðar hernað og öllu tengdum honum. Þetta orðasafn hefur hjálpað mér mikið.
Ég er á því að þekking er gríðarlega mikilvæg, líka fyrir herlaust land. Við verðum að kunna skil og geta þýtt hugtök úr erlendum tungumálum tengdum hernaði, hreinlega til að skilja umheiminn og geta tekið upplýstar ákvarðanir.
Við eigum ekki marga sérfræðinga á sviði herfræða en 63 sjálfskipaða sérfræðinga á Alþingi Íslendinga sem hafa kannski leitt hugann að þessu málefni í nokkrar mínútur eða klukkustund og þykjast geta tekið upplýsta ákvörðun út frá þeirri litlu þekkingu sem þeir hafa.
Þessi stutta en snarpa umræða um varnir Íslands undanfarið hefur leitt ýmislegt í ljós. Til að mynda algjört þekkingaleysi þingmanna og ráðherra málaflokksins á varnarmálum og þeir hlusti ekki á sérfræðinganna. Hvort er meir á markandi, hernaðarsérfræðinganna eða stjórnmálamennina? Stjórnmálamenn öðlast ekki visku í stjórnarstörfum, þeir verða að taka hana með sér í starfið.
Og limirnir dansa eftir höfðinu. Almenningur heldur að allt sé í góðu lagi, af því að stjórnmálamennirnir segja það. Jú, við erum eftir sem áður í NATÓ og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Almenningur telur því almennt séð enga þörf á íslenskum her.
En Arnór Sigurjónsson, Baldur Þórhallsson og Friðrik Jónsson, allt saman sérfræðingar með þekkingu á varnarmálum, hafa stigið fram á sjónarsviðið, segja annað og sjá lengra. Aldrei að segja aldrei hvað varðar stríð. Allt sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis og stríð eru óútreiknanleg. Margur harðstjórinn sem hefur hernaðar, hefur endað með staksett höfuð og algjöran ósigur.
En höfum við Íslendingar lært af eigin sögu? Held ekki. Frá Tyrkjaráni sem var ígildis hryðjuverkaárás, valdatöku Jörunds hundadagakonungs og hernám Breta í seinni heimsstyrjöldinni, hefur verið ljóst að Ísland er í braut ófriðarsinna.
Seinni heimstyrjöldin hefur kennt okkur (ekki alla), að Ísland fær ekki að vera í friði framvegis. Nútímatæknin gerir það kleift að hægt er að senda hingað kjarnorkusprengju á innan við klukkustund. Aldrei að segja aldrei, því að við Íslendingar höfum skipað okkur í lið með veru okkar í hernaðarbandalagi. Við erum löglegt skotmark. En getum við sleppt því að vera í hernaðarbandalagi? Nei, ekki er tekið mark á hlutleysi ríkis lengur. Keppst verður við að hernema landið af hálfu stríðandi aðila.
Eigum við að treysta á aðra með varnarmálin eða taka örlög okkar í eigin hendur? Eða fylgjum við Bandaríkjamenn fram í rauðan dauðann? Við þurfum að minnsta kosti að taka upplýstar ákvarðanir, og þær eiga að vera íslenskar, út frá hagsmunum Íslendinga sjálfra.
En það er ekki þar með sagt að maður sé hernaðarsinni þó að maður boði íslenskan her. Ég er friðarsinni, því að hernaðarsagan hefur kennt mér að stríð er hörmungar og eyðilegging.
Enginn sem hefur farið í gegnum stríð dettur í hug að mæla því bót. Það á að vera hægt að koma markmiðum sínum áleiðis í gegnum diplómatsíu í stað stríð. Friður í gegnum styrk er oft eina leiðin til að halda aftur af harðstjórunum, það er hinn harði lærdómur en jafnvel það dugar ekki til. Því að heimskan og ofmetnaður ræður oft um upphaf stríðsátaka. Ekki er hægt að tryggja varnir gegn heimsku!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 8.3.2023 | 12:30 (breytt kl. 15:50) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Það hernaðar og stríðs blæti sem hertekið hefur sálarlíf Elítunnar og jaðarkálfa hennar, er fínn hitamælir; Þjóðarsálin og Elítusálin eru báðar snarsturlaðar.
Guðjón E. Hreinberg, 11.3.2023 kl. 22:20
Sæll Guðjón. Fyrir mér er þetta fyrst og fremst sjálfstæðismál. Ég treysti ekki öðrum þjóðum fyrir vörnum Íslands. Allra síst Bandaríkjamönnum eða Bretum sem tóku bara landið á sínum tíma. Þetta snýst ekkert um tindátaleik, heldur að búa í fjandsamlegum heimi og gera eitthvað í því. Ekki skil ég hús mitt eftir ólæst þegar ég fer að heiman eða treysti nágranna mínum fyrir húslyklum mínum. Það þarf að vera ansi góður nágrannni.
Birgir Loftsson, 13.3.2023 kl. 14:05
P.S. Elítan er treg í taumi en ekki viljug.
Birgir Loftsson, 13.3.2023 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.