Svo mætti ætla af nýjustu fréttum að dæma,en starfsemi LHG er í skötulíki eða ígildis beinagrindur. Svo er skorið af starfseminni að Færeyingjar reka betri landhelgisgæslu en Íslendingar og þó eru þeir sex sinnum færri en Íslendingar.
Í frétt visis.is segir: "Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni."
Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni
Nú rekur LHG með naumundum tvö varðskip og nokkrar þyrlur. Eftirlitsvélin sem á að selja skiptir sköpum við landhelgisgæslu landsins, enda er yfirferð hennar mun meiri en þyrlna eða varðskipa.Ef eitthvað er, þá ætti LHG að kaupa dróna, sem hún fékk lánaðan um árið og gaf góða raun.
Landhelgisgæslan hefur notað flugvélar síðan loka seinni heimsstyrjaldar með ýmsu móti.
Á vef LHG segir: "Landhelgisgæslan hefur um áratuga skeið notast við flugvélar og þyrlur við löggæslu, eftirlit, leit og björgun auk annarra verkefna. Á árunum eftir síðari heimstyrjöld leigði Landhelgisgæslan stundum flugvélar til að fylgjast með skipaumferð og veiðum í landhelginni, fyrst árið 1948 þegar Grumman Goose-flugbátur var tekinn á leigu. Þetta flug var þó ekki með reglubundnum hætti....10. desember 1955 eignaðist Landhelgisgæslan sína fyrstu flugvél og er almennt miðað við þá dagsetningu sem upphaf flugrekstrar stofnunarinnar. Þetta var flugbátur af gerðinni PBY-6A Catalina með einkennisstafina TF-RAN.
Allar götur síðan hafa loftför Landhelgisgæslunnar borið nöfn ásynja, rétt eins og skipin eru nefnd eftir norrænu goðunum. Catalina-flugbáturinn hafði áður verið í eigu Flugmálastjórnar sem keypti hann skemmdan af varnarliðinu. TF-RAN fór í fyrsta gæsluflugið 29. desember 1955. Nokkrum vikum síðar var sett í hana ratsjá og mun hún vera fyrsta íslenska flugvélin sem búin var slíku tæki."
Við erum sum sé komin aftur á stig landhelgisgæslu eins og hún var fyrir 1948.....á sama tíma bruðlar íslenska ríkið með almannafé, t.d. í móttöku gerviflóttamanna (híti sem aldrei nokkurn tímann er hægt að uppfylla) og önnur gæluverkefni, t.d. menningarstarfsemi, ríkisbálknið/stjórnsýslubálknið og margt fleira.
Það er eins og bráðnauðsynlegir hlutir, eins og bráðamóttaka Landsspítalans, löggæsla (á landi og sjó) séu látnir sitja á hakanum en féið látið renna í stríðum straumum í alls konar vitleysu, t.d. ríkisapparat eins og RÚV og annan óþarfa.
Íslendingum er stundum ekki viðbjargandi. Mýtan um hagsýna Íslendinginn fauk út um gluggann í efnahagshruninu 2008 hjá mér, þar sannaðist vanhæfni íslensku stjórnmálaelítunnar til að stjórna landinu. Hún meiri segja reyndi að troða ofan í kok Íslendinga Icesave, skuldir annarra. Nú á að troða ofan í okkur flóttamannavanda heimssins, þessarar örþjóðar, 10 milljarðar á ári segja menn. Hægt að kaupa tvö varðskip fyrir þann pening árlega eða bora ein jarðgöng. Já, peningunum er hent út um gluggann á Íslandi daglega.
Ef stjórnmálaelítan heldur að hún hafi stjórnað landinu vel, þá er það misskilingur. Í raun rakst Ísland á vegg þegar landið þurfti að koma á kvótakerfi á sínum tíma og þar með takmörk á fjármagni (skattfé) til framkvæmda. Bandaríkjaher hjálpað til við að fjármagna landið en svo var það búið. En túristinn hefur bjargað öllu, allar götur síðan (og fiskeldi og stóriðja), annars væri ekki líft hérna á skerinu.
Alþingi er stimpilstofnun Evrópusambandsins, sem stimplar lög þaðan í gríð og erg, engum lagavitleysum hafnað. Hægt að hagræða þar og í stað 63 þingmanna, að ráða mann í hlutastarf við að stimpla nýju Evrópulögin á Íslandi. Forsetaembættið mætti fjúka með í leiðinni. Forsetinn getur skrifað bækur í eiginn frítíma, ekki á kostnað skattborgara.
Guði sé lof að Ísland er hernaðarlega mikilvægt og Kaninn telur landið mikilvægt hernaðarlega. Annars væri hér opið land og óvarið, fyrir heimsflækinga (sbr. Tyrkjaránið) að koma hér við og.....já maður les daglega fréttir frá Ísalandinu, stundum með kjálkann niðri, gapandi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Löggæsla | 1.2.2023 | 18:29 (breytt kl. 18:54) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.