RÚV og frjálsir fjölmiðlar

Þau leiðinlegu tíðindi urðu nýverið að sjónvarpsstöðin N4, eina landsbyggðarsjónvarpsstöðin, hefur lagt upp laupanna. Stöðin bað ríkisvaldið um aðstoð, ef ég man rétt, um 100 milljónir kr. til að halda rekstrinum áfram. Af því varð ekki og hefur sjónvarpsstöðin því hætt starfsemi. Annar ljósvakamiðill stendur í ströngu, Útvarp saga, eina talmáls útvarpsstöðin á landinu, berst í bökkum, ef marka má að stöðin leitar að fjármagni. Ekki fekk stöðin heldur stuðning frá ríkisvaldinu en alls konar smámiðlar, sem maður hefur ekki heyrt minnst á, fengu sinn skerf.

Púkinn á fjósahaugnum, RÚV, fitnar og fitnar og aldrei er skorið niður þar á bæ. Fréttastofa RÚV og útibú hennar Kveikur, sem eitt sinn var virt og dáð, og allra landsmanna, hefur fengið á sig ýmiskonar gagnrýni, m.a. vegna fréttaflutnings af svokallað Samherjamáli. RÚV fær hátt í 8 milljarða kr. í nauðungargjöld frá almenning, kallaður nefskattur sem er lagður á almenning eldri en 16 ára og fyrirtæki landsins. Og það fyrir utan auglýsingatekjur sem geta verið talsverðar í góðæri.

Útvarpsgjaldið (í raun RÚV gjaldið), er fyrir fjárhagsárið 2023 20,200 kr. Fyrir 2022 var það 18.800 kr. Þetta umtalsverð hækkun. Á vef stjórnarráðsins segir: "Útvarpsgjaldið, sem lagt er á við álagningu opinberra gjalda ár hvert, er lagt á einstaklinga 16-70 ára, sem eru með tekjuskattsstofn yfir tekjumörkum. Gjaldið er lagt á í fyrsta skipti við álagningu ári eftir að 16 ára aldri er náð." Sjá slóð: Útvarpsgjald Þannig að þetta er verra en við fyrstu sýn, en þarna leggur ríkisvald nefskatt á ólögráða einstaklinga undir 18. ára aldurs.

Á sama tíma. Í fréttum fjárlög ríkisins fyrir árið 2023 segir: "Ekkert svigrúm er til að taka ný lyf í notkun á Landspítalanum á næsta ári og fjárveitingar nægja varla til að viðhalda í öllum tilvikum lyfjameðferð sem þegar er hafin, segir Læknafélag Íslands í umsögn um fjárlagafrumvarpið. Þá sé ekki komið í veg fyrir læknaskort á landsbyggðinni eða brugðist við hraðri öldrun þjóðarinnar." Fé vantar fyrir nýjum lyfjum og til að viðhalda meðferð

Er ekki hér rangt gefið?  Hægt er nota 8 milljarða kr. til að byggja ein jarðgöng á ári, laga fjárhag Landsspítalans eða laga þjóðvegakerfið. Næg eru verkefnin. Af hverju ríður enginn stjórnmálamaður á vaðið og tekur slaginn á Alþingi? Fyrsta skrefið sem auðvelt er að stíga er að taka RÚV af auglýsingamarkaði og gefa þannig frjálsum fjölmiðlum tækifæri til að keppa á frjálsum markaði. Þeir allir eru með frábært íslenskt efni. Þetta er óskiljanlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband