Maður hefur lengi velt fyrir sér fyrirbærið Pírataflokkurinn. Upp koma spurningar eins og 1) hver er stefna flokksins; 2) hvar á litrófi stjórnmálanna eru þeir og 3) hverjir kjósa svona flokk?
Ég leitaði beint í smiðju flokksins eftir svörum, fór á vefsetur þeirra, sjá eftirfarandi slóð: Grunnstefna | Píratar (piratar.is)
Þar tala þeir um grunnstefnu en svo virðist stefna þeirra vera fljótandi frá ári til árs (vinsamlegast leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér). Því að þeir telja upp stefnur eftir árum sem verða að vera í samræmi við grunnstefnuna.
En grunnstefnan er ansi þunnur grautur. Hún er í sex megin köflum, hver með undirgreinar. Ekkert er minnst á veigamikinn þátt, sem er stefna flokksins í utanríkismálum. Oft má greina hvar flokkurinn stendur, bara með því að líta á stefnuskrá flokksins út frá utanríkisstefnu. T.d. segjast VG vera á móti veru Íslands í hernaðarbandalagi (í blóra við vilja kjósendur þeirra), Viðreisn vill komast í Evrópusambandi en halda í borgarleg gildi sem og Samfylkingin.
En það sem fær mig til að halda að flokkurinn er í raun anarkistaflokkur/stjórnleysingjaflokkur, er hin beina árás á þjóðríkið. Jú, þingmenn flokksins héldu svo kallaða útlendingafrumvarp í gíslingu á dögunum og héldu því fram að þeir væru að verja borgaraleg réttindi, sem væri þá í samræmi við kafla 2. í grunnstefnu þeirra. Sjá ofangreinda slóð.
2. Borgararéttindi
2.1. Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
2.2. Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
2.3. Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
2.4. Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
Gott og blessað, alltaf gott að verja borgarréttindi en í raun eru þeir að verja "borgararéttindi" annarra ríkisborgara frá öðrum löndum með því að viðhafa stefnuna "opin landamæri". Þetta sýnist mér fara í berhöggi við 1. meginkaflann um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. En hún er eftirfarandi:
"1.2. Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki."
Nú hefur meiri hluti Alþingis sannarlega fært rök fyrir málflutingi sínum og rökstutt svokallaða útlendingafrumvarp en þingmenn Pírata beita ekki gagnrýna hugsun í andsvari sínu en svara eins og hundingjarnir (kýnikar) forðum í Grikklandi undir forystu Antisþenas (höfnun á félagslegum gildum og rík tihneiging til að hneyksla fólk) og virða ekki lýðræðislega niðurstöðu.
Rökvillan er að halda að borgaraleg réttindi sem þeir þykjast vera að verja, nái til útlendinga sem hingað koma til lands. Ef svo væri, ætti 8 milljarða manna rétt á að koma hingað og sækja um pólitískt hæli (eða efnahagslagslegt) og fá efnismeðferð. Það bara gengur ekki upp, þjóðríkið Ísland, yrði strax gjaldþrota og í raun ekki til sem eining. Landamæri Íslands, sem væru opin, eru þar með ekki landamæri lengur, heldur opið hlið fyrir alla sem hingað vilja koma.
Af hverju þurfa þjóðríki landamæri? Án landamæra myndu mörkin milli Íslendinga (eða annarra þjóða) og útlendinga hverfa og ef þau hverfa, hverfur munurinn á borgaranum og búsetanum (ég kalla útlendinga sem búa í landinu a.m.k. búseta, enda búsettir á landinu). Aðeins borgarinn ber þannig skyldur (og réttindi) sem fylgja borgararéttindum. Þar með sú skylda að borga skatta og aðrar skyldur (t.d. að halda uppi lögum og rétti sem eru í landinu) sem viðhalda þjóðríkinu. Meira segja Evrópusambandið getur ekki komið í stað þjóðríkisins í þessu sambandi.
Opin landamæri er anarkismi í framkvæmd en íslenska hugtakið stjórnleysisstefna lýsir þessu ansi vel. Anarkisminn hefur aldrei vegna vel í veraldarsögunni, enda ekki í sambandi við raunveruleikann. Annars er anarkismi víðtækt hugtak. Til dæmis er munur á stjórnleysis einstaklingshyggju og stjórnleysis félagshyggju (munurinn liggur í afstöðunni til hins frjálsa markað).
En það sem sameinar alla stjórnleysingja og einkennir er fyrst og fremst andstaða við hvers konar yfirvald og höfnun á réttmæti þess. Fylgismenn stefnunnar stefna að samfélagi byggðu á sjálfviljugri samvinnu einstaklinga með einstaklingsfrelsið að sjónarmiði. En hvernær hefur það tekist? Hvar í heiminum er samfélag (ríki) stjórnleysingja sem býr frjálst og óháð öðrum? Þar sem einstaklingarnir semja sjálfviljugir um skiptingu eigna og réttindi án þátttöku stjórnvalda og lögreglu? Eignarhald borgarans er grundvöllur ríkisins og skattar byggðir á því.
Ef til vill aðhyllast Píratar róttækt lýðræði (e. ratical democratcy). sem er nokkurs konar múgræði (e. mob ruling). Nútíma lýðræði er byggt á lýðræði borgríkisins Aþenu sem stóð frá 507 f.Kr. til 332 f.Kr. Aþeningar viðurkenndu að þeir hefðu ekki getu til að veita réttindi til allra og alltaf og þeir vissu af annmörku lýðræðisins en þeir aðhylltust ekki (nema sérlundaðir heimspekingar) róttækt lýðræði. Jakobínar komust næst þessu en byltingin át þá á endanum. Anarkimsinn er afurð 19.aldar sem náði aldrei flugi.
Ég væri þakklátur ef einhver getur bent mér á landsvæði þar sem anarkistar ríkja án utanaðkomandi ríkisvald. Og ef það er ekki til, hvernig á ríkisvaldið að starfa án skatttekna, laga og landamæri? Ég held að allt skynsamt fólk sjá þetta í hendi sér en samt eru Píratar ekki látnir sæta ábyrgð orða sinna.
Ríki er lögsagnardæmi skattheimtu. Án skatta er ríkinu ekki viðhaldið. Og það eru mæri á skattheimtunnar sem kallast landamæri þjóðríkis.
Svo að ég endi á jákvæðum nótum, þá vil ég samt segja að ýmislegt gott er að finna í stefnu Pírata sem sjá má af titlum grunnstefnu þeirra. Sem eru: Gagnrýnin hugsun og upplýst stefna; borgararéttindi; Gagnsæi og ábyrgð; upplýsinga og tjáningarfrelsi; beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur.
Undir alla þessa stefnu má taka undir en rökvillan er að láta réttindi borgarans (án skyldna) ná til alls heimsins! Hugtakið borgari varð í Forn-Grikklandi og náði upphaflega til íbúa borgríkja sem höfðu borgararéttindi. Allir aðrir í augum Grikkja, voru utangarðsmenn, þar á meðal útlendingar sem voru barbarar og ekki hluti af samfélaginu.
Það má líklega svara spurningu nr. 3 hjá mér með að segja að kjósendur Pírata eru líklega (að ég tel) réttindasinnað fólk, ungt og uppreisnargjarnt og menntað. Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.
Þannig að ef reynt er að setja flokkinn á litróf stjórnmálanna, þá má flokka hann lengst til vinstri og í raun utan litrófskvarðann, sbr. anarkískri tilhneygingu í utanríkismálum.
P.S. Kannski er ég að misskilja Pírata, þeir eru ef til vill eftir allt saman ekki anarkistar/stjórnleysingjar, heldur Kýnikar/hundingjar?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.2.2023 | 14:43 (breytt kl. 16:57) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Ef einhverjir eru svona áhugasamir í því að bjarga útlendingum, ættu þeir sem áhugann hafa, að lána þeim herbergi og búa til atvinnu fyrir þá.
Borga fyrir þá heilsugæslu og nám og fl.
Skattarnir mínir og minna kunningja nægja víst ekki fyrir sómasamlegu vegakerfi, heilbrigðiskerfi, og myglulausum opinberum byggingum og því óskiljanlegt að einhver píratagrey vilji fylla landið af erlendu fólki sem þarf á mikilli framfærslu að halda.
Ég veit ekki í hvaða hugarheimi no borders lifa í, en stundum dettur mér í hug að þeir séu flesta daga á einhverju sveppatrippi eða í miklum samskiptum við brussel pakk.
Loncexter, 13.2.2023 kl. 18:25
Já, þess vegna er utanríkisstefna þeirra anarkismi (gagnvart hælisleitendamálum) og í raun botnlaus hít, þegar haft er í huga að m.k. 100 milljónir eru á vergangi og milljarðar vilja fá efnahagslegt hæli á Vesturlöndum. Óútreiknanlegt dæmi sem gengur aldrei upp. Aldrei hægt að bjarga öllum. En þetta segir okkur líka sögu hvernig þeir líta á Íslendinga og íslenska þjóðríkið og menningu. Er það fögur mynd sem þeir hafa af okkur hinum?
Birgir Loftsson, 13.2.2023 kl. 18:58
P.S. Ég þurfti að skrifa þessa grein til skilja þankagang Pírata. Ákveðið óraunsæi einkennir hugmyndaheim þeirra. En þeir hafa komist langt vegna þess hversu óljós stefna þeirra er, held meira segja kjósendur þeirra skilji ekki hugmyndafræði flokksins. En þeir eru með fullt af flottum hugtökum sem heilla en eins og sagt var forðum, þér þekkið þá á gjörðum þeirra, ekki á orðræðu.
Birgir Loftsson, 13.2.2023 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.