Best að ég fari í forsöguna og kynni Agnar fyrst. Agnar var settur í embætti lögreglustjóra Reykjavíkur janúar 1940 og hóf þó óskiptrar mála að endurskipuleggja lögregluna samkvæmt nýjum lögum um lögregluembættið sem sett voru í árslok 1939.
Taktíkin var að þjálfa lögregluliðið ofan frá, það er að segja að byrja að þjálfa foringjaliðið sem átti að sjá um áframhaldandi þjálfun fyrir sína undirmenn. Væntanlegir flokksforingjar og varaflokksforingjar áttu að taka þátt. Þjálfunin fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum og fór fram á Laugarvatni.
Þjálfunin var hin vandaðasta og var góður undirbúningur fyrir komandi átök sem voru rétt handan hornsins. Þjálfað var m.a. vopnaburður í meðferð skammbyssa, riffla, hríðskotabyssur og beitingu táragass sem lögregluliðið í Reykjavík beitti markvisst til að leysa upp ótal upphöf að óeirðum. Kennd var siðfræði og fáguð framkoma og segir Agnar að það ,,...verði aldrei hægt að reikna út hve mörgum manndrápum lögreglan í Reykjavík afstýrði með framgöngu sinni á stríðárunum, snarræði, atorku og lagni. Og þeir björguðu á vissan hátt sóma þjóðarinnar eins og best sést af því lofi sem hershöfðingjar og sendiherrar hér báru á lögreglumennina.
Íslenska lögreglan tók engin vettlingatök á bresku hermönnunum en samt sá sendiherra Breta á Íslandi ástæðu til í bréfi til forsætisráðherra Bretlands að hrósa þá fyrir framgöngu sinni allri, hjálpsemi og fallegri framkomu í lok stríðsins.
Ég held að þetta séu enn aðalsmerki íslenskrar lögreglu.
Það var verið að ljúka þjálfun lögregluliðsins á Laugarvatni þegar breski sjóherinn renndi í höfn í Reykjavík þann 10. maí og hóf hernámið. Íslendingar bjuggust við að það væri stutt í Breta eða Þjóðverja og voru með vopnaðan viðbúnað í hálfan mánuð eftir hernám Danmörku en höfðu snúið til baka til Laugarvatns þegar ekkert bar á innrásarliði.
Agnar átti góð samskipti við Bandaríkjamenn í stríðslok og eftir þau. Hann fór meðal annar í kynnisferð til Bandaríkjanna til að kynna sér lögreglumál þar í landi og lærði þar, líkt og í Þýskalandi margt og mikið. Meðal annars koma hann því til leiðar að lögreglan í Reykjavík varð þriðja lögregluliðið í heiminum sem var búið talstöðvum í bílum. Hlaut hann margvíslegar viðurkenningar þar í landi.
Í apríl 1942 var Bonesteel hershöfðingi, en herlið hans hafði fram að því verið tæknilega undir stjórn Breta, falið að taka við stjórn allra herafla bandamanna á Íslandi og við stjórnvölinn á Íslandi til ársins 1943.
Hélt Agnar góðum tengslum við Bandaríkin næstu árin eftir stríð sem leiddi meðal annars til þess að Charles Bonesteel, bandarískur hershöfðingi fyrrnefndi fór þess á við hann 1948 eða ´49, að hann hjálpaði til við stofnun íslenskt heimavarnarliðs og hann tæki við stjórn þess.
Svar Agnars var á þá leið að enda þótt stjórnarskrá Íslands geri án nokkurs vafa ráð fyrir íslenskum landvörnum, þá væri vonlaust að fá samstöðu í Alþingi Íslendinga um nauðsynlega löggjöf í þessu skyni og við það sat þótt hann sjálfur væri þess fylgjandi.
Fyrrum starfsmaður Flugmálastjórnarinnar hafði samband við mig eftir að hafa lesið grein mína um Agnar og vildi koma á framfæri gamla munnmælasögu um að meira hafi til í stofnun heimavarnarliðs en ég komst að.
"Þegar ég vann hjá Flugmálastjórn heyrði maður sögu af því að þegar kom sending af herbúnaði frá USA til stofnunarinnar hafi hann verið skipaður út í flutningaskip aftur og það hafi verið vopn fyrir téð heimavarnarlið sem átti einkum að vera starfsmenn stofnunarinnar."
Getur verið að Agnar Kofoed hafi þarna farið framúr sjálfum sér og haft frumkvæðið að skotvopnasendingu hingað til lands án heimildar? Og frumkvæði hans stöðvað er skrifræðisherrarnir uppgötvuðu framhlaup Agnars?
Agnar gegndi ýmsum hlutverkum eftir stríðslok:
- Flugvallastjóri ríkisins 19471951.
- Formaður flugráðs 19471980.
- Flugmálastjóri 19511982.
- Varnarmálanefnd 19511954.
Heimildamaður minn segir að þetta hafi átt sér stað einhvern tímann á tímabilinu 1947-1951, áður en bandaríska varnarliðið kom til landsins. Bonesteel hættir í hernum 1947....svo að það gæti þrengt leitina. Ef þetta er satt, er þetta stórfrétt.
Þetta minnir dálítið á þegar Landhelgisgæslan fékk gefins hríðskotabyssur frá Noregi sem ekki fór hátt um, en þegar uppljóstrari sagði frá, varð allt vitlaust hjá vinstri mönnum vegna þess. LHG varð að skila vopnunum. Er hér um endurtekningu að ræða? Maður gæti alveg trúað þessu upp á flugliðsforingjann Agnar E. Kofoed-Hansen frá Konunglega danska sjóliðsforingjaskólan um að hafa frumkvæði í hermálum landsins. En hér erum við að fást við orðróm. Oft er fótur fyrir orðrómum og grundvöllur til frekari könnunnar. Það væri gaman ef einhver færi á stúfanna og kæmi með skjalfesta heimild.
Slóð inn á samantekt um störf Agnars sem ég tók saman í grein:
Lögreglustjórinn Agnar Eldberg Kofoed-Hansen
Viðauki
Smá kynning á Charles Bonesteel: Bonesteel hershöfðingi var yfirmaður fyrsta vettvangsherliðs Bandaríkjahers sem lenti á Íslandi. Herdeild fótgönguliðs, stórskotaliðs, vélstjóra og annarra herdeilda kom til Reykjavíkur í október 1941, mánuði fyrir árásina á Pearl Harbor. Þeir komu með skíði, snjóskó, Garand sjálfvirka riffla og annan viðeigandi búnað og tóku yfir búðir sem byggðar voru af bandarískum landgönguliðum og breskum hersveitum.
Flokkur: Bloggar | 15.2.2023 | 17:27 (breytt 25.8.2024 kl. 14:33) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.