Ég ræddi um herveldið Bandaríkin í síðustu grein minni. Ég sagði að BNA væri lýðræðisríki (sem er um leið heimsveldi og hagar sér eftir því) sem setur því ákveðin takmörk. Til að mynda geta Bandaríkin átt í erfiðleikum með að heyja allsherjarstríð, með öllu því sem því fylgir. Sjá mátti þetta í Kóreustríðinu og Víetnamstríðinu, hernaðurinn var takmarkaður og reynt var að hlífa almenningi. Bandaríkin unnu aldrei lokasigur, þ.e.a.s. stríðið, þótt þau hafi unnið allar orrustur. Í báðum stríðum var hernaðarlegt jafntefli en pólitískur ósigur.
Almennt séð, eru lýðræðisríki ólíklegri til að hefja stríð en harðstjórnarríki. En á því eru undantekingar ef þau eru heimsveldi, líkt og breska heimsveldið og það bandaríska.
Stríðsrekstur þeirra er þó ólíkari en hjá harðstjórnarríkjunum. Þau berjast oftast með aðra hendina bundna fyrir aftan bak, þ.e.a.s. þau heyja ekki allsherjar gereyðingastríð og þau reyna að hlífa borgurum meira.
Sjá mátti þetta í seinni heimsstyrjöldinni, þegar Þjóðverjar (nasistar) - harðstjórnarríki, hóf stríð gegn öðru harðstjórnarríki, Sovétríkin. Hugmyndakerfin bæði kröfust algjöran sigur, gengið milli bols og höfuð, og annar yrði undir sem og varð. Aukaleikarnir í stríðinu á meginlandi Evrópu, Bandamenn (Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn og aðrir) háðu annars konar stríð við nasistanna. Það var grimmt en ekki eins grimmt og á austurvígstöðvunum. Farið var betur með fanga í vestri samanborið við austri af beggja hálfu og leikreglur meira virtar. Ef til vill vegna þess að nasistarnir voru að berjast á móti lýðræðisríkjum?
Hvað um það. Hér er ætlunin að fjalla um allsherjarstríð sem lýðræðisríkin eiga erfitt með að heyja ef barist er utan landamæra ríkja þeirra en eru meira tilbúin að heyja ef t.d. innrás á sér stað. Hér verður að fara með alhæfingar, því að það eru alltaf til undantekningar á öllum reglum og sérstaklega í hernaði.
Það er ef til vill akkelishæll Bandaríkjanna að heyja ekki allsherjarstríð líkt og nasistar gerðu. Þeir síðarnefndu hlífðu engum og brutu alla andstöðu niður með harðri hendi. Dæmi um þetta eru örlög andspyrnuhreyfinganna í Evrópu, árangur þeirra var eins og bíflugubit og breytti engu um gang stríðsins. Það þurfti milljóna her Sovétríkjanna til að berja nasistanna niður. Harkan var svo mikill að Júgóslavar, annálaðir fjallahermenn réðu ekki við þýska hersetuliðið (og alls staðar annarstaðar var sama saga). Ef einn þýskur hermaður var drepinn, voru 10 borgarar drepnir, jafnt í Júgóslavakíu, Pólandi eða Frakklandi. Þetta hélt aftur af andspyrnunni og aðgerðir hennar voru takmarkaðar. Sömu taktík beittu Mongólar með góðum árangri í sínum hernaði, sama með Rómverja og aðrar sigursælar herþjóðir (Assýringar voru meðal fyrstu her heimsvelda í heiminum og annálaðir fyrir grimmd).
En ég er alls ekki að mæla allsherjarstríði neina bót, síður en svo, lýðræðisríkin með "mjúka hernaði" sínum geta unnið stríð á sinn hátt og þau hafa gert það. BNA hafa í raun náð ásættanlegri niðurstöðu í stríðum sínum á 20. öld, haldið aftur af harðstjórnarríkjum, þótt fullur sigur hafi ekki fylgt í kjölfarið. Ég er hér aðeins að tala um stríðsrekstur út frá herfræðilegu sjónarhorni.
Hernaðarsagan segir að besta leiðin til að vinna stríð er allsherjarsigur og andstæðingurinn sé barinn svo á bak aftur, að hann eigi sér ekki viðreisnar von næstu aldir. Sbr. framganga Mongóla í Íran (afleiðingarnar má enn sjá). Berja verður hugmyndafræði andstæðingsins á bak aftur með sigrinum. Það er ekki nóg að vinna á vígvellinum, það verður að vinna friðinn (og afleggja hugmyndafræði andstæðingsins).
Skilgreining - hvað er allsherjarstríð?
Algert stríð er stefna þar sem herir nota allar nauðsynlegar leiðir til að sigra, þar með talið þær sem eru taldar siðferðilega rangar í tengslum við hernað. Markmiðið er ekki aðeins að eyðileggja heldur að sigra óvininn þannig að hann geti ekki haldið áfram að berjast um ófyrirséða framtíð. Algert stríð felur í sér fjóra hluti: Virkjun, neita til málamiðlun, þurrka út hlutverki milli hermanna og óbreyttra borgara og alger stjórn á samfélaginu. Fyrri heimsstyrjöldin var að mörgu leyti algjört stríð. Það hafði aldrei verið stríð sem var jafn hrikalegt.
Bandaríska borgarastyrjöldin hefur verið flokkuð af sumum sagnfræðingum sem "algert stríð." Algjört stríð er skilgreint sem "stríð sem er ótakmarkað hvað varðar vopnin sem notuð eru, landsvæðið eða bardagamenn sem taka þátt eða markmiðin sem stefnt er að." Stríðið var ekki aðeins háð á fjarlægum vígvöllum þar sem hermenn voru staðsettir, heldur einnig meðal borgara í borgum og þeir sjálfir skotmörk.
Nútíma allsherjarstríð (á tímum iðnvæðingar)
Í nútímanum hafa skilgreiningar á stríði og byltingu orðið mjög svipaðar vegna þess að stríð og bylting hafa orðið mjög lík.
Eitt mjög áberandi einkenni samruna stríðs og byltingar er 20. aldar umbreyting á yfirlýstum eða fullyrtum stríðsmarkmiðum úr landhernaðarlegum markmiðum í pólitísk og byltingarkennd markmið samtímans.
Aldir fyrir 20. voru sannanlega friðsamlegri. Pitirim Sorokin, í bindi. 3 af Social and Cultural Dynamics, kom með þessa tölfræði sem sýnir hversu ótrúlega friðsæl 19. öldin var =
*1701:1815; Stríðsslys (drepst, slys, sjúkdómur) = 8.829.000
*1815:1914; Stríðsslys (drepst, slys, sjúkdómur) = 2.217.000
Sorokin leitaðist við að búa til vísitölu stríðsátaka fyrir hverja öld. Hann mældi fjölda styrjalda, lengd, stærð herja, fjölda drepinna og særðra, fjölda landa sem tóku þátt og prósent íbúa í einkennisbúningi. Hann setti 15. öldina á vísitöluna "100". Í samanburði við þá vísitölu, 20. öld ALLT AÐ seinni heimsstyjöld (þ.e. frá 1900 til 1938) = "3000". Með öðrum orðum, fyrsti þriðjungur 20. aldar var 30 sinnum stríðsamari en öll 15. öld.
Hér eru tölur Sorokins um meðaltal árlegra dauðsfalla af völdum stríðs á undanförnum öldum =
1600-1699 = 33.000
1700-1799 = 52.000
1800-1899 = 55.000
1900-1936 = 700.000 | NB! 20.-c. tölur náðu aðeins yfir fyrsta 1/3 af 20. öld, fyrir seinni heimsstyrjöld (heimild: https://pages.uoregon.edu/kimball/wrx.total.htm )
Með öðrum orðum, því nær sem dregur okkur í tíma og því iðnvæddara sem samfélagið er, verða drápin og eyðilegging iðnvæddari (á verksmiðju stigi) og stærri í sniðum. Allt samfélagið lagt undir og allir verða fyrir barðinu á stríðinu sem er háð.
Borgarastríðið í Bandaríkjunum var eiginlega fyrsta nútímastríðið, iðnvætt og allsherjarstríð. Evrópsku hershöfðingjarnir lærðu ekki af reynslu þeirra bandarísku og því hófst fyrri heimsstyrjöldin þar sem frá horfði í þeirri bandarísku. Það er einmitt oft þannig að hershöfðingjar heyja nýtt stríð á forsendum hið gamla og gera þar með mikil mistök. Dæmi um þetta eru orrustskipin í seinni heimsstyrjöldinni en flugmóðuskipin voru þau tæki sem notuð voru og virkuðu. Sumir hershöfðingjar lærðu þó, sbr. George Patton, sem sá tækifærin í skriðdrekunum.
Núna
Evrópskir hershöfðingjar halda að frá og með lokum seinni heimsstyrjaldar, sé hægt að heyja takmarkað og "siðrænt" stríð. Líkur á hernaði séu litlar. Það er ekki rétt. Þeir hefðu átt að læra af reynslunni af upplausn Júgóslavíu og grimmilega borgarastríðið þar. Þeir eru nú að læra af harðri reynslu þessa daganna. Stríðið í Úkraníu ber sum einkenni allsherjarstríð, með mikilli grimmd, allt lagt undir þar til niðurstaða verður. Eina sem vantar í dæmið er notkun kjarnorkuvopna, allsherjar herkvaðningu og það er hótað að nota vígvallakjarnavopn.
Það er eins og í þessu stríði og öðrum á undan, birtast framtíðarvopnin í litlu mæli en segja til um hvernig framtíðarstríðið verður háð. Hér er ég að tala um dróna (skriðdrekinn er úreldur) og gervigreinina (gerbylting í hernaði). Sem betur fer verða bryndrekar framtíðarinnar mannlausir, sem og flugfarartæki og sjófaratæki herja. Allt annað hvort fjarstýrt og gervigreindin tekur oftar ákvörðun um líf og dauða, frekar en hermenn.
Stríð eru ljót verk mannanna. Svo virðist vera að hið fornkveðna, fælingarmáttur hervalds og vopnaður friður haldi best aftur af harðstjórum heimsins. Lýðræðisríki heimssins verða því að vera á verði um ófyrirsjáanlega framtíð. Megi friður komast á sem fyrst aftur í Evrópu!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Stjórnmál og samfélag | 7.2.2023 | 09:18 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.